No translated content text
Íþrótta- og tómstundaráð – starfaði til 2022
ÍÞRÓTTA- OG TÓMSTUNDARÁÐ
Ár 2014, föstudaginn 14. febrúar var haldinn 200. fundur íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn í Höfðatorgi og hófst hann kl. 11.15
Viðstödd: Eva Einarsdóttir formaður, Ragnar Hansson varamaður fyrir Diljá Ámundadóttur, Eva Baldursdóttir, Bjarni Þór Sigurðsson, Björn Gíslason og Jarþrúður Ásmundsdóttir varamaður fyrir Kjartan Magnússon.
Einnig: Frímann Ari Ferdinandsson ÍBR, Steinþór Einarsson skrifstofustjóri, Gísli Árni Eggertsson skrifstofustjóri og Helga Björnsdóttir skrifstofustjóri sem skrifaði fundargerð.
Þetta gerðist:
1. Lagt fram að nýju bréf Adrenalíns dags. 10. des. sl. vegna Gufunesbæjar og Fjölskyldu- og húsdýragarðsins.
Jafnframt lögð fram umsögn forstöðumanns Fjölskyldu- og húsdýragarðsins dags. 21. janúar.
Umsögnin samþykkt.
2. Lagt fram bréf Keilusambands Íslands dags. 4. febrúar sl. vegna fjölgunar barna og unglinga sem æfa keilu í Reykjavík.
Vísað til skoðunar framkvæmdastjóra.
3. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar dags. 24. janúar sl. vegna fundargerða fagráða Reykjavíkurborgar.
4. Lagt fram bréf fjármálastjóra Reykjavíkurborgar um tíma- og verkáætlun vegna undirbúnings fjárhagsáætlunar og fimm ára áætlunar 2015-2019.
5. Ákveðið að starfsdagur ráðsins verði 28. febrúar kl. 11:00-14:00.
6. Lagt fram bréf framkvæmdastjóra ÍTR dags. 11. febrúar sl. vegna styrkjamála.
Samþykkt með 4 atkvæðum meirihluta. Sjálfstæðismenn sátu hjá.
7. Rætt um heimsókn ráðsins til Akureyrar í mars nk.
8. Skrifstofustjóri þjónustu og rekstrar sagði frá ástandi á völlum í Reykjavík vegna klaka sem liggur yfir grasinu. Jafnframt sagt frá aðgerðum sem unnið hefur verið að, til að taka á vandanum og koma í veg fyrir skemmdir.
kl. 11.37 kom Kjartan Magnússon á fundinn.
9. Fram fer umræða um samningaviðræður Reykjavíkurborgar við Ungmennafélagið Fjölni og Íþróttafélag Reykjavíkur
Fundi slitið kl. 12.00.
Eva Einarsdóttir
Eva Baldursdóttir Ragnar Hansson
Bjarni Þór Sigurðsson Björn Gíslason
Jarþrúður Ásmundsdóttir Kjartan Magnússon