Íþrótta- og tómstundaráð – starfaði til 2022 - og tómstundaráð

Íþrótta- og tómstundaráð – starfaði til 2022

ÍÞRÓTTA- OG TÓMSTUNDARÁÐ


Ár 2010, föstudaginn 8. október var haldinn 118. fundur íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn í Frístundamiðstöðinni Frostaskjóli og hófst kl. 11.10. Viðstaddir: Diljá Ámundadóttir formaður, Eva H. Baldursdóttir, Hilmar Sigurðsson, Einar Örn Benediktsson, Marta Guðjónsdóttir og Geir Sveinsson. Jafnframt: Hermann Valsson áheyrnarfulltrúi, Frímann Ari Ferdinardsson ÍBR, Soffía Pálsdóttir skrifstofustjóri, Steinþór Einarsson skrifstofustjóri, Ómar Einarsson framkvæmdastjóri og Helga Björnsdóttir skrifstofustjóri sem skrifaði fundargerð.

Þetta gerðist:


1. Lögð fram að nýju viðhorfskönnun vegna frístundaheimila. Skrifstofustjóri tómstundasviðs kynnti könnunina.
Íþrótta- og tómstundaráð lagði fram eftirfarandi bókun:
Íþrótta- og tómstundaráð fagnar niðurstöðum viðhorfskönnunar foreldra til starfsemi frístundaheimila. Af þeim má ráða að mikil ánægja ríkir almennt um starfsemi frístundaheimila í Reykjavíkurborg. Þá vill ráðið sérstaklega benda á að 91#PR svarenda eru ánægð með framkomu starfsfólks á frístundaheimilum, sem er að mati ráðsins mikilvægasti þáttur starfsins, kærleikur og hlýjan. Ráðið þakkar því starfsfólki ÍTR fyrir vel unnin störf á frístundaheimilum og hvetur það að halda uppi metnaðinum í starfinu og viðhalda frábæru þjónustustigi.

kl. 11.40 kom Kjartan Magnússon á fundinn.

2. Rætt um gerð fjárhagsáætlunar 2011.

3. Lagt fram bréf Ungmennafélagsins Fjölnis dags. 29. sept. sl. vegna aðstöðu félagsins við Dalhús.
Vísað til framkvæmdastjóra.

4. Lagt fram bréf FRÍ dags. 30. sept. sl. vegna Evrópubikarkeppni í frjálsum íþróttum í Reykjavík 18-19. júní 2011.

5. Lagt fram bréf Íshokkísambands Íslands dags. 6. okt. sl. vegna HM kvenna – 4. deild í íshokkí í Reykjavík 2011.
Vísað til skoðunar framkvæmdastjóra ÍBR og ÍTR og stjórnar Skautahallarinnar.

kl. 12.10 kom Gísli Árni Eggertsson á fundinn.

6. Lagt fram bréf TBR dags. 5. okt. sl. vegna tennishúss.

7. Lagt fram bréf ÍBR dags. 6. okt. sl. vegna nýs samnings við Reykjavíkurmaraþon.

8. Lögð fram að nýju tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokks frá síðasta fundi vegna íþróttasvæðis Fram í Úlfarsárdal.
Íþrótta- og tómstundaráð Reykjavíkur beinir því til borgarráðs að haldið verði áfram framkvæmdum á íþróttasvæði Fram í Úlfarsárdal með það að markmiði að gervigrasvöllur og grasæfingasvæði verði tekin þar í notkun á árinu 2011.
Frestað.

9. Rætt um húsnæðismál frístundaheimilis við Háteigsskóla.

10. Kjartan Magnússon lagði fram eftirfarandi fyrirspurn:
Óskað er eftir upplýsingum um stöðu viðræðna Reykjavíkurborgar við Íþróttafélag Reykjavíkur um að það taki að sér rekstur íþróttahúss Seljaskóla. Umræddar viðræður hófust sl. vetur og telja fulltrúar Sjálfstæðisflokksins mikilvægt að þær verði farsællega til lykta leiddar sem fyrst.
Framkvæmdastjóri svaraði fyrirspurninni.

11. Guðrún Kaldal forstöðumaður kynnti starfsemi frístundamiðstöðvarinnar Frostaskjóls og frístundaheimilið Frostheimar og KR heimilið var skoðað.

Fundi slitið kl. 12.40

Diljá Ámundadóttir

Eva H. Baldursdóttir Hilmar Sigurðsson
Einar Örn Benediktsson Marta Guðjónsdóttir
Geir Sveinsson Kjartan Magnússon