Íþrótta- og tómstundaráð – starfaði til 2022 - og tómstundaráð

Íþrótta- og tómstundaráð – starfaði til 2022

ÍÞRÓTTA- OG TÓMSTUNDARÁÐ

Ár 2007, föstudaginn 21. september var haldinn 53. fundur íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn á Bæjarhálsi 1 og hófst kl. 12:05. Mættir: Björn Ingi Hrafnsson, Björn Gíslason, Benedikt Geirsson, Stefán Jóhann Stefánsson, Sóley Tómasdóttir og Sigrún Elsa Smáradóttir. Jafnframt: Anna Sigríður Ólafsdóttir áheyrnarfulltrúi F-lista, Reynir Ragnarsson ÍBR, Gísli Árni Eggertsson skrifstofustjóri, Soffía Pálsdóttir skrifstofustjóri, Steinþór Einarsson skrifstofustjóri, Ómar Einarsson framkvæmdastjóri og Helga Björnsdóttir skrifstofustjóri.

Þetta gerðist:

1. Lagt fram yfirlit skrifstofustjóra ÍTR og verkefnisstjóra yfir stöðu Frístundakortsins dags. 20. sept. sl.

Kl. 12:10 kom Bolli Thoroddsen á fundinn.

Fulltrúar Samfylkingar lögðu fram eftirfarandi fyrirspurn:
Fyrir innleiðingu frístundakortsins var gerð úttekt á fjárhæð æfingagjalda hjá íþróttafélögunum síðustu ár. Óskað er eftir því að kynnt verði í íþrótta- og tómstundaráði fyrir lok ársins hvernig ýmis kostnaður hefur þróast , s.s. æfingagjöld, þjálfunarkostnað, kostnaðar vegna búnaðar, fyrir iðkendur eða félög, á síðustu árum og á þessu eftir innleiðingu frístundakortsins.

2. Lagt fram minnisblað skrifstofustjóra tómstundamála vegna biðlista á Frístundaheimilinum dags. í dag.
Lögð fram eftirfarandi tillaga fulltrúa Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks:
Íþrótta- og tómstundaráð samþykkir að taka upp í tilraunaskyni sveigjanlega þjónustu fyrir börn í frístundaheimilum í Breiðholti, Grafarvogi, Árbæ og Grafarholti og einstaka skólum í öðrum hverfum. Tilrauninni verði nú þegar hrint af stað í samræmi við greinargerð starfsmanna ÍTR og reynsla næstu vikna verði síðan metin varðandi framhaldið fyrir árið 2008 og hvort þessi breyting verði látin ganga yfir öll frístundaheimili ÍTR.
Lagt er til að gjaldskrá verði eftirfarandi:
Vistunargjald:
5 dagar í viku kr. 8.160/mánuð
4 dagar í viku kr. 6.650/mánuð
3 dagar í viku kr. 5.140/mánuð
2 dagar í viku kr. 3.620/mánuð
1 dagar í viku kr. 2.110/mánuð
Síðdegishressing:
5 dagar í viku kr. 2.100/mánuð
4 dagar í viku kr. 1.680/mánuð
3 dagar í viku kr. 1.260/mánuð
2 dagar í viku kr. 840/mánuð
1 dagar í viku kr. 420/mánuð
Lagt er til að gerð verði tilraun í eftirfarandi frístundaheimilum þar sem biðlistar eru fyrir hendi að bjóða þeim foreldrum sem komnir eru með vistun upp á að fækka vistunardögum þannig að hægt verði að bjóða foreldrum sem eiga börn á biðlistum þá daga sem losna á eftirfarandi frístundaheimilum: Vesturhlíð, Langholtsskóli, Fossvogsskóli, Laugarnesskóli, Hamraskóli, Korpuskóli, Breiðholtsskóli, Fellaskóli, Hólabrekkuskóli, Seljaskóli, Ölduselsskóli, Árbæjarskóli, Ingunnarskóli, Sæmundarskóli, Norðlingaskóli, Selásskóli. Breytingar verði gerðar á skráningarforriti í Rafrænni Reykjavík og stutt verði við umsjónarmenn og starfsmenn í hverfunum vegna þessara breytinga með ýmsu móti. Gera má ráð fyrir að þessar breytingar kosti allt að 5 milljónir.
Samþykkt samhljóða.
Fulltrúar F-lista og Vinstri grænna lögðu fram eftirfarandi bókun:
Fulltrúar F-lista og Vinstri grænna fagna því að nú standi til að bjóða sveigjanlegri þjónustu fyrir börn í frístundaheimilum með hlutavistun. Tillagan ætti ekki aðeins að draga úr biðlistum heldur ýtir einnig undir að foreldrar verji á móti tíma með börnum sínum.
Fulltrúar Samfylkingar lögðu fram eftirfarandi bókun:
Fulltrúar Samfylkingar í ÍTR fagna framkominni tillögu og styðja hana. Enda er um að ræða útfærslu á fyrri tillögum Samfylkingar. Fulltrúar Samfylkingar hafa ítrekað, síðast með bókun á síðasta fundi ÍTR, bent á að upptaka á hlutavistunarfyrirkomulagi, sem nú kallast #GLfrístundaglas#GL gæti orðið til þess að frístundaheimilin nýtist fleiri börnum og fjölskyldum þeirra. Fulltrúar Samfylkingar benda á að svipað fyrirkomuleg var tekið upp um mánaðamótin október nóvember á síðasta ári til að koma til móts við börn á biðlistum þá. Ákveðið var að falla frá fyrirkomulaginu nú í vor þrátt fyrir að langur biðlisti væri inn á frístunaheimilin. Fulltrúar Samfylkingar vöruðu eindregið við að horfið yrði frá hlutavistunarfyrirkomulaginu í vor en fagna því að meirihlutinn hafi séð að sér, þó seint sé.
Fulltrúar Samfylkingar lögðu fram eftirfarandi fyrirspurn:
Að þessu tilefni leggja fulltrúar Samfylkingar fram eftirfarandi fyrirspurn: Hver er staðan á framkvæmd tillögu fulltrúa Samfylkingarinnar um sérstaka styrki fyrir námsfólk sem ræður sig til starfa á frístundaheimilum? Má búast til #GLtillögu meirihlutans#GL um námsstyrki eða #GLnámsglös#GL á næstunni?

Kl. 13:00 vék Gísli Árni Eggertsson af fundi.

3. Lagt fram bréf Knattspyrnufélagsins Víkings dags. 3. sept. sl. varðandi tennishús á svæði Víkings.

4. Lagt fram yfirlit um skipulag á svæði TBR.

5. Lagt fram bréf skipulagsráðs dags. 5. sept. sl. þar sem óskað er eftir umsögn íþrótta- og tómstundaráðs um breytingu á deiliskipulagi í Suður Mjódd.
Lögð fram eftirfarandi tillaga:
Íþrótta- og tómstundaráð gerir ekki athugasemdir við fram komnar hugmyndir um breytingar á skipulagi í Suður-Mjódd og vísar málinu til frekari vinnslu og meðferðar hjá Skipulags- og byggingasviði, ÍTR og ÍR.
Samþykkt með 6 atkvæðum. Fulltrúi Vinstri grænna sat hjá.

6. Lagt fram bréf Hnefaleikafélagsins Ása ódags. með ósk um styrk.
Vísað til framkvæmdastjóra ÍTR.

7. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar dags. 31. ágúst sl. þar sem fram kemur að á fundi borgarráðs hafi verið samþykkt að starfsheitið sviðsstjóri Íþrótta- og tómstundasviðs verði framkvæmdastjóri ÍTR.

8. Lögð fram tillaga yfir framkvæmdir við sparkvelli 2008.
Samþykkt með 6 atkvæðum. Fulltrúi Vinstri grænna sat hjá.

9 Fulltrúi Vinstri grænna lagði fram eftirfarandi fyrirspurnir:
A. Hvaða fjármagn er ráðgert í starfsemi Jafningjafræðslunnar á árinu 2008 skv. tillögum að fjárhagsáætlun.
B. Hvaða framlög hafa komið til Jafningjafræðslunnar frá öðrum aðilum en borgarsjóði?
C. Hvað telja forsvarsmenn Jafningjafræðslunnar að framlagið þurfi að vera til þess að hún geti uppfyllt skyldur sínar?
D. Hvenær er gert ráð fyrir kynningu og umræðu um starfs- og fjárhagsáætlun sviðsins í ráðinu?

10. Fulltrúi Vinstri grænna lagði fram eftirfarandi tillögu:
Fulltrúi Vinstri grænna í íþrótta- og tómstundaráði leggur til að stofnaður verði starfshópur sem hafi það markmið að auka aðkomu ungs fólks að uppbyggjandi og jákvæðu starfi í miðborg Reykjavíkur á kvöldin og um helgar. Starfshópurinn verði skipaður fulltrúum ungmenna úr ýmsum áttum, s.s. Ungmennarráði Reykjavíkur, Jafningjafræðslunni, Iðnnemasambandinu, Félagi framhaldsskólanema og starfsfólki Hins Hússins. Skrifstofustjóra tómstundamála verði falið að skipa hópinn. Hópurinn skili tillögum til ráðsins fyrir 1. janúar 2008.
Samþykkt og vísað til framkvæmdastjóra

11. Fulltrúar Samfylkingar lögðu fram eftirfarandi fyrirspurn:
Hver er staða helstu framkvæmda og stærstu viðhaldsverkefna sem heyra undir Íþrótta- og tómstundasvið? Óskað er eftir stuttu skriflegu svari við þessari spurningu á næsta fundi ráðsins

12. Fulltrúar Samfylkingar lögðu fram eftirfarandi fyrirspurn:
Hverjar hafa verið efndir á samþykkt íþrótta- og tómstundaráðs frá 24. nóvember 2006, 6. lið um aukið samráð við íþróttafélög og stuðning við starfsemi þar sem fjöldi innflytjenda er hvað mestur?

13. Fulltrúar Samfylkingar lögðu fram eftirfarandi bókun:
Nú er liðinn rúmur mánuður frá síðasta fundi íþrótta- og tómstundaráðs, en almennt eiga fundir að vera tvisvar í mánuði utan hásumartímans. Síðustu vikur hafa mörg brýn mál verið í deiglunni, sem eðlilegt er að ráðið fylgist vel með og hafi eftirlit með í samræmi við samþykktir. Þetta er fremur bagalegt, í raun leiður siður, því hið sama gerðist fyrir ári síðan. Mörg hundruð börn bíða eftir plássi á frístundaheimili, en ástandið á þeim hefur aldrei verið jafn slæmt og í haust að sögn starfsmanna ÍTR en virðist hins vegar gott í nágrannasveitarfélögunum samkvæmt fréttum. Fjölmargar spurningar hafa vaknað hjá foreldrum, iðkendum og íþróttafélögum vegna innleiðingar frístundakorts. Það kann að vera að #GLathafnastjórnmálamönnum#GL meirihlutans þyki það heldur leiðigjarnt að þurfa að mæta á fundi nefnda sem eiga að hafa með hendi bæði stefnumótun og eftirlit með framfylgd stefnunnar. Að minnsta kosti lítur út fyrir að þeim þyki sumum hverjum lýðræðið heldur leiðigjarnt á haustin. Enn berum við þó þá von í brjósti að hér sé aðeins um tímabundið ástand að ræða.
Fulltrúar Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks lögðu fram eftirfarandi bókun:
Bókun fulltrúar Samfylkingarinnar er varla svaraverð. Á þessum fundi hafa verið kynntar margvíslegar tillögur og framkvæmdir sem hefur tekið mikinn tíma að undirbúa. Fulltrúar Samfylkingarinnar vita fullvel að fjárhagsáætlunarvinna er á lokastigi samkvæmt nýjum leikreglum og það er heldur undarlegt að álíta sem svo að embættismenn ÍTR sinni ekki störfum sínu milli funda ráðsins.
Fulltrúar Samfylkingarinnar lögðu fram eftirfarandi bókun:
Eftir sem áður er gert ráð fyrir tveimur fundum í mánuði, en á þeim er hægt að fylgja málum eftir. Aðdróttanir fulltrúa meirihlutans um álit á embættismönnum ÍTR er gjörsamlega út í hött, enda var ekkert á þá minnst í bókuninni, heldur á meirihlutann í íþrótta- og tómstundaráði.

Fundi slitið kl. 13:40

Björn Ingi Hrafnsson

Bolli Thoroddsen Björn Gíslason
Benedikt Geirsson Stefán Jóhann Stefánsson
Sigrún Elsa Smáradóttir Sóley Tómasdóttir