No translated content text
Íþrótta- og tómstundaráð – starfaði til 2022
ÍÞRÓTTA- OG TÓMSTUNDARÁÐ
Ár 2011, föstudaginn 11. mars var haldinn 132. fundur íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn í Nauthólsvík og hófst kl. 10.40. Mættir: Eva Einarsdóttir formaður, Eva Baldursdóttir, Ragnar Hansson, Óskar Örn Guðbrandsson og Kjartan Magnússon. Jafnframt: Drífa Baldursdóttir varaáheyrnarfulltrúi, Steinþór Einarsson skrifstofustjóri, Soffía Pálsdóttir skrifstofustjóri, Gísli Árni Eggertsson skrifstofustjóri, Ómar Einarsson framkvæmdastjóri og Helga Björnsdóttir skrifstofustjóri sem skrifaði fundargerð.
Þetta gerðist:
1. Lagt fram bréf Skíðaráðs Reykjavíkur dags. 26. jan. sl. varðandi Skíðamót Íslands 2011.
2. Rætt um styrki ráðsins. Úthlutað verður á næsta fundi.
Kl. 10.50 kom Ingvar Sverrisson á fundinn.
Kl. 10.55 kom Marta Guðjónsdóttir á fundinn.
3. Lagðar fram tillögur um sumarstarfsemi ÍTR.
Skrifstofustjóra tómstundamála falið að gera minnisblað um rekstur smíðavalla fyrir næsta fund.
4. Lagt fram bréf hverfisráðs Breiðholts dags. 28. febrúar sl. varðandi Bergin í Breiðholti.
5. Lagt fram bréf hverfisráðs Breiðholts dags. 28. febrúar sl. varðandi aðstöðu fyrir skátastarf í Breiðholti.
6. Lagt fram afrit af bréfi skrifstofustjóra borgarstjórnar dags. 24. febrúar sl. þar sem fram kemur að borgarstjóra sé falið að koma á fót samvinnuhópi milli sviða sem vinni aðgerðaráætlun í atvinnumálum ungs fólks.
7. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar dags. 4. mars sl. með bréfi Umboðsmanns barna dags. 2. mars sl. vegna niðurskurðar hjá sveitarfélögum landsins.
Vísað til umfjöllunar í Reykjavíkurráði ungmenna.
8. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar dags. 3. mars sl. vegna skýrslu um leikskóla/grunnskóla/frístundaheimili.
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins óskuðu umsagnar starfsmanna ÍTR og fl. um skýrsluna.
Íþrótta- og tómstundaráð samþykkti samhljóða eftirfarandi tillögu:
ÍTR samþykkir að óska eftir formlegum umsögnum frá verkefnisstjórum frístundaheimila, starfsmönnum frístundaheimila, forstöðumönnum frístundamiðstöðva og ungmennaráða vegna tillagna borgarstjórnarmeirihluta Samfylkingar og Besta flokksins um samrekstur og sameiningu grunnskóla, frístundaheimila og félagsmiðstöðva.
Samþykkt.
9. Lagðar fram hugmyndir starfsmanna tómstundasviðs um hlutverk frístundamiðstöðva.
10. Lagt fram svar við fyrirspurn vegna 5. liðar síðustu fundargerðar vegna Knattspyrnufélagsins Fram.
11. Lagðar fram niðurstöður úr könnun vegna félagsmiðstöðva.
12. Lagt fram bréf framkvæmdastjóra ÍTR dags. 22. febrúar sl. varðandi fyrirkomulag námskeiða og gjaldskrá í Siglunesi og opnunartíma og gjaldskrá á Ylströnd.
Fyrirkomulagi því sem fram kemur í bréfinu er vísað til deildarstjóra Ylstrandar og Sigluness.
Árni Jónsson frá Ylströndinni og Óttar Hrafnkelsson frá Siglunesi kynntu starfsemina.
Ráðið þakkaði þeim fyrir góðar kynningar og móttöku.
Fundi slitið kl. 13.45.
Eva Einarsdóttir
Ragnar Hansson Eva Baldursdóttir
Kjartan Magnússon Óskar Örn Guðbrandsson
Marta Guðjónsdóttir