Íþrótta- og tómstundaráð – starfaði til 2022 - og tómstundaráð

Íþrótta- og tómstundaráð – starfaði til 2022

ÍÞRÓTTA- OG TÓMSTUNDARÁÐ

Ár 2010, föstudaginn 22. desember var haldinn 126. fundur íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 12.10. Viðstaddir: Diljá Ámundadóttir formaður, Eva H. Baldursdóttir, Hilmar Sigurðsson, Einar Örn Benediktsson, Kjartan Magnússon, Björn Gíslason og Geir Sveinsson. Jafnframt: Steinþór Einarsson skrifstofustjóri íþróttamála, Soffía Pálsdóttir skrifstofustjóri tómstundamála, Ómar Einarsson framkvæmdastjóri og Gísli Árni Eggertsson skrifstofustjóri sem skrifaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Lagt fram að nýju bréf framkvæmdastjóra ÍTR dags. 7. desember sl. sbr. fundargerð 125. fundar ásamt drögum að samningi milli ÍBR, ÍTR og borgaryfirvalda um styrki til íþróttafélaga 2011.
Íþrótta- og tómstundaráð samþykkir samningsdrögin fyrir sitt leyti og vísar þeim til borgarráðs.

2. Lagt fram bréf framkvæmdastjóra ÍTR dags. 20. desember sl. ásamt drögum að samningum við íþróttafélögin Fylki, Þrótt og Ármann um rekstur íþróttamannvirkja í eigu borgarinnar.
Íþrótta- og tómstundaráð samþykkir samningsdrögin fyrir sitt leyti og vísar þeim til borgarráðs.

3. Lagt fram minnisblað framkvæmdastjóra ÍTR dags. 20. desember sl. vegna fyrirkomulags styrkja til æskulýðsfélaga árið 2011.

Fundi slitið kl. 13.00

Diljá Ámundadóttir

Eva H. Baldursdóttir Kjartan Magnússon
Hilmar Sigurðsson Geir Sveinsson
Einar Örn Benediktsson Björn Gíslason