Íþrótta- og tómstundaráð – starfaði til 2022 - og tómstundaráð

Íþrótta- og tómstundaráð – starfaði til 2022

ÍÞRÓTTA- OG TÓMSTUNDARÁÐ

Ár 2006, fimmtudaginn 9. febrúar var haldinn 24. fundur íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn á Fríkirkjuvegi 11 og hófst kl. 11:35. Viðstaddir voru: Anna Kristinsdóttir formaður, Andrés Jónsson, Svandís Svavarsdóttir, Benedikt Geirsson, Bolli Thoroddssen og Guðlaugur Þór Þórðarson. Jafnframt sátu fundinn: Reynir Ragnarsson, Skúli Skúlason fjármálastjóri, Ómar Einarsson sviðsstjóri og Helga Björnsdóttir skrifstofustjóri sem skrifaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Lögð fram fundargerð seinsta fundar.

2. Lagt fram minnisblað skrifstofustjóra íþróttamála um yfirlit um aðsókn að sundstöðum og opnunartíma þeirra.

3 Lögð fram greinargerð Íþróttafélags Reykjavíkur dags. 21. nóv. sl. vegna þjónustusamnings ÍTR og ÍR.

4. Lögð fram greinargerð Knattspyrnufélagins Fram vegna þjónustusamnings ÍTR og Fram.

5. Lögð fram greinargerð Knattspyrnufélagsins Víkings dags. 30.12. vegna þjónustusamnings ÍTR og Víkings.

6. Lagt fram yfirlit yfir iðkendur hjá íþróttafélögum í Reykjavík.

- Kl. 11:50 kom Margrét Sverrisdóttir á fundinn.
- Kl. 12:00 kom Ingvar Sverrisson á fundinn.

7. Lögð fram Forvarnarstefna Reykjavíkurborgar.

8. Lagt fram afrit af tillögu framkvæmdaráðs vegna byggingar keppnisvallar í knattspyrnu.

9. Lögð fram áfangaskýrsla um sumarstarf Fjörliða og Léttliða 2005.

10. Lagt fram bréf sviðsstjóra ÍTR dags. 13. janúar sl. ásamt drögum að leigusamningi vegna Stardals fyrir skíðasvæðið í Skálafelli.

- Kl. 12:20 vék Andrés Jónsson af fundi.

11. Lagt fram bréf Hjalta J. Guðmundssonar dags. 22. des. sl. varðandi
Staðardagskrá 21.

12. Lagt fram bréf sviðsstjóra ÍTR dags. 26. janúar sl. vegna bréfs Ungmennafélagsins Fjölnis sbr. 13. liður fundargerðar seinasta fundar.
Guðlaugur Þór Þórðarson vék af fundi undir þessum lið.

13. Lögð fram gögn vegna hugmyndasamkeppni í Laugardalslaug meðal gesta laugarinnar.

14. Lagt fram frumvarp til æskulýðslaga, þskj. 655-434. mál á Alþingi.

15. Lagt fram bréf ÍBR dags. 15. janúar sl. varðandi samgöngumál og bílastæði í Laugardalnum.

16. Lagt fram afrit af bréfi sviðsstjóra ÍTR dags. 30. janúar sl. til borgarráðs varðandi drög að samningi við GR.

- Kl. 12:50 vék Reynir Ragnarsson af fundi.
- Kl. 12:50 kom Frímann Ari Ferdinardsson á fundinn.

17. Lagt fram bréf Félags fagfólks í frítímaþjónustu dags. 19. jan. sl. vegna starfsemi félagsins.

18. Lagt fram bréf Kultur og Fritidsförvaltningen í Kaupmannahöfn dags. 23. janúar sl. vegna norrænnar höfuðborgarráðstefnu um íþróttir.

19. Lagt fram bréf sviðsstjóra ÍTR dags. 1. febrúar sl. varðandi drög að samningi við Knattspyrnufélagið Þrótt vegna Rey-Cup og drög að samningi við Knattspyrnufélagið Þrótt og Glímufélagið Ármann vegna reksturs mannvirkja í Laugardal.

20. Lagðar fram fyrstu hugmyndir um rekstur gæsluvalla á vegum ÍTR.
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins lögðu fram eftirfarandi tillögu:
Fulltrúar Sjálfstæðisflokks leggja til að gæsluleikvellir borgarinnar verði opnaðir aftur og starfræktir allt árið. Þá er lagt til að starfsemin verði þróuð og aðlöguð þörfum nútímaþjóðfélags þannig að gæsluleikvellirnir verði raunhæfur kostur í vali um dagvistarúrræði.
Frestað.

21. Lögð fram umsókn aðstandenda go-riding.com dags. 27. des. sl. með ósk um ýmsan stuðning.
Vísað til jaðaríþróttanefndar.

22. Lagt fram fjárhagsuppgjör vegna ársins 2004.
Fjármálastjóri gerði grein fyrir fjárhagsuppgjörinu.

23. Lögð fram 3ja ára rekstrar- og framkvæmdaáætlun borgarsjóðs fyrir 2007-2009. Jafnframt lögð fram 3ja ára rekstraráætlun ÍTR.

24. Lögð fram greinargerð Nýsis hf. dags. 23. janúar sl. vegna íþróttaaðstöðu við Víkurveg. Jafnframt lagt fram minnisblað sviðsstjóra ÍTR dags. 25. janúar og umsögn ÍBR dags. 8. feb. sl.
Frestað.

Fundi slitið kl. 14:00

Anna Kristindóttir

Svandís Svavarsdóttir Ingvar Sverrisson
Benedikt Geirsson Guðlaugur Þór Þórðarson
Bolli Thoroddsen