Íþrótta- og tómstundaráð – starfaði til 2022 - og tómstundaráð

Íþrótta- og tómstundaráð – starfaði til 2022

ÍÞRÓTTA- OG TÓMSTUNDARÁÐ

Ár 2013, föstudaginn 23. ágúst var haldinn 189. fundur íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn í Höfðatorgi og hófst hann kl. 13:10. Viðstaddir: Eva Einarsdóttir formaður, Eva Baldursdóttir, Diljá Ámundadóttir, Björn Gíslason, Marta Guðjónsdóttir og Kjartan Magnússon. Einnig: Drífa Baldursdóttir áheyrnarfulltrúi VG, Ómar Einarsson framkvæmdastjóri, Steinþór Einarsson skrifstofustjóri, Andrés Bögebjerg Andreasen fjármálastjóri, Gísli Árni Eggertsson skrifstofustjóri og Helga Björnsdóttir skrifstofustjóri sem skrifaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Lagt fram að nýju bréf tennisnefndar ÍBR dags. 1. júlí sl. Jafnframt lagðir fram minnispunktar vegna tennismála.

Kl. 13:15 kom Bjarni Þór Sigurðsson á fundinn.

2. Lögð fram að nýju drög að nýjum reglum ÍBR og ÍTR um styrki vegna aðstöðu til æfinga og keppni í íþróttamannvirkjum.
Íþrótta- og tómstundaráð samþykktir reglurnar fyrir sitt leyti.

4. Lögð fram hugmynd af samráðsvefnum Betri Reykjavík dags. 31. júlí sl. „Morgunleikfimi á Austurvelli yfir sumartímann“.
Íþrótta- og tómstundaráð þakkar framkomna hugmynd varðandi morgunleikfimi á Austurvelli og mun taka upp viðræður við Íþróttabandalag Reykjavíkur og fleiri um hugmyndina og útfærslu í tengslum við þessa hugmynd.

5. Lögð fram hugmynd af samráðsvefnum Betri Reykjavík dags. 1. júlí sl. „Klifur- og hjólabrettagarður við Skeljanes í Skerjafirði“.
Íþrótta- og tómstundaráð þakkar framkomna ábendingu um nýtt útivistarsvæði í Reykjavík og kemur hugmyndinni áfram til Umhverfis- og skipulagssviðs og Skóla- og frístundasviðs. Þá má benda á hjólabrettaaðstöðu við Gufunes, við Jafnasel og víðar.

6. Lögð fram hugmynd af samráðsvefnum Betri Reykjavík dags. 1. júlí sl. „Einfaldar úti-æfingastöðvar í hvert hverfi.“
Íþrótta- og tómstundaráð þakkar fram komnar tillögur um útiæfingasvæði. Bent er á að nú hefur verið komið upp útiæfingastöð við Laugardalslaug, við Seljaskóla og víðar. Hugmynd þessari er komið á framfæri við Umhverfis- og skipulagssviðs.

7. Lögð fram hugmynd af samráðsvefnum Betri Reykjavík dags. 31. júlí sl. „Að banna reykingar fyrir utan inngang sundlauga“.
Íþrótta- og tómstundaráð þakkar athugasemd vegna reykinga við inngang sundlauga.
Reykingar eru ekki leyfðar við anddyri lauganna og tilkynningar hafa verið settar upp þar sem vakin er athygli á að reykingar séu ekki leyfðar. Þar sem ekki eru slíkar ábendingar verður þeim komið upp.

8. Framkvæmdastjóri fór yfir helstu atriði vegna fjárhagsáætlunar 2014.

9. Lögð fram eftirfarandi tillaga Besta flokksins og Samfylkingar:
Íþrótta-og tómstundaráð samþykkir að skipa starfshóp til að skoða möguleg áhrif á auknu samstarf og eða sameiningu íþróttafélaga. Starfshópurinn skal skoða fjárhagsleg, félagsleg og íþróttaleg áhrif slíkrar samvinnu/sameiningar. Einnig skal skoða hver áhrif slíkrar samvinnu/sameinginar getur haft á uppbyggingu og rekstur íþróttamannvirkja í hverfum borgarinnar. Í hópnum verði þrír fulltrúar úr íþrótta-og tómstundaráði,einn fulltrúi ÍBR auk framkvæmdastjóra ÍTR og ÍBR. Hópurinn hafi heimild til að kalla til liðs við sig ráðgjafa utan borgarinnar. Hópurinn skal skila tillögum að næstu skrefum eigi síðar en 1. febrúar 2014.
Frestað.

8. Lögð fram eftirfarandi tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins:
Íþrótta- og tómstundaráð Reykjavíkur óskar eftir því að aðstöðu til hjólabrettaiðkunar verði komið fyrir á Klambratúni að nýju.
Frestað.

Fundi slitið kl. 15:15.

Eva Einarsdóttir
Eva Baldursdóttir Diljá Ámundadóttir
Bjarni Þór Sigurðsson Kjartan Magnússon
Marta Guðjónsdóttir Björn Gíslason