Íþrótta- og tómstundaráð – starfaði til 2022 - og tómstundaráð

Íþrótta- og tómstundaráð – starfaði til 2022

ÍÞRÓTTA- OG TÓMSTUNDARÁÐ

Ár 2004, miðvikudaginn 3. nóvember var haldinn 354. fundur Íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Fríkirkjuvegi 11 og hófst kl.11:30. Viðstaddir voru: Anna Kristinsdóttir formaður, Grímur Atlason, Kjartan Magnússon, Benedikt Geirsson, Ingvar Sverrisson og Margrét Sverrisdóttir. Jafnframt: Ómar Einarsson framkvæmdastjóri, Gísli Árni Eggertsson aðstoðar-framkvæmdastjóri og Helga Björnsdóttir skrifstofustjóri sem skrifaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1 Lögð fram fundargerð seinsta fundar.

2. Lagt fram yfirlit um embættisfærslur sem fram hafa farið á skrifstofu ÍTR.

3. Lagt fram bréf ÍBR dags. 13. okt. sl. ásamt þinggerð 42. þings ÍBR og ýmsum kynningarbæklingum.

4. Lagt fram afrit af bréfi borgarstjóra dags. 14. okt. sl. til borgarrráðs vegna stjórnkerfisbreytinga hjá Reykjavíkurborg.

5. Lagt fram bréf skipulagsfulltrúa dags. 11. okt. sl. varðandi sparkvöll í Skerjafirði.

6. Lagt fram minnisblað um úthlutun úr Afreks- og styrktarsjóði til reykvískra ólympíufara 2004.

7. Lagt fram bréf Siglingafélagsins Brokeyjar dags. 18. okt. sl. varðandi aðstöðu félagsins við Reykjavíkurhöfn.
Vísað til Reykjavíkurhafnar, Skipulags- og umhverfissviðs og TRH.

8. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjóra dags. 19. okt. sl. varðandi viðræður við GR vegna aðstöðumála félagsins.
Vísað til framkvæmdastjóra og formanns ÍTR.

9. Lagður fram samningur við Fræðslumiðstöð vegna afnota af íþróttasölum skóla til íþróttaæfinga.

10. Lagt fram bréf Skátasambands Reykjavíkur dags. 20. okt. sl. vegna rekstrarstyrkja.
Jafnframt lögð fram ársskýrsla og ársreikningur SSR fyrir árið 2003.
Vísað til meðferðar styrkja.

Kl. 12:00 kom aðstoðarframkvæmdastjóri á fundinn.

11. Lagt fram að nýju bréf Sundsambands Íslands sbr. 352. fund lið 10 varðandi afnot af sundlaugum í Reykjavík.
Jafnframt lagt fram minnisblað íþróttafulltrúa dags. 28. okt. sl. varðandi notkun innilaugar í Laugardalslaug.

12. Lagt fram bréf Hverfisráðs Hlíða dags. 21. okt. sl. varðandi smíðavöll við Hlíðaskóla.
Jafnframt lagt fram bréf æskulýðsfulltrúa vegna málsins.

13. Lagt fram bréf Hverfisráðs Hlíða dags. 21. okt. sl. varðandi leikfimi leikskólabarna í íþróttahúsum borgarinnar.
Jafnframt lagt fram minnisblað íþróttafulltrúa varðandi fyrirspurnina.

14. Lagt fram bréf Guðmundar Valdimarsson varðandi mögulega staðsetningu pylsuvagns við Árbæjarlaug.
Jafnframt lagt fram bréf framkvæmdastjóra dags. 29. okt. sl. varðandi erindið.

15. Lagt fram bréf Skátafélagsins Seguls dags. 25. okt. sl. með ósk um framkvæmdastyrk.
Vísað til umsagnar Skátasambands Reykjavíkur.

16. Lagt fram bréf stjórnar Skautafélagsins Bjarnarins dags. 26. okt. sl. varðandi rekstrar- og framkvæmdastyrki til félagsins.
Vísað til meðferðar styrkja.

17. Lagt fram bréf verkefnisstjóra viðburða Höfuðborgarstofu dags. 25. okt. varðandi vetrarhátíð í Reykjavík 17.-20. febrúar 2005.
Vísað til markaðsstjóra ÍTR.

18. Lögð fram starfsáætlun Vesturgarðs vegna 2005.

19. Lögð fram skýrsla um #GLMat á starfsemi Vesturgarðs 2004#GL sem unnin var á vegum ÍTR, Fræðslumiðstöðvar, Félagsþjónustunnar og Leikskóla Reykjavíkur.

20. Lögð fram skýrslan jaðaríþróttir - nýr vettvangur æskulýðs - eftir Hafstein Snæland.
Vísað til umsagnar jaðaríþróttanefndar.

21. Lögð fram drög að framkvæmdaáætlun Fasteignastofu vegna íþrótta- og tómstundamála.

22. Lögð fram skýrsla ÍBR um framtíðarstefnumótun ÍBR-ÍTR.
Vísað til stefnumótunarhóps ÍTR

23. Lögð fram skýrslan - Framtíð fyrir alla: Ungt fólk og brottfall úr framhaldsskólum 2004 -

24. Lögð fram skýrsla Vinnumiðlunar ungs fólks vegna ársins 2004 ásamt skýrslu um skapandi sumarhópa 2004.

25. Lagt fram samkomulag milli Fræðslumiðstöðvar og ÍTR vegna dagvistarþjónustu eldri nemenda við Öskjuhlíðarskóla.

26. Lagt fram bréf borgarráðs dags. 29. okt. sl. þar sem óskað er eftir umsögn ráðsins vegna málsmeðferðarreglna vínveitingaleyfa.
Frestað.

Fundi slitið kl. 13:00.

Anna Kristindóttir

Ingvar Sverrisson Grímur Atlason
Benedikt Geirsson Kjartan Magnússon