Íþrótta- og tómstundaráð – starfaði til 2022 - og tómstundaráð

Íþrótta- og tómstundaráð – starfaði til 2022

ÍÞRÓTTA- OG TÓMSTUNDARÁÐ

Ár 2005, miðvikudaginn 14. september var haldinn 14. fundur íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn á Fríkirkjuvegi 11 og hófst kl. 11:05. Viðstaddir voru: Anna Kristinsdóttir formaður, Ingvar Sverrisson, Svandís Svavarsdóttir og Benedikt Geirsson. Jafnframt sátu fundinn Kolbeinn Már Guðjónsson, Frímann Ari Ferdinardsson, Ómar Einarsson, og Helga Björnsdóttir sem skrifaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Lögð fram fundargerð seinasta fundar.

2. Lagt fram bréf sviðsstjóra ÍTR dags. 22. ágúst sl. vegna skíðasvæðisins við Hengil.
Fulltrúar Reykjavíkurlistans lögðu fram svohljóðandi tillögu:
Íþrótta- og tómstundaráð samþykkir að mæla með því við borgarráð að gengið verði til samninga við skíðadeildir ÍR og Víkings um flutning á starfsemi deildanna í Bláfjöll og um kaup á eignum félaganna á Hengilssvæðinu og uppbyggingu mannvirkja í Bláfjöllum.
Framkvæmdasviði borgarinnar í samvinnu við skíðadeildirnar og ÍTR verði falið að hefja undirbúning hönnunar og útboðs og framkvæmda á skíðaskála í Bláfjöllum.
Samþykkt. Fulltrúi Sjálfstæðisflokksins sat hjá.

- kl. 11:10 kom Kjartan Magnússon á fundinn.

3. Lagt fram bréf Íþróttafélagsins Leiknis dags. 28. júní sl. vegna starfsemi félagsins og fl.
Fulltrúar Reykjavíkurlistans lögðu fram svohljóðandi tillögu:
Íþrótta- og tómstundaráð felur formanni og framkvæmdastjóra að ganga til viðræðna við Knattspyrnufélagið Leikni Breiðholti um framtíðarsýn varðandi uppbyggingu íþróttamannvirkja, félagsaðstöðu og innra starf félagsins.
Lögð verði fram tillaga um verkefnið eigi síðar en um mánaðarmótin nóv.-des. 2005.
Frestað.

Lögð fram að nýju tillaga sjálfstæðismanna sbr. seinasta fund:
Íþrótta- og tómstundaráð samþykkir að gerður verði samningur við Íþróttafélagið Leikni í Breiðholti um stuðning borgaryfirvalda um starf íþróttafulltrúa á vegum félagsins. Samningurinn taki mið að þeim samningum, sem þegar hafa verið gerðir við önnur hverfisíþróttafélög í borginni.
Frestað.

Lögð fram að nýju tillaga sjálfstæðismanna sbr. seinsta fund:
Íþrótta- og tómstundaráð samþykkir að hefja undirbúning að nýbyggingu félagshúss fyrir íþróttafélagið Leikni. Framkvæmdastjóra er falið að vinna að þarfagreiningu ásamt skipulagslegri og byggingafræðilegri úttekt vegna hússins í samráði við stjórn félagsins.
Frestað.

4. Lagðar fram æfingatöflur sundfélaga í Laugardalslaug og öðrum sundlaugum.
Vísað til sviðsstjóra ÍTR og framkvæmdastjóra ÍBR.

5. Lagt fram bréf skipulagsfulltrúa dags. 22. júlí sl. vegna breytinga á deiliskipulagi á lóð Egilshallar.
Fulltrúar Reykjavíkurlistans lögðu fram svohljóðandi tillögu:
Íþrótta- og tómstundaráð gerir ekki athugasemdir við fyrirhugaðar breytingar á deiliskipulagi á lóð Egilshallar að Fossaleyni 1 en hefur þó fyrirvara á eftirfarandi atriði:
Fyrirhugaður gervigrasvöllur norðan Egilshallar gengur inn á litla golfvöllinn, sem notaður er mikið af byrjendum, börnum og unglingum og ellilífeyrisþegum. Fara þarf yfir staðsetningu gervigrasvallarins með GR með tilliti til þessa, laga þarf staðsetningu á einhverjum brautum golfvallarins. Einhver kostnaður mun hljótast af slíkum breytingum.
Ekki hefur verið gengið til samninga við Reykjavíkurborg um skiptingu á malar- og grasvöllum sunnan Egilshallar, sem taka á undir bílastæði, í stað fyrirhugaðs gervigrasvallar. Gera þarf samkomulag um kostnað vegna framkvæmda og reksturs gervigrasvallarins.
Varðandi fyrirhugað körfuknattleikshús sem sýnt er á deiliskipulagsteikningum, þá hafa ekki farið fram viðræður við Reykjavíkurborg um byggingu, rekstur eða leigu á tímum í slíku íþróttahúsi.
Bygging á slíku íþróttahúsi, á þessum stað í Grafarvogshverfi, er ekki forgangsverkefni á vegum íþrótta- og tómstundaráðs.
Samþykkt. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins sátu hjá.

6. Lagt fram bréf Birgis Helgasonar dags. 22. ágúst sl. vegna reiðskóla fyrir fatlaða.
Vísað til sviðsstjóra ÍTR.

7. Lagt fram bréf Skautafélags Reykjavíkur, listhlaupadeildar, dags. 9. júlí sl. með beiðni um styrk vegna skautaskóla.
Vísað til afgreiðslu styrkjaúthlutunar.

8. Lagt fram bréf Íslenska Alpaklúbbsins dags. 23. júní sl. með beiðni um styrk vegna uppbyggingar á klifursvæði.
Vísað til afgreiðslu styrkjaúthlutunar.

9. Lagt fram bréf Knattspyrnufélagsins Víkings dags. 20. júní sl. vegna framkvæmda við tennisvelli félagsins.
Vísað til umfjöllunar um gerð fjárhagsáætlunar.

10. Lagt fram bréf Knattspyrnufélagsins Víkings dags. 17. ágúst sl. vegna endurnýjunar á æfingasvæðum félagsins.
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins lögðu fram svohljóðandi bókun:
Ljóst er að æfingasvæði Knattspyrnufélagsins Víkings eru í slæmu ásigkomulagi. Við teljum því brýnt að lagningu gervigrasvallar í Víkinni verði lokið á árinu 2006 og minnum á tillögu okkar þar að lútandi, sem felld var af fulltrúum R-listans á síðasta fundi ÍTR.

11. Lagt fram bréf Dansíþróttafélagsins Gulltopps dags. 30. maí sl. með beiðni um húsaleigustyrk.
Vísað til umsagnar sviðsstjóra ÍTR og framkvæmdastjóra ÍBR.

12. Lagt fram bréf skipulagsráðs dags. 17. ágúst sl. vegna pyslu-veitingasölu við Árbæjarsundlaug.

13. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar dags. 26. ágúst sl. vegna tillögu um leyfi til útileikja í Heiðmörkinni.
Íþrótta- og tómstundaráð mælir ekki gegn því að gefið verði leyfi til útivistarleikja í Heiðmörk og vísar að öðru leyti í bókun stjórnar OR um málið frá 17. ágúst sl.

14. Lögð fram yfirlit yfir opnun nýrra þjónustumiðstöðva.

16. Lagt fram fundarplan íþrótta- og tómstundaráðs til áramóta.

17. Lögð fram til kynningar tillaga borgarstjóra frá fundi borgarráðs 8. sept. sl. um leikskóla og frístundaheimili borgarinnar.

18. Lagt fram minnisblað sviðsstjóra ÍTR dags. 13. sept. um stöðu frístundaheimila.

20. Fulltrúar Sjálfstæðismanna lögðu fram svohljóðandi tillögu:
Íþrótta- og tómstundaráð Reykjavíkur lýsir yfir vilja sínum til þess að Knattspyrnufélagið Víkingur fái landspildu þá í Stjörnugróf undir félagssvæði sitt, þar sem nú er gróðrarstöðin Mörk, þegar lóðarleigusamningur við fyrirtækið rennur út árið 2016. Jafnframt verði hafnar viðræður við gróðrarstöðina með það að markmiði að ná samkomulagi um flutning á starfsemi hennar á annan stað í borginni innan fjögurra ára eða nokkru áður en umræddur lóðarleigusamningur rennur út. Í þriðja lagi verði lögð áhersla á að ljúka deiliskipulagsvinnu vegna þess svæðis í austurhluta Fossvogsdals, sem nýst gæti útivistar- og íþróttastarfsemi, í samvinnu við Kópavogsbæ.
Greinargerð fylgir tillögunni.
Frestað

Fundi slitið kl. 12:00

Anna Kristinsdóttir
Ingvar Sverrisson Svandís Svavarsdóttir
Benedikt Geirsson Kjartan Magnússon