Íþrótta- og tómstundaráð – starfaði til 2022 - og tómstundaráð

Íþrótta- og tómstundaráð – starfaði til 2022

ÍÞRÓTTA- OG TÓMSTUNDARÁÐ


Ár 2007, föstudaginn 23. nóvember var haldinn 57. fundur íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn á Bæjarhálsi 1 og hófst kl. 12:05. Mættir: Björn Ingi Hrafnsson, Stefán Jóhann Stefánsson, Björn Gíslason, Hermann Valsson, Anna Sigríður Ólafsdóttir og Bolli Thorodssen. Jafnframt sátu fundinn: Gísli Árni Eggertsson skrifstofustjóri, Steinþór Einarsson skrifstofustjóri, Soffía Pálsdóttir skrifstofustjóri, Ómar Einarsson framkvæmdastjóri og Helga Björnsdóttir skrifstofustjóri, sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Lögð fram fjárhags- og starfsáætlun ÍTR vegna 2008 ásamt framkvæmdaáætlun.

2. Lögð fram tillaga um úthlutun styrkja vegna ársins 2008.
Frestað.

3. Bréf framkvæmdastjóra ÍTR dags. 13. nóv. sl. varðandi vallarmál Þróttar í Laugardal.
Vísað til skipulagsráðs.

4. Lagt fram bréf framkvæmdastjóra ÍTR dags. 23. nóv. sl. vegna beiðni Íslenskrar getspár um uppsetningu lottókassa í sundlaugum.
Frestað.

5. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar dags. 5. nóv. sl. vegna samþykktar á niðurgreiðslu gjalda í frístundaheimilum í einkareknum grunnskólum.

6. Bréf skólastjóra Seljaskóla dags. 8. nóv. sl. vegna sparkvalla við skólann.

7. Lagt fram að nýju bréf skipulagssviðs dags. 9. okt. sl. vegna skipulags við Árbæjarlaug. Jafnframt lagt fram minnisblað Árbæjarþreks dags. 7. nóv. sl. vegna málsins.

kl. 12:15 kom Kjartan Magnússon á fundinn.

8. Lagt fram bréf framkvæmdastjóra ÍTR dags. 20. nóv. sl. vegna húsnæðismála frístundaheimilis og frístundastarfs og fl. í Seljahverfi.
Vísað til framkvæmdasviðs.

9. Lagt fram bréf Fjöreflis dags. 1. nóv. sl. vegna Gufunes.

10. Lagt fram afrit af bréfi Fylkis dags. 15. nóv. sl. til skipulags- og byggingasviðs vegna athafnarsvæðis félagsins við Hádegismóa.

11. Lögð fram skýrsla um Alþjóðaleika ungmenna í Reykjavík 2007.

12. Lögð fram eftirfarandi tillaga Framsóknarflokks, Samfylkingar, Vinstri grænna og F-lista:
Íþrótta- og tómstundaráð samþykkir að fela framkvæmdastjóra að láta kanna möguleika og kostnað við að lagfæra skíðabrekkuna við Jafnasel í Breiðholti.
Samþykkt

13. Lögð fram eftirfarandi bókun:
Íþrótta- og tómstundaráð þakkar þeim sem unnu að undirbúningi og framkvæmd Skrekks fyrir frábæra vinnu og jafnframt eru þeim unglingum sem tóku þátt í keppni færðar þakkir fyrir stór góða frammistöðu.

14. Lögð fram eftirfarandi tillaga Sjálfstæðisflokks:
Sl. miðvikudag var haldinn Forvarnardagur í öllum grunnskólum borgarinnar. Allir nemendur 9. bekkjar tóku þátt í dagskrá hans. Ein megin skilaboð Forvarnardagsins snúa að æskulýðs- og íþróttastarfi. Mikilvægt er að fylgja þeim skilaboðum eftir í starfsemi á vegum íþrótta- og tómstundaráðs. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í ÍTR leggja því til að stjórnendur ÍTR hafi samband við Hervöru Ölmu Árnadóttur, fulltrúa Reykjavíkur í verkefninu, og stýrihóp Forvarnardagsins og kanni möguleika ÍTR á að fylgja þessum velkeppnaða degi eftir í starfsemi ráðsins, umfram þar sem að sjálfsögðu er þegar gert í góðu starfi ráðsins. Þeir skili niðurstöðum þeirra viðræðna til íþrótta- og tómstundaráðs, samhliða því sem þeim sé komið í framkvæmd eftir því sem fjárhags- og starfsrammi ÍTR leyfir.
Samþykkt.

Fundi slitið kl. 12:45.

Björn Ingi Hrafnsson

Stefán Jóhann Stefánsson Hermann Valsson
Anna Sigríður Ólafsdóttir Bolli Thoroddsen
Björn Gíslason Kjartan Magnússon