Íþrótta- og tómstundaráð – starfaði til 2022 - og tómstundaráð

Íþrótta- og tómstundaráð – starfaði til 2022

ÍÞRÓTTA- OG TÓMSTUNDARÁÐ

Ár 2005, fimmtudaginn 13. október var haldinn 17. fundur íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn á Fríkirkjuvegi 11 og hófst kl. 11:45. Viðstaddir voru: Anna Kristinsdóttir formaður, Svandís Svavarsdóttir og Benedikt Geirsson. Jafnframt sátu fundinn Margrét Sverrisdóttir, Skúli Skúlason fjármálastjóri, Soffía Pálsdóttir skrifstofustjóri æskulýðsmála, Steinþór Einarsson skrifstofustjóri íþróttamála og Helga Björnsdóttir skrifstofustjóri sem skrifaði fundargerð.


Þetta gerðist:

1. Lögð fram fundargerð seinasta fundar.

2. Lögð fram drög að starfs- og fjárhagsáætlun ÍTR fyrir árið 2006.
Skúli Skúlason fjármálastjóri, Steinþór Einarsson skrifstofustjóri íþróttamála og Soffía Pálsdóttir skrifstofustjóri æskulýðsmála gerðu grein fyrir starfs- og fjárhagsáætlun og svöruðu fyrirspurnum.

- kl. 11:55 kom Kjartan Magnússon á fundinn.

Fjárhagsáætlun samþykkt. Fulltrúar sjálfstæðismanna sátu hjá.
Stefnukort ÍTR samþykkt samhljóða.

3. Fulltrúar sjálfstæðismanna lögðu fram svohljóðandi bókun:
Á fundi íþrótta- og tómstundaráðs 24. nóvember 2004 lögðu fulltrúar sjálfstæðismanna fram eftirfarandi tillögu. Afgreiðslu tillögunnar var frestað og hefur meirihluti R-listans í ráðinu ekki enn tekið tillöguna til afgreiðslu. Um leið og þau vinnubrögð eru átalin, er þess óskað að tillagan hljóti afgreiðslu sem fyrst.
Tillaga sjálfstæðismanna, lögð fram á fundi ÍTR 24. nóvember 2004:
Íþrótta- og tómstundaráð óskar eftir álitsgerð framkvæmdastjóra Íþrótta- og tómstundaráðs og Fasteignastofu Reykavíkurborgar á kostum vegna yfirbyggðrar sundlaugar við Vesturbæjarlaug. Óskað er eftir að farið verði yfir fyrirliggjandi hugmyndir um kostnað, stærð og staðsetningu mannvirkis. Skoðað verði hvort álitlegt sé að heilsuræktarstöð á vegum einkaaðila verði komið fyrir á efri hæð nýbyggingarinnar sem verði í góðum tengslum við sundlaugarsvæðið. Þá verði sérstaklega skoðað hvernig staðið verði að fjármögnun mannvirkisins, t.d. með einkaframkvæmd eða alútboði. Ljóst er að einkaaðilar hafa lýst yfir áhuga á að koma að umræddu verkefni og því er rétt að kanna það sérstaklega hvort hægt verði að fjármagna það að hluta til eða að öllu leyti af þeim.

Fundi slitið kl. 12:40


Anna Kristinsdóttir

Svandís Svavarsdóttir Kjartan Magnússon
Benedikt Geirsson