Íþrótta- og tómstundaráð – starfaði til 2022 - og tómstundaráð

Íþrótta- og tómstundaráð – starfaði til 2022

ÍÞRÓTTA- OG TÓMSTUNDARÁÐ

Ár 2008, föstudaginn 9. maí var haldinn 67. fundur íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn á Bæjarhálsi 1 og hófst kl. 12:10. Mættir: Kjartan Magnússon formaður, Egill Örn Jóhannesson, Ragnar Sær Ragnarsson, Kristján Guðmundsson, Stefán Jóhann Stefánsson, Hermann Valsson og Oddný Sturludóttir. Jafnframt: Sigfús Ægir Árnason áheyrnarfulltrúi, Reynir Ragnarsson ÍBR, Gísli Árni Eggertsson aðstoðarframkvæmdastjóri, Soffía Pálsdóttir skrifstofustjóri tómstundamála, Steinþór Einarsson skrifstofustjóri íþróttamála, Ómar Einarsson framkvæmdastjóri og Helga Björnsdóttir skrifstofustjóri sem skrifaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Lögð fram starfsskýrsla ÍR apríl 2007 - apríl 2008.

2. Lögð fram fundargerð frá fundi Reykjavíkurráðs ungmenna með borgarfulltrúum 22. apríl s.l.

3. Lagt fram minnisblað dags. 28. apríl sl. um stöðu frístundakortsins.

4. Lagt fram svar skrifstofustjóra tómstundamála dags. 8. maí sl. vegna fyrirspurnar um heilsársfrístund.

5. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar dags. 7. maí sl. vegna tillögu í borgarstjórn, sem vísað var til íþrótta- og tómstundaráðs og menntaráðs um samþættingu frístundastarfs og skólastarfs.

6. Rætt um þátttöku í norrænum ráðstefnum í haust.

7. Rætt um lóðaúthlutun til UMFÍ.
Lögð fram eftirfarandi bókun:
ÍTR telur eðlilegt að áformuð lóðarmál UMFÍ verði skoðuð frá grunni út frá eðlilegum forsendum um uppbyggingu íþrótta- og tómstundastarfs í borginni, að öðru leyti vísast til þeirrar umræðu sem fram fer í borgarráði.

8. Rætt um málefni Fylkis.

9. Lagðar fram fundargerðir rekstrarstjórnar Fjölskyldu- og húsdýragarðsins frá 3. apríl og 7. maí sl. Á fundinn komu aðstoðarforstöðumaður og rekstrarstjóri Fjölskyldu- og húsdýragarðsins og fjármálastjóri ÍTR og kynntu gjaldskrárbreytingu garðsins.
Frestað.

Kl. 13:30 vék Kristján Guðmundsson af fundi.

Fulltrúar Samfylkingar, Vinstri grænna og Framsóknarflokks lögðu fram eftirfarandi tillögu:
Við leggjum til að fyrirliggjandi þarfagreining um Fjölskyldu- og húsdýragarðinn verði höfð til hliðsjónar við undirbúning næstu fjárhagsáætlunar fyrir Reykjavíkurborg, þar sem þar eru brýn og aðkallandi verkefni sem leysa þarf.
Frestað.

kl. 13:45 vék Egill Örn Jóhannesson af fundi.

13. Kynnar niðurstöður könnunar á vegum ÍBR um íþróttaiðkun í Reykjavík. Brynjólfur Eyjólfsson frá ParX kom á fundinn.

11. Lagðar fram niðurstöður viðhorfskönnunar meðal starfsmanna Reykjavíkurborgar.

12. Lagður fram sumarbæklingur ÍTR og sumarvefur ÍTR kynntur.

Fundi slitið kl. 14:15

Kjartan Magnússon

Egill Örn Jóhannesson Stefán Sær Stefánsson
Stefán Jóhann Stefánsson Hermann Valsson
Oddný Sturludóttir