Íþrótta- og tómstundaráð – starfaði til 2022 - og tómstundaráð

Íþrótta- og tómstundaráð – starfaði til 2022

ÍÞRÓTTA- OG TÓMSTUNDARÁÐ


Ár 2008, föstudaginn 13. júní var haldinn 69. fundur íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn í Tónabæ og hófst kl. 12:00. Mættir: Kjartan Magnússon formaður, Marta Guðjónsdóttir, Björn Gíslason, Hermann Valsson og Oddný Sturludóttir. Jafnframt: Sigfús Ægir Árnason áheyrnarfulltrúi, Frímann Ari Ferndinardsson, Steinþór Einarsson skrifstofustjóri íþróttamála, Gísli Árni Eggertsson skrifstofustjóri, Ómar Einarsson framkvæmdastjóri og Helga Björnsdóttir skrifstofustjóri sem skrifaði fundargerð.

Þetta gerðist:


1. Lagt fram yfirlit um styrkumsóknir sem borist hafa til íþrótta- og tómstundaráðs utan umsóknartíma dags. 10. júní 2008.
Tillögur þær sem fram koma í yfirliti samþykktar.

2. Lagt fram bréf framkvæmdastjóra ÍTR dags. 10. júní sl. um embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa íþrótta- og tómstundaráði.

kl. 12:05 kom Stefán Jóhann Stefánsson á fundinn.
kl. 12:10 kom Ásta Þorleifdóttir á fundinn.

3. Lagt fram bréf GÖJ vegna strætó í framhaldi af tillögu SÆÁ frá 22. feb. sl.
Íþrótta- og tómstundaráð þakkar fyrir þessa vinnu og felur framkvæmdastjóra að koma ábendingum til Strætó.

4. Lögð fram dagskrá þjóðhátíðar í Reykjavík 2008.

5. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar dags. 29. maí sl. vegna bréfs framkvæmdastjóra Egilshallar dags. 23. maí sl. sem vísað er til íþrótta- og tómstundaráðs á fundi borgarráðs 29. maí sl.
Vísað til framkvæmdastjóra ÍTR.

6. Lagt fram bréf Skipulags- og byggingasviðs dags. 29. maí sl. vegna vallarmála Þróttar í Laugardal.

kl. 12:45 kom Soffía Pálsdóttir á fundinn.

7. Fyrirspurn Samfylkingar sbr. 10. liður síðustu fundargerðar.
Frestað.

8. Lögð fram að nýju tillaga Samfylkingar, Vinstri grænna og Framsóknarflokks:
Stjórn ÍTR samþykkti að setja á fót starfshóp sem skoði sérstaklega framboð af frístundastarfi fyrir 10-12 ára gömul börn á vegum ÍTR, safni saman rannsóknum á líðan og högun barna á þessum aldri og vinni í kjölfarið þarfagreiningu á frístundaframboði til þessa aldurshóps.
Frestað.

9. Lögð fram að nýju tillaga Samfylkingar, Vinstri grænna og Framsóknarflokks:
Stjórn ÍTR samþykki að fá framkvæmdastjórn frístundamiðstöðvarinnar Tónabæjar á næsta fund til að ræða framtíðarsýn sína varðandi svæði Fram í Safamýri sem borgin hefur nú fest kaup á.
Samþykkt.

10. SJS var með fyrirspurn um skýrslu Innri endurskoðunar um það sem snýr að ÍTR.
Framkvæmdastjóri gerði grein fyrir málinu.

11. Lagt fram bréf Kajakklúbbsins dags. 9. júní sl. vegna aðstöðu þeirra í Elliðaám.

12. Forstöðumaður Frístundamiðstöðvarinnar Kringlumýri (áður Tónabæjar) kynnti framtíðarsýn frístundamiðstöðvarinnar.
Starfsfólki Tónabæjar voru þakkaðar góðar mótttökur.


Fundi slitið kl. 13.40.


Kjartan Magnússon


Björn Gíslason Marta Guðjónsdóttir
Ásta Þorleifsdóttir Stefán Jóhann Stefánsson
Hermann Valsson Oddný Sturludóttir