Íþrótta- og tómstundaráð – starfaði til 2022
ÍÞRÓTTA- OG TÓMSTUNDARÁÐ
Ár 2013, föstudaginn 16. ágúst var haldinn 188. fundur íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn í Höfðatorgi og hófst hann kl. 11:05.
Viðstaddir: Eva Einarsdóttir formaður, Eva Baldursdóttir, Diljá Ámundadóttir, Bjarni Þór Sigurðsson, Björn Gíslason, Óttar Guðlaugsson og Marta Guðjónsdóttir. Einnig: Drífa Baldursdóttir áheyrnarfulltrúi VG, Ómar Einarsson framkvæmdastjóri, Steinþór Einarsson skrifstofustjóri, Andrés Bögebjerg Andreasen og Gísli Árni Eggertsson skrifstofustjóri sem skrifaði fundargerð.
Þetta gerðist:
1. Lagt fram bréf ÍBR dags. 19. júní sl. vegna Skautahallarinnar.
2. Lagt fram 4 og 5 mánaða uppgjör ÍTR.
3. Lögð fram drög að nýjum reglum ÍBR og ÍTR um styrki vegna aðstöðu til æfinga- og keppni í íþróttamannvirkjum.
Frestað.
4. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar dags. 20. júní sl. vegna breytinga á fjárfestingaráætlun A-hluta Reykjavíkurborgar 2013.
5. Lagt fram minnisblað dags. 18. júní sl. vegna útivistarsvæðis við Gufunes.
6. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar dags. 21. júní sl. vegna starfshóps um sundlaugar í Reykjavík. Jafnframt lögð fram að nýju skýrsla um sundlaugar ásamt umsögnum MOF, USK, Faxaflóahafna og ÍTR.
7. Lagt fram bréf starfsmanna ÍTR dags. 19. júní sl. vegna fastlaunasamninga.
Vísað til framkvæmdastjóra.
8. Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 27. júní sl. vegna fjárhagsramma 2014. Jafnframt lagt fram bréf fjármálaskrifstofu dags. 2. júlí sl. vegna fjárhagsáætlunar 2014 ásamt fylgigögnum og tímaáætlun.
9. Lagt fram að nýju bréf Íshokkísambandsins dags. 5. maí sl. vegna HM kvenna í íshokkí II. deild 2014. Jafnframt lagt fram bréf ÍBR dags. 26. júní sl. vegna málsins.
Vísað til gerðar fjárhagsáætlunar.
10. Lagt fram bréf skíðadeildar KR dags. 27. júní sl. með beiðni um styrk vegna viðhalds skíðaskála.
Vísað til gerðar fjárhagsáætlunar.
11. Styrkjamál. Í úthlutunarhóp vegna styrkja voru tilnefnd: Diljá Ámundadóttir, Bjarni Þór Sigurðsson, Björn Gíslason og Hermann Valsson.
12. Lagt fram bréf USK dags. 1. júlí sl. vegna fyrirspurnar fulltrúar Sjálfstæðissflokksins.
13. Lagt fram bréf Tennisnefndar ÍBR dags. 1. júlí sl. vegna aðstöðumála.
14. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar dags. 14. ágúst sl. vegna bréfs framkvæmdastjóra ÍTR dags. 1. júlí sl. vegna viðhalds íþróttamannvirkja félaga.
Vísað til gerðar fjárhagsáætlunar.
15. Lagt fram bréf framkvæmdastjóra dags. 27. júní sl. um skipan starfshóps um nám fyrir starfsfólk sund- og baðstaða. Formaður kynnti tilgang og skipan hópsins.
16. Lögð fram ársskýrsla Reykjavíkurmaraþons 2012.
17. Lögð fram ársskýrsla Knattspyrnufélagsins Víkings vegna 2012.
18. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar dags. 30. júlí sl. vegna erindis FRÍ um kaup á tímatökutækjum. Jafnframt lagt fram yfirlit yfir óskir um tækjakaup vegna 2013 á Laugardalsvelli og Laugardalshöll.
Vísað til gerðar fjárhagsáætlunar.
19. Lagt fram bréf Siglingafélagsins Brokeyjar dags. 13. júlí sl. vegna brúar yfir Fossvog.
20. Lögð fram styrkumsókn Keiludeildar ÍR vegna Evrópumeistaramóts landsliða í keilu í október 2014.
Vísað til gerðar fjárhagsáætlunar.
21. Lagt fram yfirlit um afgreiðslutíma sundlauga 2010-2013.
22. Lagt fram minnisblað um þátttöku um þróun borgarstofnana í Breiðholti.
Björn Gíslason vék af fundi kl.13.30.
23. Lagt fram bréf Íþróttafélagsins Fylkis dags. 3. ágúst sl. vegna framkvæmda við áhorfendastúku félagsins.
24. Lagt fram afrit af samningi Reykjavíkurborgar og Skákakademíu Reykjavíkur frá 6. ágúst sl.
25. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar dags. 14. apríl sl. þar sem kynnt er ný samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar.
Fundi slitið kl. 13.40
Eva Einarsdóttir
Eva Baldursdóttir Óttar Guðlaugsson
Diljá Ámundadóttir Marta Guðjónsdóttir
Bjarni Þór Sigurðsson Björn Gíslason