Íþrótta- og tómstundaráð – starfaði til 2022 - og tómstundaráð

Íþrótta- og tómstundaráð – starfaði til 2022

ÍÞRÓTTA- OG TÓMSTUNDARÁÐ

Ár 2004. Miðvikudaginn 13. október var haldinn 353. fundur íþrótta- og tómstundaráðs. Fundurinn var haldinn í Laugardalslaug og hófst kl. 12:10. Viðstaddir voru: Anna Kristinsdóttir formaður, Ingvar Sverrisson, Svandís Svavarsdóttir, Benedikt Geirsson, Kjartan Magnússon og Reynir Ragnarsson. Jafnframt: Gísli Árni Eggertsson aðstoðarframkvæmdastjóri, Ómar Einarsson fram-kvæmdastjóri og Skúli Skúlason fjármálastjóri. Fundarritari: Helga Björnsdóttir skrifstofustjóri.


Þetta gerðist:

1. Lögð fram fundargerð síðasta fundar.

2. Lagður fram undirskriftalisti vegna gervigrasvallar við Safamýri.
Vísað til Fasteignastofu og skipulags- og bygginganefndar.

3. Lagt fram bréf Laugalækjarskóla dags. 4. okt. sl. með ósk um styrk vegna Norðurlandamóts barnaskólasveita í skák.
Samþykkt, enda komi sambærilegt framlag frá Fræðslumiðstöð.

4. Lagt fram bréf Hverfisráðs Kjalarness dags. 5. okt. sl. varðandi bókum á fundi ráðsins vegna Frístundaheimilisins Kátakots.

Kl.12:15 kom Kjartan Magnússon á fundinn.
Kl.12:20 kom Margrét Sverrisdóttir á fundinn.

5. Lagt fram bréf borgarráðs dags. 8. okt. sl. þar sem samþykkt var tillaga um Laugardalsvöll - þjóðarleikvang.
Lögð fram eftirfarandi bókun:
Í þeim samningaviðræðum sem nú standa yfir um framkvæmdir við þjóðarleikvang á milli borgaryfirvalda og KSÍ vill stjórn ÍTR árétta að tryggt verði áfram að Laugardalsvöllur verði bæði þjóðarleikvangur í knattspyrnu og frjálsum íþróttum.

6. Lagt fram bréf Skautafélags Reykjavíkur, listhlaupadeild dags. 7. okt. sl. varðandi æfingatíma deildarinnar.
Vísað til framkvæmdastjóra og ÍBR.

7. Lagt fram bréf Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands dags. 17. sept. sl. varðandi æfingatíma hjá hlaupadeild Skautasambandsins.
Vísað til framkvæmdatjóra ÍTR og ÍBR.

8. Lagt fram bréf Júdósambands Íslands dags. 11. okt. sl. varðandi Norðurlandamót í júdó í maí 2005.
Vísað til skoðunar fjárhagsáætlunar.

9. Lagt fram afrit af bréfi samráðshóps um sumarvinnu skólafólks til borgarráðs dags. 8. nóv. sl.

10. Lögð fram drög að fjárhagsáætlun vegna ársins 2005.

11. Lagt fram bréf skipulags- og byggingasviðs dags. 29.09. sl. varðandi lóðarstækkun við Fossaleyni 1, Egilshöll.
Björn Axelsson frá skipulags- og byggingasviði kom á fundinn og kynnti málið.
Lögð fram eftirfarandi bókun:
ÍTR leggst ekki gegn starfsemi kvikmyndasala í húsnæði Egilshallar og telur ekki að sú starfsemi hafi neikvæð áhrif á íþróttaiðkun barna og ungmenna sem þar fer fram.

Kl. 13:10 vék Ingvar Sverrisson af fundi.

12. Framkvæmdir við yfirbyggða sundlaug skoðaðir í fylgd forstöðumanns Laugardalslaugar.

Fundi slitið kl. 13:40.


Anna Kristinsdóttir

Ingvar Sverrisson Svandís Svavarsdóttir
Benedikt Geirsson Kjartan Magnússon