Íþrótta- og tómstundaráð – starfaði til 2022 - og tómstundaráð

Íþrótta- og tómstundaráð – starfaði til 2022

ÍÞRÓTTA- OG TÓMSTUNDARÁÐ

Ár 2007, föstudaginn 9. mars var haldinn 45. fundur íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn á Fríkirkjuvegi 11 og hófst kl. 09:00. Viðstaddir voru: Björn Ingi Hrafnsson formaður, Kristinn Jónsson, Benedikt Geirsson, Marta Guðjónsdóttir, Stefán Jóhann Stefánsson og Hermann Valsson. Jafnframt sátu fundinn: Reynir Ragnarsson, Egill Örn Jóhannsson, Steinþór Einarsson skrifstofustjóri íþróttamála, Ómar Einarsson sviðsstjóri og Helga Björnsdóttir skrifstofustjóri sem skrifaði fundargerð.


Þetta gerðist:

1. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar dags. 12. febrúar sl. þar sem tilkynnt er að nýr varaáheyrnarfulltrúi, Egill Örn Jóhannsson, taki sæti Ólafs F. Magnússonar í íþrótta- og tómstundaráði.

2. Lagðar fram óskir foreldra barna í Norðlingaskóla um gervigrasvöll
Vísað til Framkvæmdasviðs og Skipulags- og byggingasviðs.

3. Lagt fram bréf skólastjóra Selásskóla dags. 27. febrúar sl. með ósk um sparkvöll á skólalóðinni.
Vísað til Framkvæmdasviðs og Skipulags- og byggingasviðs.

4. Lagt fram bréf barna- og unglingaráðs Víkings dags. 28. feb. sl. með ósk um styrk vegna aksturs innan hverfisins.
Vísað til umsagnar sviðsstjóra ÍTR og framkvæmdastjóra ÍBR.

5. ÍR mun halda upp á 100 ára afmæli félagsins 11. mars n.k. og vígja nýjan gervigrasvöll á svæði félagsins.
Íþrótta- og tómstundaráð bókaði eftirfarandi:
Íþrótta- og tómstundaráð óskar Íþróttafélagi Reykjavíkur til hamingju með hundrað ára afmælið 11. mars 2007. Félagið hefur verið í fararbroddi í ýmsum íþróttagreinum hér á landi og átt á að skipa öflugum hópi félagsmanna og íþróttamanna í gegnum árin. Það hefur veigamiklu hlutverki að gegna á sínu félagssvæði sem vettvangur fyrir börn, ungmenni og fullorðna í íþrótta- og tómstundastarfi. Íþrótta- og tómstundaráð væntir mikils af samstarfi við félagið hér eftir sem hingað til.

6. Lögð fram að nýju tillaga Samfylkingar um að samræma gjaldtöku þeirra sem nýta sér hlutavistun á frístundaheimilum sem lögð var fram á 41. fundi, liður 9.
Fulltrúar Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks lögðu fram eftirfarandi tillögu:
Íþrótta- og tómstundaráð samþykkir að vísa tillögu Samfylkingarinnar til meðferðar við gerð næstu fjárhagsáætlunar.
Jafnframt er óskað eftir mati Innri endurskoðunar borgarinnar á kostnaðarákvæðum slíks fyrirkomulags sem þarna er lagt til. Óskað er eftir að slíkt mat liggi fyrir eigi síðar en 31. maí n.k.
Samþykkt með 4 atkvæðum. Fulltrúar Samfylkingar og Vinstri grænna sátu hjá.

Fulltrúar Samfylkingarinnar óskuðu bókað:
Fulltrúar Samfylkingar benda á að á meðan mismunandi fyrirkomulag er viðhaft um greiðslur fyrir hlutavistun á frístundaheimilum borgarinnar er notendum mismunað. Því hefði hraðari vinnsla á tilllögunni verið æskileg.

Fulltrúar Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks óskuðu bókað:
Núverandi fyrirkomulag felur ekki í sér mismunum en nauðsynlegt er að kanna áhrif slíkra breytinga og gera kostnaðarmat áður en þær eru ákveðnar. Annað væri ábyrgðarleysi.

Jafnframt lagðir fram minnispunktar skrifstofustjóra skrifstofu tómstundamála dags. 6. mars sl. varðandi fyrirkomulag hlutavistunar á frístundaheimilum.

7. Lagt fram minnisblað fjármálastjóra ÍTR dags. 6. mars sl. varðandi lækkun á gjaldskrá á síðdegishressingu í frístundaheimilum.
Samþykkt.

8. Lögð fram samþykkt borgarráðs frá 8. mars sl. þar sem ÍTR er falið að gera nýjan þjónustusamning um Fjölskyldugarðinn.
Lagt fram bréf sviðsstjóra ÍTR dags. 6. mars sl. vegna þjónustusamnings um Fjölskyldu- og húsdýragarðinn.
Samningsdrögin samþykkt.

9. Tilnefning fulltrúa í rekstarstjórn Fjölskyldu- og húsdýragarðs. Rúnar Hreinsson og Snorri Hjaltason tilnefndir frá meirihluta og Steinunn Valdís Óskarsdóttir tilnefnd frá minnihluta.

10. Lagt fram bréf borgarráðs dags. 12. febrúar sl. þar sem vísað er til meðferðar íþrótta- og tómstundaráðs tillögu borgarráðs um snjóframleiðslu í Skálafelli.
Samþykkt að vísa tillögunni til meðferðar Stjórnar skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins.

Fulltrúar Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks lögðu fram eftirfarandi tillögu:
Íþrótta- og tómstundaráð samþykkir að óska eftir viðræðum við Stjórn skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins og OR um könnun á snjóveitu á skíðasvæðum í Bláfjöllum og Skálafelli til framleiðslu á snjó til að tryggja frekari rekstrargrundvöll skíðasvæðanna til framtíðar. Í viðræðum þessum skal skilgreina um staðsetningu slíkrar snjóframleiðslu, gera kostnaðaráætlun um framkvæmdir og rekstur og fjalla um rekstrarkostnað slíkrar veitu.
Fulltrúum skíðafélaga á svæðunum verði gefinn kostur á að taka þátt í umræðum um uppbyggingu á snjóveitu í Bláfjöllum ef til slíkrar framkvæmdar kemur.
Ennfremur verði náið samstarf haft við yfirvöld umhverfismála, m.a. vegna vatnsverndar.
Samþykkt samhljóða.

- kl. 10:00 vék Marta Guðjónsdóttir af fundi.

11. Lögð fram skýrsla um rekstrarúttekt Capacent á skíðasvæðum höfuðborgarsvæðisins dags. í janúar sl. Sviðsstjóri gerði grein fyrir skýrslunni.


Fundi slitið kl. 10:40


Björn Ingi Hrafnsson
Benedikt Geirsson Kristinn Jónsson
Sigrún Elsa Smáradóttir Stefán Jóhann Stefánsson
Hermann Valsson