Íþrótta- og tómstundaráð – starfaði til 2022
ÍÞRÓTTA- OG TÓMSTUNDARÁÐ
Ár 2009, föstudaginn 12. júní var haldinn 90. fundur íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn á Bæjarhálsi 1 og hófst kl. 09.10. Viðstaddir: Kjartan Magnússon formaður, Snorri Þorvaldsson, Sigfús Ægir Árnason, Marta Guðjónsdóttir, Stefán Jóhann Stefánsson, Sóley Tómasdóttir og Dofri Hermannsson. Jafnframt: Egill Örn Jóhannsson áheyrnarfulltrúi, Ingvar Sverrisson ÍBR, Soffía Pálsdóttir skrifstofustjóri tómstundamála, Gísli Árni Eggertsson skrifstofustjóri, Ómar Einarsson framkvæmdastjóri og Helga Björnsdóttir skrifstofustjóri sem skrifaði fundargerð.
Þetta gerðist:
1. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar dags. 3. júní sl. þar sem tilkynnt er að Ari Matthíasson taki sæti Hermanns Valssonar sem varamaður í íþrótta- og tómstundaráði.
2. Lagt fram bréf ÍBR dags. 29. maí sl. ásamt gögnum frá þingi ÍBR sem haldið var í febrúar sl.
3. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar dags. 2. júní sl. þar sem fram kemur að erindi Viggós H. Viggóssonar dags. 15. maí sl. um hugmyndir um gerð golfvallar í Úlfarsárdal er vísað til meðferðar íþrótta- og tómstundaráðs.
Vísað til framkvæmdastjóra.
4. Lagt fram minnisblað dags. 3. júní sl. varðandi forgang barna starfsmanna að leikskólum og frístundaheimilum.
Samþykkt að afnema forgang starfsmanna að leikskólum og frístundaheimilum.
5. Lagt fram bréf Sigurðar Páls Sigurðssonar dags. 29. maí sl. með ósk um samstarf vegna styrktartónleika til styrktar Barnaspítala Hringsins.
Vísað til framkvæmdastjóra og forstöðumanns Laugardalslaugar.
6. Lagt fram bréf Velferðarsjóðs barna dags. 8. júní sl. þar sem fram kemur að sjóðurinn veiti ÍTR styrk.
Bókun ráðsins:
Íþrótta- og tómstundaráð Reykjavíkur fagnar því að Velferðarsjóður barna hefur veitt ÍTR myndarlegan styrk til sumarnámskeiðahalds fyrir börn og unglinga. Styrkurinn gerir það að verkum að fleiri börn geta sótt sumarnámskeið óháð fjárhag foreldra. Ennfremur hefur styrkurinn gert ÍTR kleift að ráða fleiri 17 ára nemendur til leiðbeiningastarfa. Ráðið þakka Velferðarsjóði fyrir styrkveitinguna sem og annan stuðning við börn og ungmenni.
7. Lögð fram svör við fyrirspurnum um iðkendafjölda í Svifflugfélagi Íslands og Brokey frá 8. maí sl.
8. Lagðar fram umsóknir um styrki til íþrótta- og tómstundaráðs.
Frestað.
9. Lagt fram yfirlit um fjögurra mánaða fjárhagsstöðu ÍTR.
10. Lögð fram tillaga Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks:
Íþrótta- og tómstundaráð Reykjavíkur samþykkir að óska eftir því við garðyrkjustjóra Reykjavíkur að hann láti kanna möguleika á útbúa leiksvæði fyrir golfáhugamenn í Laugardalnum.
Samþykkt með fjórum atkvæðum gegn einu og vísað til garðyrkjustjóra.
Lögð fram bókun Samfylkingar:
Fulltrúar Samfylkingar telja mikilvægt að samráð sé haft við Hverfisráð Laugardals um ráðstöfun grænna svæða í dalnum.
Lögð fram bókun Vinstri grænna:
Fulltrúi Vinstri grænna í íþrótta- og tómstundaráði getur ekki fallist á að þrengt verði enn frekar að grænum svæðum í Laugardalnum til almennra nota með skilgreiningu á hluta þeirra fyrir golfáhugafólk. Laugardalurinn er einstakt útivistarsvæði sem nýtist bæði íbúum í hverfinu og Reykjavík allri og þá sérstöðu ber að varðveita. Eins getur fulltrúinn ekki fallist á þá málsmeðferð að vísa hugmyndinni til garðyrkjustjóra án þess að samráð verði haft við hverfisráð Laugardals. Slík vinnubrögð eru ekki í samræmi við hugmyndafræðina á bak við stofnun og starfsemi hverfisráða.
11. Lögð fram tillaga Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks:
Íþrótta- og tómstundaráð Reykjavíkur samþykkir að gripið verði til aðgerða til að bæta aðstöðu barna og ungmenna í Norðlingaholti til útivistar og íþróttaiðkunar. Stefnt verði að því að leggja sparkvöll í hverfinu í sumar og skoðaðir tiltækir kostir fyrir aðstöðu til hjólabrettaiðkunar.
Samþykkt einróma.
Kl. 10.05 vék framkvæmdastjóri af fundi.
12. Lögð fram tillaga Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks:
Íþrótta- og tómstundaráð Reykjavíkur samþykkir að hefja undirbúning að lagningu körfuknattleiksvallar úr gúmmíefni (tartan) á lóð Hagaskóla.
Samþykkt með fjórum atkvæðum.
Lögð fram bókun fulltrúa Samfylkingarinnar:
Hér hafa á þessum fundi verið samþykktar frómar óskir um að undirbúningur verði hafinn að litlum en góðum málum. Það má þó í leiðinni benda á að Reykjavíkurborg er að víkja frá áður gefnum stórum loforðum um framkvæmdir hjá íþróttafélögum í úthverfum borgarinnar.
Lögð fram bókun fulltrúa Vinstri grænna:
Fulltrúi Vinstri grænna telur ekki nægilegar upplýsingar liggja fyrir um aðstöðu í hverfum borgarinnar til að hægt sé að rökstyðja að körfuknattleiksvöllur í Vesturbæ sé brýnasta verkefnið á þessu sviði í augnablikinu og situr því hjá við afgreiðslu málsins.
Fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks óska bókað:
Reykjavíkurborg hefur verið í góðu samráði við íþróttafélög í úthverfum borgarinnar varðandi frestun stórra framkvæmda í ljósi efnahagsástandsins. Víðtækar og ýtarlegar upplýsingar liggja fyrir um aðstöðumál íþróttafélaga í Reykjavík og er þær m.a. að finna á heimasíðu ÍTR.
Lögð fram eftirfarandi fyrirspurn frá Samfylkingunni:
Hvar eru margir körfuboltavellir í borginni ónothæfir vegna ónýtra körfuboltaspjalda?
13. Lögð fram niðurstaða starfshóps um eflingu frístundaþjónustu íþrótta- og tómstundasviðs fyrir börn í 5.-7. bekk grunnskólans frá og með næsta hausti.
14. Fulltrúar Samfylkingar lögð fram eftirfarandi fyrirspurn?
Hvar er stödd tillaga um átak til skapandi tómstundastarfs fyrir ungmenni á framhaldsskólaaldri í Reykjavík í sumar? sem vísað var til ÍTR frá borgarstjórn nýverið.
Fundi slitið kl. 11.10
Kjartan Magnússon
Snorri Þorvaldsson Marta Guðjónsdóttir
Sigfús Ægir Árnason Sóley Tómasdóttir
Stefán Jóhann Stefánsson Dofri Hermannsson