Íþrótta- og tómstundaráð – starfaði til 2022 - og tómstundaráð

Íþrótta- og tómstundaráð – starfaði til 2022

ÍÞRÓTTA- OG TÓMSTUNDARÁÐ

Ár 2006, föstudaginn 27. október var haldinn 38. fundur íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn á Fríkirkjuvegi 11 og hófst kl. 09:05. Viðstaddir voru: Björn Ingi Hrafnsson formaður, Bolli Thoroddsen, Benedikt Geirsson, Marta Gísladóttir, Stefán Jóhann Stefánsson, Magnús Már Guðmundsson og Þorleifur Gunnlaugsson. Jafnframt sátu fundinn: Steinþór Einarsson skrifstofustjóri íþróttamála, Soffía Pálsdóttir skrifstofustjóri tómstundamála, Gísli Árni Eggertsson, skrifstofustjóri, Sigrún Sveinbjörnsdóttir fræðslustjóri, Ragnhildur Helgadóttir mannauðsráðgjafi, Ómar Einarsson sviðsstjóri og Helga Björnsdóttir skrifstofustjóri sem skrifaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Lagt fram bréf sviðsstjóra ÍTR dags. 26. október sl. vegna þeirra umsókna sem borist hafa um aðstöðu í Gufunes.
Samþykkt að óska eftir umsögnum Skipulags- og byggingasviðs og Framkvæmdasviðs.

2. Lagt fram afrit af bréfi Hestamannafélagsins Fáks dags. 19. október sl. vegna lóðaumsóknar Hestamiðstöðvar Reykjavíkur undir reiðskemmu.

3. Starfs- og fjárhagsáætlun.
Fræðslustjóri og mannauðsráðgjafi kynntu starfsáætlun og fjármálstjóri kynnti fjárhagsáætlun.
Fulltrúar Samfylkingarinnar og Vinstri grænna lögðu fram eftirfarandi bókun:
Fyrirliggjandi starfs- og fjárhagsáætlun byggir á þeirri stefnu sem unnið hefur verið eftir undir forystu fyrrverandi formanns ÍTR, Önnu Kristinsdóttur og Reykjavíkurlistans, eins og m.a. má sjá í þriggja ára áætlun. Starfs- og fjárhagsáætlun ÍTR fyrir næsta ár felur því í sér áframhaldandi þróttmikið starf að íþrótta- og tómstundamálum í Reykjavík. Áætlunin nú er þó eðli málsins samkvæmt á ábyrgð meirihluta Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks og því sitja fulltrúa Samfylkingar og Vinstri grænna hjá við afgreiðslu málsins. Rétt er að benda á að fátt nýtt hefur komið fram í fyrirliggjandi gögnum og það eina teljanlega um aukinn stuðning við frístundastarfsemi eru þeir fjármunir sem til þess voru markaðir af Reykjavíkurlistanum í þriggja ára áætlun.
Fjárhagsáætlun samþykkt. Fulltrúar Samfylkingar og Vinstri grænna sátu hjá.
Stefnukort ÍTR samþykkt. Fulltrúar Samfylkingar sátu hjá.

4. Lagt fram svar skrifstofustj. íþróttamála við fyrirspurn frá seinasta fundi sbr. lið 8.

5. Skrifstofustjóri tómstundamála sagði frá stöðu á frístundaheimilum.
Fulltrúar Samfylkingarinnar og Vinstri grænna lögðu fram eftirfarandi bókun:
Það er ánægjulegt að starfsmenn ÍTR ætli að kanna hvort mögulegt sé að draga úr biðlistum á frístundaheimili með því að bjóða upp á hlutavistun.
Í einhverjum tilvikum virðist hlutavistun duga. Það kemur hins vegar verulega á óvart miðað við fyrri málflutning Sjálfstæðismanna að þeir skuli ekki vera búnir að leysa vanda þess fólks sem ekki fær umbeðna þjónustu frístundaheimila. Einu raunhæfu úrræðin sem sjáanleg eru í þessum málaflokki eru þær launabreytingar sem Reykjavíkurlistinn stóð fyrir.

Fundi slitið kl. 10:15.

Björn Ingi Hrafnsson
Bolli Thoroddsen Marta Guðjónsdóttir
Benedikt Geirsson Magnús Már Guðmundsson
Þorleifur Gunnlaugsson Stefán Jóhann Stefánsson