Íþrótta- og tómstundaráð – starfaði til 2022 - og tómstundaráð

Íþrótta- og tómstundaráð – starfaði til 2022

ÍÞRÓTTA- OG TÓMSTUNDARÁÐ

Ár 2011, föstudaginn 14. janúar var haldinn 127. fundur íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn á Höfðatorgi og hófst kl. 10.50. Viðstaddir: Eva Einarsdóttir formaður, Diljá Ámundadóttir, Eva H. Baldursdóttir, Hilmar Sigurðsson og Björn Gíslason. Jafnframt: Hermann Valsson áheyrnarfulltrúi, Steinþór Einarsson skrifstofustjóri, Ómar Einarsson framkvæmdastjóri og Helga Björnsdóttir skrifstofustjóri sem skrifaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar dags. 5. janúar sl. þar sem tilkynnt er að Eva Einarsdóttir verði formaður íþrótta- og tómstundaráðs.

2. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar dags. 10. desember sl. varðandi bréf ÍBR vegna fjárhagsáætlunar.

3. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar dags. 27. desember sl. varðandi erindi um skátastarf í Breiðholti frá SSR.

4. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar dags. 6. janúar sl. vegna stefnumótunar í íþróttamálum

Kl. 11.00 kom Soffía Pálsdóttir á fundinn.

5. Lagt fram bréf skrifstofustjóra velferðaráðs dags. 22. des sl. varðandi breytingar á gjaldtöku vegna sundferða aldraðra.

6. Lagt fram bréf TBR dags. 20. desember sl. varðandi styrk vegna framkvæmda á vegum félagsins.

Kl. 11.05 kom Geir Sveinsson á fundinn.

7. Lagt fram yfirlit um aðsókn að sundstöðum 2010.

Kl. 11.20 kom Kjartan Magnússon á fundinn.

8. Rætt um aðstöðu til leikja á útivistarsvæðum.

9. Lögð fram starfsáætlun ÍTR 2011.

10. Lögð fram skýrsla starfshóps um Frístundaakstur dags. 11. jan. sl.

11. Lögð fram ársskýrsla GR fyrir árið 2010.

Fundi slitið kl. 12.00.

Eva Einarsdóttir

Diljá Ámundadóttir Eva H. Baldursdóttir
Hilmar Sigurðsson Kjartan Magnússon
Geir Sveinsson Björn Gíslason