Íþrótta- og tómstundaráð – starfaði til 2022 - og tómstundaráð

Íþrótta- og tómstundaráð – starfaði til 2022

ÍÞRÓTTA- OG TÓMSTUNDARÁÐ

Ár 2007, föstudaginn 2. nóvember var haldinn 55. fundur íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn á Bæjarhálsi 1 og hófst kl. 12:00. Mættir: Björn Ingi Hrafnsson, Stefán Jóhann Stefánsson, Hermann Valsson, Marta Guðjónsdóttir, Björn Gíslason og Kristján Guðmundsson. Jafnframt: Reynir Ragnarsson, Gísli Árni Eggertsson skrifstofustjóri, Ómar Einarsson framkvæmdastjóri og Helga Björnsdóttir skrifstofustjóri sem ritaði fundargerð.


Þetta gerðist::

1. Lagt fram að nýju bréf skrifstofu borgarstjórnar dags. 3. okt. sl. þar sem óskað er eftir umsögn íþrótta- og tómstundaráðs um rekstrarleyfi fyrir hátíðarsal Vals á Hlíðarenda.
Íþrótta- og tómstundaráð bókaði eftirfarandi:
Í 10 gr. málsmeðferðarreglna borgarráðs um veitingastaði og gististaði frá 12. júlí 2007 segir m.a: #GLEkki eru heimilaðar áfengisveitingar á veitingastöðum í húsum þar sem fram fara skipulegar og reglubundnar íþróttaæfingar barna og unglinga. Þar sem eingöngu er um að ræða sérinngang á veitingastað í slíku húsi má þó heimila þar áfengisveitingar.
Með vísað til þessa ákvæðis vísar íþrótta- og tómstundaráð málinu til frekari umfjöllunar skrifstofu borgarstjórnar.

2. Lagt fram bréf sviðsstjóra Leikskólasviðs dags. 19. okt. sl. varðandi starfshóp um framtíð gæsluvalla.

- kl. 12:10 kom Anna Sigríður Ólafsdóttir á fundinn.

3. Rætt um rekstur mannvirkja á Kjalarnesi.

4. Lagt fram bréf íþrótta- og félagsráðs Gautaborgar vegna vinabæjarráðstefnu í Gautaborg 3.-4. sept. 2008.

5. Lagt fram bréf íþróttaráðs Helsingiborgar dags. 27. sept. sl. með boði á höfuðborgarsráðstefnu norðurlanda um íþróttamál í Helsingi 27.-29. ágúst 2008.

- kl. 12:15 vék Anna Sigríður Ólafsdóttir af fundi
- kl. 12:15 kom Egill Örn Jóhannesson á fundinn.

6. Lagt fram minnisblað Landslags dags. 23. okt. sl. varðandi vallarmál í Laugardal. Jafnframt lagt fram bréf formanns Þróttar dags. 30. okt. sl. varðandi málið.
Vísað til vinnuhóps um Laugardalinn.

7. Lagt fram minnisblað framkvæmdastjóra ÍTR dags. 9. okt. sl. varðandi skipulag og framkvæmdir á útivistarsvæði við Gufunes.

8. Lagt fram bréf GR dags. 11. okt. sl. með ósk um styrk vegna framkvæmda við golfvelli félagsins 2007 - 2008.
Vísað til gerðar fjárhagsáætlunar.

9. Lögð fram könnum um viðhorf foreldra til sumarstarfs ÍTR 2007.
Lögð fram eftirfarandi bókun:
ÍTR lýsir yfir mikilli ánægju með niðurstöðu viðhorfskönnunar meðal foreldra til sumarstarfs. Þær sýna mikla ánægju með starfið, en huga verður að frekari þróun með auknar þarfir barna í huga í framtíðinni.

10. Lagt fram bréf Ævintýralands dags. 24. okt. sl. varðandi styrk og frístundakort.
Vísað til framkvæmdastjóra ÍTR til skoðunar.

11. Rætt um reglur um Afreks- og styrktarsjóðs.
Íþrótta- og tómstundaráð samþykkir að endurskoða núverandi reglur Afreks- og styrktarsjóðs Reykjavíkur í samvinnu við ÍBR.

12. Lagt fram bréf Sundfélagsins Ægis og Frjálsíþróttadeildar ÍR vegna Reykjavík International móts í sundi og frjálsum íþróttum.
Vísað til framkvæmdastjóra ÍTR.

13. Lagt fram bréf handknattleiksdeildar Fram dags. 26. okt. sl. varðandi þátttöku í Evrópukeppni.
Vísað til afgreiðslu framkvæmdastjóra ÍTR og ÍBR.

14. Lagt fram minnisblað um frístundakortið dags. 31. okt.
kl. 12:40 vék Kristján Guðmundsson af fundi.

15. Lagt fram bréf Knattspyrnufélagsins Vals dags. 1. nóv. sl. með ósk um stuðning vegna rútuferða úr frístundaheimilum í skólum að Hlíðarenda.
Vísað til framkvæmdastjóra.

16 Lagt fram yfirlit um styrki til íþrótta- og tómstundaráðs vegna ársins 2008.

17. Tilnefning í vinnuhóp um Laugardal. Samþykkt að Stefán Jóhann Stefánsson formaður, Björn Gíslason og Ómar Einarsson sitji í hópnum.

18. Tilnefning í vinnuhóp um almenningsíþróttir. Samþykkt að Anna Sigríður Ólafsdóttir formaður, Kjartan Magnússon og Svava Oddný Ásgeirsdóttir sitji í hópnum.

19. Lögð fram að nýju drög að fjárhags- og starfsáætlum ÍTR 2008.


Fundi slitið kl. 12:55


Björn Ingi Hrafnsson

Stefán Jóhann Stefánsson Hermann Valsson
Egill Örn Jóhannesson Björn Gíslason
Marta Guðjónsdóttir