Íþrótta- og tómstundaráð – starfaði til 2022
ÍÞRÓTTA- OG TÓMSTUNDARÁÐ
Ár 2008, föstudaginn 25. apríl var haldinn 65. fundur íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn á Bæjarhálsi 1 og hófst kl. 12:10. Mættir: Egill Örn Jóhannesson varaformaður, Björn Gíslason, Marta Guðjónsdóttir, Stefán Jóhann Stefánsson, Hermann Valsson og Oddný Sturludóttir. Jafnframt: Frímann Ari Ferndinardsson fulltrúi ÍBR, Soffía Pálsdóttir skrifstofustjóri tómstundamála, Steinþór Einarsson skrifstofustjóri íþróttamála, Gísli Árni Eggertsson aðstoðarframkvæmdastjóri, Ómar Einarsson framkvæmdastjóri og Helga Björnsdóttir skrifstofustjóri sem skrifaði fundargerð.
Þetta gerðist:
1. Lagt fram bréf Wu-Shu félags Reykjavíkur dags. 16. apríl sl. vegna aðstöðumála.
Vísað til borgarlögmanns.
2. Lagt fram bréf áhugafólks í Árbæ dags. 12. apríl sl. vegna íþróttamála í Árbæ.
3. Lagt fram bréf skrifstofustjóra tómstundamála dags. 23. apríl sl. vegna fyrirspurnar á seinsta fundi liður 17.
Fulltrúar Samfylkingar og Vinstri grænna lögðu fram eftirfarandi bókun:
Störfum í skapandi sumarhópum verður fækkað um helming frá síðasta ári miðað við fyrirliggjandi gögn og vantar fjárveitingu upp á 8 milljónir fyrir 30 stöðugildum til að hægt sé að verða við þeim umsóknum sem hlotið hafa jákvæða umsögn. Hér er um mjög uppbyggjandi sumarstörf að ræða og hvetjum við til þess að leiða verði leitað til að bæta hér úr.
Kl. 12:30 kom Kjartan Magnússon á fundinn og tók við fundarstjórn.
4. Lagt fram minnisblað framkvæmdastjóra ÍTR dags. 23. apríl sl. vegna slyss í Laugardalslaug á síðasta ári.
5. Lagt fram bréf ÍBR dags. 23. apríl sl. vegna Skautahallar í Laugardal.
Vísað til umsagnar borgarlögmanns og Framkvæmda- og eignasviðs.
6. Lagt fram bréf aðstoðarframkvæmdastjóra ÍTR dags. 23. apríl sl. vegna aðstöðumála Brettafélagsins.
Samþykkt að ganga til viðræðna við eigendur húsnæðis við Seljaveg 1.
7. Lögð fram könnun á vegum ÍBR um íþróttaiðkun í Reykjavík o.fl.
Óskað var eftir kynningu á næsta fundi.
Kl. 13.00 vék Soffía Pálsdóttir af fundi.
Fulltrúar Samfylkingar og Vinstri grænna lögðu fram eftirfarandi tillögu:
Íþrótta- og tómstundaráð beinir því til framkvæmdastjóra að láta fara fram hugmyndavinnu á sviðinu um merkingar, upplýsingaskilti og bætta aðstöðu á göngu- og hjólastígum borgarinnar sem hefði það að markmiði að auka hreyfingu borgarbúa, s.s. göngur, skokk og hjólreiðar.
Frestað.
8. Lögð fram skýrsla um þróun útgjalda hins opinbera til æskulýðs- og íþróttamála 1995-2007.
9. Lögð fram umsókn Ævintýralands dags. 24. okt. sl. með umsókn um styrk.
Samþykkt að veita 500.000 kr. styrk.
10. Lagt fram að nýju bréf Víkings dags. 31. mars sl. vegna 100 ára afmælis félagsins.
Samþykkt að veita 500.000 kr. styrk vegna stefnumótunarvinnu félagsins.
Kl. 13:10 vék Egill Örn Jóhannesson af fundi.
11. Rætt um samning við Knattspyrnufélagsins Fram vegna uppbyggingar í Úlfarsárdal.
12. Rætt um málefni Fjölskyldu- og húsdýragarðsins.
Fundi slitið kl. 13:30.
Kjartan Magnússon
Björn Gíslason Marta Guðjónsdóttir
Stefán Jóhann Stefánsson Hermann Valsson
Oddný Sturludóttir