Íþrótta- og tómstundaráð – starfaði til 2022 - og tómstundaráð

Íþrótta- og tómstundaráð – starfaði til 2022

ÍÞRÓTTA- OG TÓMSTUNDARÁÐ

Ár 2005, fimmtudaginn 27. október var haldinn 18. fundur íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn á Fríkirkjuvegi 11 og hófst kl. 11:50. Viðstaddir voru: Anna Kristinsdóttir formaður, Andrés Jónsson, Loftur Sigurðsson, Kjartan Magússon og Benedikt Geirsson. Jafnframt sátu fundinn Kolbeinn Már Guðjónsson, Ómar Einarsson sviðsstjóri og Helga Björnsdóttir skrifstofustjóri sem skrifaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Lögð fram fundargerð seinasta fundar.

2. Lagt fram bréf borgaráðs dags. 30. sept. sl. þar sem vísað er til umsagnar íþrótta- og tómstundaráðs erindi varðandi útivistarleiki í Heiðmörk.
Lagt fram bréf borgarráðs dags. 14. okt. sl. þar sem vísað er til umsagnar íþrótta- og tómstundaráðs erindi Solarus dags. 9. okt. sl. varðandi útivistarleiki í Heiðmörk. Jafnframt lagt fram bréf sviðsstjóra ÍTR dags. 24.10. sl. varðandi erindið.

3. Lagt fram minnisblað framkvæmdastjóra ÍBR dags. 11. okt. sl. varðandi samning milli skautafélaganna, Reykjavíkurborgar og ÍBR.

4. Lagt fram bréf Stefaníu Sörhellar dags. 22. sept. sl. þar sem óskað er eftir umsögn íþrótta- og tómstundaráðs um drög að Forvarnarstefnu Reykjavíkurborgar.
Íþrótta- og tómstundaráð gerir ekki athugasemdir fyrir sitt leyti.

5. Lagt fram bréf Gufunesbæjar dags. 5. október sl. varðandi framtíðaruppbyggingu á lóð frístundamiðstöðvarinnar.

6. Lagt fram bréf Guðbjargar Eggertsdóttur og Þorbjargar Guðlaugsdóttur dags. 7. okt. sl. með ósk um stuðning vegna sjúkraþjálfunar fatlaðra barna á hestbaki.
Vísað til sviðsstjóra ÍTR.

7. Lagt fram bréf sviðsstjóra ÍTR dags. 7. okt. sl. varðandi framtíðarstaðsetningu Fram í Úlfarsárdal.

8. Lagt fram að nýju bréf sviðsstjóra ÍTR dags. 11. mars 2005 varðandi Kvennahlaup ÍSÍ.
Formaður lagði fram eftirfarandi tillögu:
Íþrótta- og tómstundaráð samþykkir að ganga til viðræðna við ÍSÍ um að kvennahlaup ÍSÍ verði í Reykjavík árið 2006.
Viðræðum verði hraðað þannig að niðurstaða liggji fyrir á næsta fundi.
Samþykkt samhljóða.

9. Lagt fram bréf Skátasambands Reykjavíkur dags. 26. sept. sl. vegna styrkumsókna sambandsins fyrir 2006.

10. Lögð fram áætlun TBR um starfsemi áranna 2005-2006 sbr. þjónustusamning félagsins við Reykjavíkurborg.

11. Lagt fram bréf Íþróttafélags fatlaðra í Reykjavík dags. 6. sept. sl. vegna þjónustusamnings.
Vísað til sviðsstjóra ÍTR og Íþróttabandalags Reykjavíkur.

12. Lögð fram kostnaðaráætlun VST dags. 26. sept. sl. vegna bogfimibrautar hjá ÍFR.

13. Lagt fram að nýju sbr. 12. fundur liður 18. og 15. fundur liður 2 bréf Önnu M. Guðjónsdóttur dags. 19. maí sl. f.h. stjórnkerfisnefndar með drögum að niðurstöðum starfshóps um upplýsingamiðlun, samráð og þátttöku.
Íþrótta- og tómstundaráð gerir ekki athugasemdir fyrir sitt leyti.

14. Lagt fram bréf Tónlistarþróunarmiðstöðvar varðandi starfsemi miðstöðvarinnar.

15. Lagt fram bréf skipulagsráðs dags. 5. okt. sl. þar sem vísað er til umsagnar íþrótta-
og tómstundaráðs, greiðasölu við Árbæjarsundlaug.
Vísað til sviðsstjóra ÍTR.

16. Lagt fram minnisblað framkvæmdastjóra ÍBR dags. 15. okt. sl. varðandi styrki til æfinga og keppni dansfélaga.

17. Lagt fram minnisblað framkvæmdastjóra ÍBR dags. 16. okt. sl. varðandi Reykjavíkurhjólreiðakeppni.
Vísað til borgarráðs.

18. Rætt um borgarleika unglinga í Reykjavík 2007. Samþykkt að Anna Kristinsdóttir og Guðlaugur Þór Þórðarsson sitji í undirbúningshóp vegna leikanna.

19. Lagt fram yfirlit um biðlista á Frístundaheimili í Reykjavík.

20. Fulltrúar Sjálfstæðiflokksins voru með fyrirspurn um stöðu framkvæmda á gervigrasvöllum í borginni.

21. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins voru með fyrirspurn um stöðu flutnings á skíðadeildum ÍR og Víkings í Bláfjöll.

22. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins lögðu fram eftirfarand tillögu:
Íþrótta- og tómstundaráð samþykkir að leita leiða til að bæta aðstöðu til útileikja og íþróttaiðkunar í Austurbæ, Þingholtum og Hlíða- og Holtahverfi. Með nýbyggingum á auðum svæðum í þessum hverfum hefur verið þrengt að svæðum, sem börn og unglingar hafa notað til leikja og íþróttaiðkunar. Mikilvægt er að bregðast við því með að fegra og bæta opin leiksvæði í þessum hverfum og bæta aðstæður til íþróttaiðkunar inni í hverfunum.
Frestað.

23. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins lögðu fram eftirfarand tillögu:
Íþrótta- og tómstundaráð samþykkkir að beina því til borgarráðs að lögð verði áhersla á að bæta aðstöðu til íþróttaiðkunar í Árbæjar-, Ártúns- og Seláshverfi. Mikilvægt er að ná sem fyrst niðurstöðu í viðræðum við Íþróttafélagið Fylki um skipulagsmál og framtíðaruppbyggingu félagsins og skoða hugmyndir þess. Brýnt er að tryggja félaginu aukið æfingasvæði, annað hvort fyrir vestan núverandi vallarsvæði, úti í Elliðaárhólma eða við Rauðavatn. Þá þarf að finna lausn á stúkumálum við keppnisvöll, skoða mögulega færslu á vellinum og hugmyndir um fimleikahús.
Frestað.

24. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins lögðu fram eftirfarand tillögu:
Íþrótta- og tómstundaráð samþykkir að beina því til borgarráðs að lögð verði áhersla á að bæta aðstöðu til íþróttaiðkunar í Grafarvogi. Brýnt er að ná sem fyrst niðurstöðu í viðræðum við Ungmennafélagið Fjölni um aðstöðumál félagsins og framtíðaruppbyggingu og skoða hugmyndir þess um gervigrasvöll, stúku og körfuknattleikssal. Ástæða er til að skoða sérstaklega aðstæður til íþróttaiðkunar í þessu fjölmenna og barnmarga hverfi og bæta aðstöðuna með það að markmiði að hún verði í samræmi við það sem best gerist annars staðar í borginni.
Frestað.

Fundi slitið kl. 13:05.

Anna Kristinsdóttir
Andrés Jónsson Kjartan Magnússon
Benedikt Geirsson Loftur Sigurðsson