Íþrótta- og tómstundaráð – starfaði til 2022 - og tómstundaráð

Íþrótta- og tómstundaráð – starfaði til 2022

ÍÞRÓTTA- OG TÓMSTUNDARÁÐ

Ár 2010, föstudaginn 11. júní var haldinn 113. fundur íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn á Bæjarhálsi 1 og hófst kl. 11.00.Viðstaddir: Kjartan Magnússon formaður, Valgerður Sveinsdóttir, Björn Gíslason, Sigfús Ægir Árnason, Sóley Tómasdóttir og Oddný Sturludóttir. Jafnframt: Egill Örn Jóhannsson áheyrnarfulltrúi, Soffía Pálsdóttir skrifstofustjóri, Steinþór Einarsson skrifstofustjóri, Gísli Árni Eggertsson skrifstofustjóri, Ómar Einarsson framkvæmdastjóri og Helga Björnsdóttir skrifstofustjóri sem skrifaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Lagðar fram ársskýrslur ÍR, TBR, GR, Fram, KR, Þróttar og Ármanns fyrir árið 2009.

2. Lagt fram bréf Knattspyrnufélagsins Vals dags. 20. maí sl. vegna 100 ára afmælis félagsins 2011.
Vísað til gerðar fjárhagsáætlunar næsta árs.

3. Lögð fram beiðni um sparkvöll við Skeljagranda.
Vísað til Framkvæmda- og eignasviðs og Umhverfis- og samgöngusviðs.

kl. 11.10 kom Felix Bergsson á fundinn.

4. Lagt fram bréf skipulagsstjóra dags. 7. júní sl. þar sem fram kemur að að stækkun grasæfingavallar í Leirdal hafi verið samþykkt.

5. Lögð fram samantekt hugmynda frá íbúafundum um menntamál og íþrótta- og tómstundamál veturinn 2009-2010.

6. Lögð fram að nýju tillaga v. Keilugranda sbr. 8. lið111. fundar:
Íþrótta- og tómstundaráð óskar eftir því við borgarráð að kannaðir verði möguleikar á að Reykjavíkurborg leysi til sín lóðina Keilugranda 1 af skipulagsástæðum með það að markmiði að hún muni í framtíðinni að hluta til eða að öllu leyti nýtast í þágu íþrótta- og æskulýðsstarfs í Vesturbænum.
Samþykkt með fjórum atkvæðum Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks.
Lögð fram eftirfarandi bókun Samfylkingar:
Það er afar brýnt að KR-ingar geti þróað starfsemi sína í Vesturbænum á komandi árum. Þar er Keilugrandinn og nágrenni fýsilegur kostur. Fulltrúar Samfylkingar og Vinstri grænna sitja þó hjá enda óeðlilegt að lóðamál og stórir samningar þeim tengdum séu á dagskrá ÍTR á viðkvæmum tímapunkti í samningsferlinu.
Lögð fram eftirfarandi bókun Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks:
Ekkert er óeðlilegt við það að íþrótta- og tómstundaráð samþykki tillögur og ábendingar til borgarráðs, sem miða að því að bæta aðstöðu í þágu íþrótta- og æskulýðsstarfsemi í borginni. Í umræddu tilviki er um að ræða áskorun til borgarráðs um að beita sér fyrir úrbótum á aðstöðu fyrir íþrótta- og æskulýðsstarf í Vesturbænum. Umrædd tillaga var lögð fyrir ÍTR 7. maí sl. en var þá frestað að ósk fulltrúa Samfylkingar og Vinstri grænna. Fullkomlega eðlilegt er að ÍTR lýsi yfir vilja sínum í þessu máli og hörmum við að fulltrúar Samfylkingar og Vinstri grænna treysti sér ekki til að styðja málið með samþykkt fyrirliggjandi tillögu.
Lögð fram eftirfarandi bókun Samfylkingar:
Fulltrúar Samfylkingar og Vinstri grænna ítreka að þeir styðja við framtíðarsýn KR um frekari uppbyggingu í Vesturbænum.

7. Lögð fram dagskrá 17. júní.

8. Formaður þakkaði fulltrúum í ráðinu og embættismönnum fyrir kjörtímabilið.

Fundi slitið kl. 11.50.

Kjartan Magnússon

Valgerður Sveinsdóttir Björn Gíslason
Sigfús Ægir Árnason Felix Bergsson
Sóley Tómasdóttir Oddný Sturludóttir