Íþrótta- og tómstundaráð – starfaði til 2022 - og tómstundaráð

Íþrótta- og tómstundaráð – starfaði til 2022

ÍÞRÓTTA- OG TÓMSTUNDARÁÐ

Ár 2009, miðvikudaginn 20. maí var haldinn 88. fundur íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn á Bæjarhálsi 1 og hófst kl. 12:35. Viðstaddir: Kjartan Magnússon formaður, Valgerður Sveinsdóttir, Björn Gíslason, Sigfús Ægir Árnason, Stefán Jóhann Stefánsson, Sóley Tómasdóttir og Oddný Sturludóttir.
Einnig sátu fundinn: Hallgrímur Egilsson áheyrnarfulltrúi, Frímann Ari Ferdinardsson ÍBR, Soffía Pálsdóttir skrifstofustjóri, Steinþór Einarsson skrifstofustjóri, Gísli Árni Eggertsson skrifstofustjóri, Ómar Einarsson framkvæmdastjóri og Helga Björnsdóttir skrifstofustjóri sem skrifaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar dags. 6. maí sl. þar sem óskað er eftir umsögn ráðsins um rekstrarleyfi fyrir samkomusali í Reiðhöllinni í Víðidal.
Frestað.

2. Lagt fram bréf Skúla Björnssonar verkefnastjóra hjá FÍ dags. 8. maí sl. varðandi samstarf á Esjudeginum.
Vísað til framkvæmdastjóra.

3. Lögð fram að nýju tillaga Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks um golfvöll í Viðey.
Íþrótta- og tómstundaráð samþykkir að beina því til umhverfis- og
samgönguráðs, menningar- og ferðamálaráðs og skipulagsráðs Reykjavíkur að kanna kosti og galla lagningar golfvallar í Viðey.
Samþykkt með sex atkvæðum gegn einu.

Fulltrúi Vinstri grænna óskaði bókað:
Viðey er stórt og ósnortið útivistarsvæði sem á sér langa og merkilega sögu. Fulltrúi Vinstri grænna lýsir sig reiðubúinn til að kanna möguleika á fjölgun golfvalla í eða við Reykjavík í samstarfi við þau félög sem stofnuð hafa verið í kringum íþróttina teljist þörf á slíku, en getur ekki fallist á að einskorða þá vinnu við staðsetningu í Viðey.

Fulltrúar Samfylkingar óskuðu bókað:
Samþykkt ráðsins felur einvörðingu í sér að kanna kosti og galla þess að koma upp golfvelli í Viðey. Þegar niðurstaða þessarar könnunar liggur fyrir gerum við ráð fyrir að málið komi aftur til umfjöllunar hjá íþrótta- og tómstundaráði.

4. Framkvæmdastjóri sagði frá hugmyndum um samstarf við OR í Hvammsvík í sumar.

5. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar dags. 18. apríl sl. vegna tillagna frá Reykjavíkurráði ungmenna.
Á fundinn komu fulltrúar Reykjavíkurráðs ungmenna, Aron Snær Arnarson og Jón Áskell Þorbjarnarson og gerðu grein fyrir tillögum sínum um ungmennahús og fjármálafræðslu.

ÍTR vísar tillögu um ungmennahús til áframhaldandi skoðunar til tómstundaskrifstofu ráðsins. Jafnframt leggur ráðið til að virkt samráð verði haft við Reykjavíkurráð ungmenna um miðstöð fyrir ungt fólk í atvinnuleit sem áform eru um að rekin verði Austurbæjarbíói í sumar.

Íþrótta- og tómstundaráð vísar tillögunni um fjármálafræðslu til menntaráðs Reykjavíkurborgar með hvatningu um að fjármálafræðsla verði bætt í grunnskólum Reykjavíkur. Starfsfólk íþrótta- og tómstundaráðs er jafnframt hvatt til að huga að þeim ábendingum, sem fram koma í tillögunni, við skipulag og þróun æskulýðsstarfs fyrir unglinga.

6. Lagt fram að nýju skipurit fyrir Fjölskyldu- og húsdýragarðinn.
Skipuritið samþykkt.

7. Vinnufundur íþrótta- og tómstundaráðs verður 9. júní kl. 13:00.

8. Lagt fram bréf ÍBR dags. 8. maí sl. varðandi hugmyndir um íþróttaþorp í Laugardalnum.
Íþrótta- og tómstundaráð lýsir sig reiðubúið til að taka þátt í samstarfinu fyrir sitt leyti.

9. Rætt um atvinnumál ungs fólks.

Lögð fram eftirfarandi fyrirspurnir frá fulltrúum Samfylkingarinnar og Vinstri grænna
Nú stefnir í að stór hluti ungmenna á aldrinum 17-20 ára fái ekki vinnu í sumar. Þann 3. mars kölluðu fulltrúar Samfylkingarinnar og Vinstri grænna mjög eftir því á borgarstjórnarfundi hvernig forgangsraðað yrði við ráðningar ungmenna, nú þegar einsýnt var að eftirspurn eftir störfum yrði margfalt meiri en síðustu ár.
1) Hvaða skilaboð hafa borist frá meirihlutanum til þeirra sem sinna ráðningarmálum hjá Vinnumiðlun ungs fólks? Er verið að forgangsraða eftir aldri eða fjölskylduaðstæðum?
2) Ef engin slík pólitísk skilaboð hafa borist, hvernig hyggst meirihlutinn meta verklag sumarsins m.t.t. sumarstarfa ungmenna og hvernig hyggst hann taka ákvarðanir varðandi sumarið 2010, meðal annars m.t.t. þess að breyta viðmiðunaraldri Vinnuskólans?
3) Hefur verið rætt um aukafjárveitingu til atvinnusköpunar fyrir 17 og 18 ára ungmenni eins og veitt hefur verið undanfarin ár?
4) Hefur meirihlutinn rætt þann möguleika að tengja fjárhagsaðstoð sem atvinnulaus ungmenni hafa rétt á við atvinnusköpun?

Jafnframt lögð fram tillaga borgarstjórnar um skipulagt tómstunda- og sjálfboðaliðastarf fyrir 16-20 ára ungmenni.

Fundi slitið kl. 14:40

Kjartan Magnússon

Valgerður Sveinsdóttir Björn Gíslason
Sigfús Ægir Árnason Stefán Jóhann Stefánsson
Sóley Tómasdóttir Oddný Sturludóttir