Íþrótta- og tómstundaráð – starfaði til 2022
ÍÞRÓTTA- OG TÓMSTUNDARÁÐ
Ár 2010, miðvikudaginn 29. september var haldinn 117. fundur íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn í Hinu Húsinu og hófst kl. 10.05. Viðstaddir: Diljá Ámundadóttir formaður, Eva H. Baldursdóttir, Hilmar Sigurðsson, Einar Örn Benediktsson og Björn Gíslason. Jafnframt: Hermann Valsson áheyrnarfulltrúi, Soffía Pálsdóttir skrifstofustjóri, Steinþór Einarsson skrifstofustjóri, Gísli Árni Eggertsson skrifstofustjóri, Ómar Einarsson framkvæmdastjóri og Helga Björnsdóttir skrifstofustjóri sem skrifaði fundargerð.
Þetta gerðist:
1. Lagt fram bréf Steinunnar Sigurðardóttur dags. 22. sept. sl. varðandi aðstöðu fyrir fötluð börn í viðveru unglinga í Öskjuhlíðarskóla.
2. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarráðs dags. 16. sept. sl. um samþykkt borgarráðs um húsnæði frístundaheimila.
3. Lagt fram bréf hverfisráðs Hlíða dags. 22. september sl. þar sem vísað er til íþrótta- og tómstundaráðs erindi íbúa um líkamsræktaræfingaaðstöðu á Klambratúni, í Öskjuhlíð og í Nauthólsvík.
Vísað til Framkvæmda- og eignasviðs og Umhverfis- og samgöngusviðs.
- Kl. 10.15 kom Geir Sveinsson á fundinn.
4. Lagt fram bréf Samráðshóps um forvarnir í Reykjavík dags. 13. sept. sl. varðandi skemmtanahald barna og ungmenna.
Vísað til framkvæmdastjóra ÍTR.
- Kl. 10.25 kom Kjartan Magnússon á fundinn.
5. Lagt fram bréf Íbúasamtaka Grafarholts dags. 7. sept. sl. varðandi aðstöðu Knattspyrnufélagsins Fram í Grafarholti og Úlfarsárdal.
- Kl. 10.30 kom Ingvar Sverrisson á fundinn.
Fulltrúar Sjálfsstæðisflokks lögðu fram svofellda tillögu:
Íþrótta- og tómstundaráð Reykjavíkur beinir því til borgarráðs að haldið verði áfram framkvæmdum á íþróttasvæði Fram í Úlfarsárdal með það að markmiði að gervigrasvöllur og grasæfingasvæði verði tekin þar í notkun á árinu 2011.
Greinargerð fylgir tillögunni.
Frestað.
6. Lagt fram bréf Ungmennafélags Kjalnesinga dags. 8. sept. sl. með ósk um styrk fyrir stöðu íþróttafulltrúa.
Vísað til gerðar fjárhagsáætlunar.
7. Lagt fram bréf Knattspyrnufélagsins Þróttar dags. 23. sept. sl. vegna aðstöðumála félagsins.
8. Lagt fram afrit af bréfi skólastjóra Háteigsskóla og skrifstofustjóra tómstundamála til menntaráðs dags. 23. sept. sl. vegna húsnæðismála frístundaheimilis Háteigsskóla.
Samþykkt að senda erindið til Framkvæmda- og eignasviðs.
9. Lögð fram tillaga Besta flokksins og Samfylkingarinnar um úttekt á jafnrétti í íþróttafélögum:
Íþrótta- og tómstundaráð samþykkir að óska eftir því að Mannréttindaskrifstofa Reykjavíkur geri ítarlega úttekt á jafnréttismálum í öllum íþróttagreinum og öllum íþróttfélögum í Reykjavík. Tekið verður mið af æfingatíma, aðstöðu og gæði þjálfunar hjá börnum og unglingum.
Samþykkt samhljóða.
10. Lögð fram viðhorfskönnun meðal foreldra barna á frístundaheimilum veturinn 2009-2010.
Frestað.
11. Lögð fram eftirfarandi bókun íþrótta- og tómstundaráðs:
Íþrótta- og tómstundaráð þakkar starfsmönnum frístundaheimila fyrir frábærlega vel unnin störf við að vinna á biðlista frístundaheimilanna. Þið hafið öll lagst á eitt og hjálpast að og árangurinn er frábær.
12. Lögð fram ársskýrsla Knattspyrnufélagsins Víkings 2009-2010.
13. Rætt um fjárhagsáætlun 2011.
14. Rætt um málefni Kjalness.
Fundi slitið kl. 11.55
Diljá Ámundadóttir
Eva H. Baldursdóttir Hilmar Sigurðsson
Einar Örn Benediktsson Kjartan Magnússon
Geir Sveinsson Björn Gíslason