Íþrótta- og tómstundaráð – starfaði til 2022 - og tómstundaráð

Íþrótta- og tómstundaráð – starfaði til 2022

ÍÞRÓTTA- OG TÓMSTUNDARÁÐ


Ár 2010, föstudaginn 27. ágúst var haldinn 115. fundur íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn á Bæjarhálsi 1 og hófst kl. 9.15. Viðstaddir: Diljá Ámundadóttir formaður, Eva H. Baldursdóttir, Hilmar Sigurðsson, Ragnar Hansson,Geir Sveinsson, Kjartan Magnússon og Marta Guðjónsdóttir. Jafnframt: Hermann Valsson áheyrnarfulltrúi, Soffía Pálsdóttir skrifstofustjóri, Steinþór Einarsson skrifstofustjóri, Gísli Árni Eggertsson skrifstofustjóri, Ómar Einarsson framkvæmdastjóri og Helga Björnsdóttir skrifstofustjóri sem skrifaði fundargerð.

Þetta gerðist:


1. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar dags. 9. júlí sl. vegna kjörs í íþrótta- og tómstundaráð þar sem tilkynnt er að Marta Guðjónsdóttir taki sæti Björns Gíslasonar í ráðinu og hann verði jafnframt varamaður.

2. Lagðar fram til undirritunar siðareglur kjörinna fulltrúa.

3. Lagt fram bréf fjármálastjóra Reykjavíkurborgar dags. 9. f.m. vegna undirbúnings að fjárhagsáætlun fyrir árið 2011 og gerð þriggja ára áætlunar 2012 - 2014.
Jafnframt lögð fram bréf borgarstjóra dags. 18. ágúst sl. varðandi fimm ára fjárhagsáætlun og tímasetningar vegna fjárhagsáætlunar.

4. Lagt fram bréf framkvæmdastjóra ÍTR dags. 20. ágúst sl. með tillögu um breytingar á samþykkt fyrir íþrótta- og tómstundaráð.
Samþykkt samhljóða.

5. Lagt fram minnisblað skrifstofu borgarstjóra dags. 24. júní sl. vegna aðstöðumála karatedeildar Íþróttafélagsins Leiknis. Jafnframt lagt fram bréf Íþróttafélagsins Leiknis dags. 10. þ.m. vegna húsnæðismála félagsins. Einnig lögð fram umsögn ÍBR dags. 20. s.m.
Tekið er jákvætt í erindið og vísað til skrifstofutjóra íþróttamála.

6. Lagt fram bréf ÍBR dags. 25. júní sl. vegna tillögu um eflingu almenningsíþróttastarfs í hverfum borgarinnar og ósk um samstarf við ÍTR og styrk frá íþrótta- og tómstundaráði.
Vísað til gerðar fjárhagsáætlunar. Jafnframt er óskað eftir nánari upplýsingum.

7. Lagt fyrir að nýju bréf Glímufélagsins Ármanns dags. 20. júní sl. vegna húsnæðismála kraftlyftingadeild félagsins, jafnframt lögð fram umsögn ÍBR um málið dags. 21. júlí sl.
Vísað til gerðar fjárhagsáætlunar.

8. Lagt fram minnisblað skrifstofu borgarstjórnar dags. 28. júní sl. vegna tillögu hverfisráðs Breiðholts frá 1. júní sl. um þátttöku barna í íþróttum.
Vísað til starfshóps um ódýrari frístundir.

9. Lagt fram minnisblað skrifstofustjóra tómstundamála dags. 7. júlí sl. vegna starfshóps ÍTR, ÍBR og Samfoks um forvarnir.
Samþykkt að sameina starfshóp um forvarnir og starfshóp um ódýrari frístundir og Samfok fái fulltrúa í hópinn.

Kl. 10.30 kom Einar Örn Benediktsson á fundinn.

10. Lagt fram bréf Íshokkísambands Íslands dags. 20. júlí sl. vegna heimsmeistaramóts í íshokkí kvenna, 4 deild, í Reykjavík 2011 og ósk um styrk vegna þessa.
Vísað til framkvæmdastjóra ÍTR.

11. Lagt fram bréf Sjósunds- og Sjóbaðsfélag Reykjavíkur dags. 8. júní sl. vegna aðstöðu í Nauthólsvík
Vísað til Framkvæmda- og eignasviðs.

12. Lagt fram bréf framkvæmda- og eignasviðs dags. 2. júlí sl. vegna aðstöðu fyrir Kayakklúbbinn á eiðinu við Geldinganes og jafnframt lagt fram að nýju bréf Skipulags- og byggingasviðs dags. 3. maí sl.
Vísað til skipulags- og byggingasviðs.

13. Lagður fram samstarfssamningur um rekstur miðbæjarathvarfs milli ÍTR, Velferðasviðs og Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

14. Lögð fram skýrsla um samstarf ÍTR, Leikskólasviðs, Menntasviðs og Menningar- og ferðamálasviðs um menningaruppeldi.

15. Lagt fram minnisblað Skátafélags Reykjavíkur dags. 1. júlí sl. vegna endurnýjunar á þjónustusamningi Reykjavíkurborgar og SSR.
Vísað til gerðar fjárhagsáætlunar.

16. Lagt fram minnisblað ÍBR dags. 21. júlí sl. vegna endurnýjunar á þjónustusamningum við íþróttafélögin í borginni.
Vísað til gerðar fjárhagsáætlunar.

17. Lagt fram svar vegna fyrirspurnar á síðasta fundi um skíðamál.

18. Lagt fram minnisblað framkvæmdastjóra ÍTR dags. 24. ágúst sl. um starfshóp um ódýrari frístundir.

19. Lagt fram bréf Knattspyrnufélagsins Vals dags. 12. ágúst sl. vegna beiðni um fjárveitingu til endurbóta á eldra húsnæði félagsins.
Vísað til gerðar fjárhagsáætlunar.

20. Starfsdagur ráðsins og starfsmanna verður 17. september kl. 09:00-16:00.

21. Lagðar fram upplýsingar um stöðuna á frístundaheimilum.

22. Lögð fram eftirfarandi tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins
Sl. miðvikudag voru tvær færanlegar kennslustofur settar á skólalóð Vesturbæjarskóla í því skyni að bæta úr húsnæðisþörf frístundaheimilisins Skýjaborga en fyrir var ein stök stofa á skólalóðinni, sem notuð er í þágu þess. Nemendur í Vesturbæjarskóla og foreldrar þeirra hafa lýst yfir mikilli óánægju með þessar framkvæmdir þar sem aðstaða til leikja og íþrótta hefur þannig verið skert verulega á umræddri skólalóð, sem er með hinum minnstu í borginni. Fulltrúar Sjálfstæðiflokksins leggja til að leitað verði annarra leiða til að bæta úr húsnæðisvanda barnanna. Í því sambandi skal skoða möguleika á að frístundaheimilið fái aukna aðstöðu í skólahúsnæðinu eða í lausu húsnæði í grenndinni t.d. á svokölluðum BYKO-reit eða við Sólvallagötu. Einnig mætti skoða hvort unnt sé að koma umræddum færanlegum kennslustofum fyrir tímabundið á BYKO-reitnum eða Vesturvallagötu. Þá er lagt til að sem fyrst verði ráðist í framkvæmdir við lagningu battavallar á lóð Vesturbæjarskóla svo þau áform verði að veruleika að slíkur völlur komi á árinu 2010 eins og samþykkt var á vettvangi ÍTR sl. vetur.

Kl. 11.00 vék Kjartan Magnússon af fundi.

Tillagan samþykkt svo breytt:
Íþrótta- og tómstundaráð leggur til að leitað verði annarra leiða til að bæta úr húsnæðismálum frístundaheimilisins en að skerða leikaðstöðu barnanna. Í því sambandi skal skoða möguleika á að frístundaheimilið fái aðstöðu í lausu húsnæði í grenndinni. Sl. miðvikudag voru tvær færanlegar kennslustofur settar á skólalóð Vesturbæjraskóla í því skyni að bæta úr húsnæðisþörf frístundaheimilisins Skýjaborgum en fyrir var ein stök stofa á skólalóðinni, sem notuð er í þágu þess. Nemendur í Vesturbæjarskóla og foreldrar þeirra hafa lýst yfir óánægju með þessar framkvæmdir þar sem aðstaða til leikja og íþrótta hefur þannig verið skert verulega á umræddri skólalóð, sem er með hinum minnstu í borginni.


Fundi slitið kl. 11.25.

Diljá Ámundadóttir

Eva H. Baldursdóttir Hilmar Sigurðsson
Einar Örn Benediktsson Marta Guðjónsdóttir
Geir Sveinsson