Íþrótta- og tómstundaráð – starfaði til 2022 - og tómstundaráð

Íþrótta- og tómstundaráð – starfaði til 2022

ÍÞRÓTTA- OG TÓMSTUNDARÁÐ

Ár 2007, föstudaginn 26. október var haldinn 54. fundur íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn á Bæjarhálsi 1 og hófst kl. 10:40. Mættir: Björn Ingi Hrafnsson, Stefán Jóhann Stefánsson, Hermann Valsson, Marta Guðjónsdóttir, Björn Gíslason og Kjartan Magnússon. Jafnframt: Reynir Ragnarsson, Gísli Árni Eggertsson skrifstofustjóri, Steinþór Einarsson skrifstofustjóri, Ómar Einarsson framkvæmdastjóri og Helga Björnsdóttir skrifstofustjóri sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar dags. 17. okt. sl. þar sem tilkynnt er kjör fulltrúa í íþrótta- og tómstundaráð til loka kjörtímabilsins.
Formaður var kjörinn Björn Ingi Hrafnsson. Aðrir fulltrúar voru kjörir: Stefán Jóhann Stefánsson, Hermann Valsson, Anna Sigríður Ólafsdóttir, Kjartan Magnússon, Bolli Thoroddsen og Björn Gíslason.
Varamenn voru kjörnir: Felix Bergsson, Sóley Tómasdóttir, Sigfús Ægir Árnason, Egill Örn Jóhannesson, Marta Guðjónsdóttir, Kristinn Jónsson og Magnús Jónasson.

2. Varaformaður var kosinn Stefán Jóhann Stefánsson.

3. Samþykkt að fundartími ráðsins verði 2. og 4. föstudag í mánuði kl. 12:00.

4. Lagt fram að nýju bréf skipulagsráðs dags. 12. júlí sl. vegna deiliskipulags á íþróttasvæði í Úlfarsárdal.
Jafnframt lagt fram minnisblað starfshóps íþrótta- og tómstundaráðs vegna málsins dags. 24. sept. sl.
Hermann Valsson og Benedikt Geirsson verða áfram í starfshópnum. Hermann Valsson formaður.

5. Lagt fram að nýju bréf skipulagsráðs dags. 5. sept. sl. varðandi deiliskipulag af Suður-Mjódd.
Jafnframt lagt fram bréf framkvæmdastjóra ÍTR og formanns ÍR dags. 25. september.

6. Lagt fram bréf skipulagsráðs dags. 4. okt. sl. varðandi breytingu á Aðalskipulagi Reykjavíkur 2001-2024 þar sem óskað er eftir umsögn íþrótta- og tómstundaráðs um Gylfaflöt.
Íþrótta- og tómstundaráð gerir ekki athugasemdir við breytingu á aðalaskipulagi á lóð við Gylfaflöt.

7. Lagt fram bréf Skipulags- og byggingasviðs dags. 9. okt. sl. varðandi deiliskipulag fyrir Árbæjarsundlaug vegna líkamsræktarstöðvar.
Vísað til skoðunar framkvæmdastjóra.

8. Lagt fram bréf garðyrkjustjóra dags. 11. okt. sl. þar sem óskað er eftir umsögn og hugmyndum íþrótta- og tómstundaráðs að forsögn fyrir Miklatún.
Vísað til afgreiðslu framkvæmdastjóra.

9. Lögð fram drög að fjárhags- og starfsáætlun ÍTR 2008 ásamt skorkorti ÍTR 2008.
Frestað.

10. Lagt fram yfirlit um stöðu mála á frístundaheimilum.

- Kl. 11:05 kom Anna Sigríður Ólafsdóttir á fundinn.

11. Lagt fram bréf borgarráðs dags. 4. okt. sl. þar sem fram kemur að tillaga um ráðningu starfsmanna 70 ára og eldri hafi verið samþykkt.

12. Lagt fram minnisblað framkvæmdastjóra ÍTR dags. 10. okt. sl. vegna frístundakortsins.

13. Lagt fram bréf aðstoðarframkvæmdastjóra ÍTR dags. 16. okt. sl. um samþættingu í hverfum.

14. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar dags. 3. okt. sl. þar sem óskað er eftir umsögn íþrótta- og tómstundaráðs um rekstrarleyfi fyrir hátíðarsal Vals á Hlíðarenda.
Frestað.

15. Lagt fram bréf aðalstjórnar KR dags. 17. okt. vegna framkvæmda á vegum félagsins við íþróttahús félagsins.
Samþykkt.

16. Lagt fram bréf Knattspyrnufélagsins Fram dags. 4. sept. sl. vegna 100 ára afmælis félagsins.
Vísað til afgreiðslu styrkja.

17. Lagt fram bréf Knattspyrnufélagsins Víkings dags. 5. okt. sl. v/100 ára afmælis.
Vísað til afgreiðslu styrkja.

18. Lagt fram bréf Hestamiðstöðvar Reykjavíkur dags. 26. sept. sl. vegna styrks.
Vísað til framkvæmdastjóra ÍTR og til afgreiðslu styrkja.

19. Lagt fram bréf ÍBR dags. 14. september vegna norrænna skólaleika.
Samþykkt að taka þátt í leikunum og vísað til skoðunar framkvæmdastjóra.

20. Sundlaug í Fossvogsdal. Formaður gerði grein fyrir mögulegu samstarfi milli Reykjavíkurborgar og Kópavogsbæjar um byggingu sundlaugar í Fossvogsdal sbr. samþykkt borgarráðs frá 19. okt. sl.
Lögð fram eftirfarandi bókun Framsóknarflokks, Samfylkingar, Vinstri grænna og F-lista:

ÍTR fagnar því að skriður sé kominn á áform um byggingu sundlaugar í Fossvogi í samstarfi Reykjavíkur og Kópavogs. Sundlaug á þessu fallega útivistarsvæði gæti orðið mikil lyftistöng fyrir hverfin sem liggja að Fossvogsdalnum og nýst íþróttafélögunum og skólastofnunum á svæðinu. ÍTR leggur áherslu að vandað verði til alls undirbúnings m.a. með tilliti til umhverfis og óska íbúa.

21. Lögð fram eftirfarandi tillaga Framsóknarflokks, Samfylkingar, Vinstri grænna og F-lista:
Íþrótta- og tómstundaráð samþykkir að skipa vinnuhóp til að fara yfir tillögur, hugmyndir heildarskipulag og starfsemi í Laugardalnum miðað við framkomnar hugmyndir um uppbyggingu til íþrótta- og æskulýðsstarfsemi og starfsemi fyrir almenning. Hópurinn verði skipaður þremur fulltrúum, tveimur kjörnum fulltrúum og framkvæmdastjóra ÍTR.
Hópurinn kalli eftir upplýsingum og sjónarmiðum allra helstu hagsmunaaðila á þessu sviði og fái m.a. til sín á fund fulltrúa hinna ýmsu samtaka.
Hópnum er ætlað að safna saman þeim hugmyndum um framtíðaráfor og leggja mat á framkomnar tillögur.
Starfshópurinn ljúki störfum í janúar 2008 með skýrslu um framkomnar hugmyndir og fyrsta mat á þeim.
Samþykkt.

21. Lagt fram bréf Elísabetar Eyglóar Egilsdóttur ódags. varðandi útivistarsvæði við Reynisvatn.
Vísað til umsagnar hverfisráðs Grafarholts og Úlfarsárdals og Umhverfissviðs.

22. Lögð fram eftirfarandi tillaga Framsóknarflokks, Samfylkingar, Vinstri grænna og F-lista:
Tillaga meirihluta Framsóknarflokks, Samfylkingar, Vinstri grænna og F-lista í Íþrótta- og tómstundaráði um stofnun vinnuhóps sem hafi það að markmiði að finna leiðir sem auka tækifæri almennings til hreyfingar og ástundunar íþrótta í borginni.
Greinargerð fylgdi tillögunni.
Samþykkt.

22. Lögð fram svör framkvæmdastjóra ÍTR við fyrirspurnum frá síðasta fundi íþrótta- og tómstundaráðs sbr. liður 2, 9, 11 og 12.

Fundi slitið kl. 12:00

Björn Ingi Hrafnsson
Stefán Jóhann Stefánsson Anna Sigríður Ólafsdóttir
Hermann Valsson Björn Gíslason
Kjartan Magnússon Marta Guðjónsdóttir