Íþrótta- og tómstundaráð – starfaði til 2022 - og tómstundaráð

Íþrótta- og tómstundaráð – starfaði til 2022

ÍÞRÓTTA- OG TÓMSTUNDARÁÐ

Ár 2006, þriðjudaginn 6. júní var haldinn 33. fundur íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn á Fríkirkjuvegi 11 og hófst kl. 09:40. Viðstaddir voru: Anna Kristinsdóttir formaður, Svandís Svavarsdóttir, Ingvar Sverrisson, Benedikt Geirsson, Guðlaugur Þór Þórðarson og Loftur Sigurðsson. Jafnframt sátu fundinn: Kolbeinn Már Guðjónsson, Reynir Ragnarsson, Ómar Einarsson sviðsstjóri og Helga Björnsdóttir skrifstofustjóri sem skrifaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Lögð fram fundargerð seinasta fundar.

2. Lögð fram drög að dagskrá 17. júní í Reykjavík.

3. Lagt fram bréf Kraftlyftingasambands Íslands dags. 17. maí sl. með ósk um styrk.
Vísað til sviðsstjóra ÍTR.

4. Lagt fram bréf formanna keilufélaga/deilda í Reykjavík dags. 11. maí sl. varðandi aðstöðumál keiluíþróttarinnar.

5. Lagt fram bréf borgarráðs dags. 17. maí sl. þar sem vísað er til meðferðar íþrótta- og tómstundaráðs erindi frá Skáksambandi Íslands frá 12. maí sl. um árlega skákhátíð.
Vísað til sviðsstjóra ÍTR.

6. Lagt fram bréf ÍSÍ dags. 5. maí sl. vegna ályktunar íþróttaþings um uppbyggingu og rekstur íþróttamannvirkja og stuðning sveitarfélaga við íþróttastarf.

7. Lagður fram kynningarbæklingur um sumarstarf Fram í Grafarholti.

8. Lagt fram bréf Umhverfisráðs dags. 19. maí sl. um umgengnisreglur um Elliðaár.
Vísað til sviðsstjóra ÍTR.

9. Lagt fram afrit af bréfi skrifstofustjóra Framkvæmdasviðs dags. 9. maí sl. varðandi svæði til afnota í landi Gufuness til útivistar.
Samþykkt að skipa þriggja manna stjórn yfir svæðinu með aðkomu hverfisráðs Grafarvogs og Ungmennafélagsins Fjölnis. Jafnframt verði farið yfir forsendur sem gefnar eru í minnisblaði skrifstofustjóra Framkvæmdasviðs.

10. Formaður lagði fram eftirfarandi tillögu:
Íþrótta- og tómstundaráð samþykkir að gerð verði þarfagreining og áætlun um framkvæmdakostnað og rekstrarkostnað fyrir innanhússaðstöðu fyrir tennis í Reykjavík.
Teknir verði til skoðunar möguleikar á varanlegu tennishúsi t.d. á svæði TBR, eða lausn eins og uppblásið tjald. Einnig verði skoðaðir valkostir varðandi staðsetningu.
Samþykkt samhljóða.

11. Lagt fram að nýju bréf sviðsstjóra ÍTR dags. 6. mars sl. vegna flutnings á skíðadeildum ÍR og Víkings í Bláfjöll.
Jafnframt lögð fram bréf skíðadeildar Breiðabliks dags. 6. júní sl. og bréf skíðadeildar Ármanns dags. 3. júní og áskorun skíðadeildar Ármanns dags. 3. júní sl. um að fresta endanlegri ákvörðun um staðsetningu félagsaðstöðu skíðadeilda ÍR og Víkings.

- kl. 10:10 kom Andrés Jónsson á fundinn.

Formaður lagði fram eftirfarandi tillögu:
Íþrótta- og tómstundaráð samþykkir fyrir sitt leyti, í samræmi við fyrri samþykkt íþrótta- og tómstundaráðs sem gerð var 14. október 2005, fyrirliggjandi drög að samningi milli Reykjavíkurborgar og skíðadeilda ÍR og Víkings.
Samþykkt. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins sátu hjá.

12. Formaður þakkaði minnihluta og meirihluta fyrir árangsríkt samstarf s.l. fjögur ár. Formaður þakkaði einnig starfsmönnum ráðsins fyrir frábæra samvinnu og aðstoð á þessu kjörtímabili.

Fundi slitið kl. 11:20

Anna Kristinsdóttir
Ingvar Sverrisson Svandís Svavarsdóttir
Andrés Jónsson Benedikt Geirsson
Guðlaugur Þór Þórðarson Loftur Sigurðsson