Íþrótta- og tómstundaráð – starfaði til 2022 - og tómstundaráð

Íþrótta- og tómstundaráð – starfaði til 2022

ÍÞRÓTTA- OG TÓMSTUNDARÁÐ

Ár 2008, föstudaginn 11. janúar var haldinn 59. fundur íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn á Bæjarhálsi 1 og hófst kl. 12:05. Mættir: Björn Ingi Hrafnsson, Stefán Jóhann Stefánsson, Hermann Valsson, Anna Sigríður Ólafsdóttir, Kjartan Magnússon, Marta Guðjónsdóttir og Björn Gíslason. Jafnframt: Reynir Ragnarsson ÍBR, Soffía Pálsdóttir skrifstofustjóri, Ómar Einarsson framkvæmdastjóri og Helga Björnsdóttir skrifstofustjóri sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar dags. 14. des. 2007 vegna samþykktar tillögu í borgarráði um aðild ÍBR að UMFÍ.

2. Lögð fram tillaga Framsóknarflokks, Samfylkingar, Vinstri grænna og F-lista:
Lagt er til að frístundaheimili ÍTR verði rekin á heilsársgrunni frá og með vori 2008. Frístundaheimili ÍTR eru 34 og eru starfrækt frá skólabyrjun til skólaloka. Á sumrin rekur ÍTR sumarstarf í hverfum borgarinnar á tæplega 20 stöðum.
Frestað.

3. Lögð fram könnun á ímynd ÍTR unnin af Capacent í nóv. og des. 2007.

4. Lagt fram stöðumat, leikreglur og upplýsingar um kynningarmál vegna Frístundakortsins.

5. Lagt fram yfirlit um stöðu mála á frístundaheimilum.
Jafnframt lagt fram minnisblað skrifstofustjóra tómstundamála dags. 10. janúar sl. um sveigjanlega þjónustu á frístundaheimilum.

6. Lagt fram yfirlit um aðsókn að sundstöðum og Fjölskyldu- og húsdýragarði fyrir árið 2007.

7. Lagt fram bréf framkvæmdastjóra ÍTR dags. 10. janúar sl. varðandi skipulagsmál og líkamsræktarstöð við Árbæjarlaug.

8. Rætt um málefni Skvassfélagsins, Veggsports og húsnæðis að Stórhöfða 17.

9. Framkvæmdastjóri sagði frá stöðu mála varðandi S-kortið.

10. Lagt fram bréf framkvæmdastjóra ÍTR dags. 10. janúar sl. varðandi skipulagsmál og líkamsræktarstöð við Vesturbæjarlaug.

11. Lagt fram bréf framkvæmdastjóra ÍTR dags. 10. janúar sl. varðandi málefni Fjölnis, uppbyggingu á svæðum Fjölnis við Dalhús og við Gufunes.

12. Lagt fram bréf framkvæmdastjóra ÍTR dags. 10. janúar sl. varðandi skipulagsmál við Gufunes, S-Mjódd, Úlfarsárdal, Laugardal og Fylkisveg.

13. Lagt fram bréf framkvæmdastjóra ÍTR dags. 10. janúar sl. varðandi aðstöðu Fisfélagsins.

14. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar dags. 8. janúar sl. varðandi landnotkun GR á Korpúlfsstöðum.

15. Rætt um opnun skylmingaleikvangs í Laugardal.

Fundi slitið kl. 13:05.

Björn Ingi Hrafnsson

Stefán Jóhann Stefánsson Hermann Valsson
Anna Sigríður Ólafsdóttir Kjartan Magnússon
Björn Gíslason Marta Guðjónsdóttir