Íþrótta- og tómstundaráð – starfaði til 2022
ÍÞRÓTTA- OG TÓMSTUNDARÁÐ
Ár 2009, miðvikudaginn 1. apríl var haldinn 85. fundur íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsinu hófst kl. 13.00. Viðstaddir: Kjartan Magnússon formaður, Valgerður Sveinsdóttir, Björn Gíslason, Sóley Tómasdóttir og Oddný Sturludóttir. Einnig sátu fundinn: Hallgrímur Egilsson áheyrnarfulltrúi, Soffía Pálsdóttir skrifstofustjóri, Steinþór Einarsson skrifstofustjóri, Bragi Þór Bjarnason fjármálastjóri, Ómar Einarsson framkvæmdastjóri og Helga Björnsdóttir skrifstofustjóri.
Þetta gerðist:
1. Lagt fram bréf ÍBR vegna aðildar Dansfélagsins Ragnars að ÍBR.
2. Lagt fram bréf framkvæmdastjóra ÍTR dags. 18. mars sl. vegna lengdrar viðveru fatlaðra framhaldsskólanema.
Kl. 13.10 komu Ingvar Sverrisson, Stefán Jóhann Stefánsson og Gísli Árni Eggertsson á fundinn.
3. Lagt fram yfirlit um æfingagjöld hjá íþróttafélögum.
Óskað eftir nánari upplýsingum fyrir næsta fund.
4. Lagt fram bréf skrifstofustjóra tómstundamála dags. 19. mars sl. f.h. forstöðumanna frístundamiðstöðva vegna starfsemi fyrir börn sumarið 2009.
Frestað til næsta fundar og vísað til frekari skoðunar framkvæmdastjóra og skrifstofustjóra tómstundamála.
5. Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 20. mars sl. þar sem starfshópi um atvinnumál er þakkað fyrir áfangaskýrslu og ráðinu fyrir umsögn um tillögu hópsins.
6. Framkvæmdastjóri ræddi um fjárhagsútkomu 2008.
Kl. 13.40 vék framkvæmdastjóri af fundi.
7. Lagt fram bréf nemenda í umhverfisráði Selásskóla þar sem þeir óska eftir nýjum fótboltavelli á skólalóðinni í stað malarvallar.
Vísað til framkvæmda- og eignasviðs og skipulagssviðs.
8. Lagt fram bréf vinnuhóps ÍTR og Menntaráðs dags. 30. mars sl. vegna samreksturs mannvirkja á Kjalarnesi.
Samþykkt það fyrirkomulag starfsemi sem fram kemur í bréfinu.
Íþrótta- og tómstundaráði lagði fram eftirfarandi bókun:
ÍTR fagnar umræddum breytingum og leggur áherslu á að hugmyndafræði ÍTR haldi sér í rekstri viðkomandi íþróttamannvirkja.
9. Málþing um samstarf í hverfum - dagskrá lögð fram.
10. Lagt fram yfirlit um opnun sundlauga á frídögum og helgidögum 2009.
11. Fjármálastjóri fór yfir rekstrarniðurstöðu ársins 2008.
Fundi slitið kl. 14.25.
Kjartan Magnússon
Valgerður Sveinsdóttir Björn Gíslason
Sóley Tómasdóttir Oddný Sturludóttir
Stefán Jóhann Stefánsson