Íþrótta- og tómstundaráð – starfaði til 2022 - og tómstundaráð

Íþrótta- og tómstundaráð – starfaði til 2022

ÍÞRÓTTA- OG TÓMSTUNDARÁÐ

Ár 2005, föstudaginn 18. mars var haldinn 6. fundur Íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn í Laugum og hófst kl.11:10. Viðstaddir voru: Anna Kristinsdóttir formaður, Andrés Jónsson, Benedikt Geirsson og Bolli Thoroddsen. Jafnframt sátu fundinn: Agnar Freyr Helgason, Reynir Ragnarsson, Skúli Skúlason fjármálastjóri, Steinþór Einarsson yfirmaður íþróttamála, Soffía Pálsdóttir æskulýðsfulltrúi, Ómar Einarsson sviðsstjóri, Gísli Árni Eggertsson aðstoðarframkvæmdastjóri og Helga Björnsdóttir skrifstofustjóri sem skrifaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Lögð fram fundargerð íþrótta- og tómstundaráðs frá síðasta fundi.

2. Lagt fram bréf Sundsambands Íslands dags. 7. mars sl. vegna Norðurlandameistaramóts unglinga í sundi 3.- 4. desember 2005.
Samþykkt að yfirmaður íþróttamála hjá ÍTR verði tengiliður ÍTR vegna mótsins.

3. Lagt fram bréf Ungmennafélagsins Fjölnis dags. 4. mars sl. vegna átaks gegn hreyfingarleysi barna.
Samþykkt að forstöðumaður IMG verði tengiliður ÍTR vegna verkefnisins.

4. Lagt fram bréf Tónlistarþróunarmiðstöðvar dags. 1. mars sl. með ósk um samstarf við ÍTR og Hitt Húsið.
Vísað til forstöðumanns Hins Hússins til umsagnar.

- kl. 11:20 kom Svandís Svavarsdóttir á fundinn.
- kl. 11:25 komu Kjartan Magnússon og Ingvar Sverrisson á fundinn.

5. Lagt fram fjárhagsuppgjör vegna ársins 2004 ásamt endurskoðaðri fjárhagsáætlun 2005.
Fjármálastjóri gerði grein fyrir fjárhagsuppgjörinu.

6. Lagt fram að nýju sbr. 19. lið fundargerðar ÍTR frá 11. mars sl. bréf æskulýðsfulltrúa ÍTR dags. 1. mars sl. vegna hverfaskiptingar borgarinnar.

7. Lagt fram að nýju sbr. 20. lið fundargerðar ÍTR frá 11. mars sl. bréf æskulýðsfulltrúa og íþróttafulltrúa dags. 21. febrúar sl. vegna starfsmanna ÍTR í Þjónustumiðstöðvum.
Tillögur þær sem fram koma í bréfinu samþykktar.

8 Lögð fram að nýju drög að stefnumótun íþrótta- og tómstundasviðs.
Áheyrnarfulltrúi ÍBR lagði fram svofellda bókun:
Í lok árs 1999 og byrjun árs 2000 var unnin sameiginleg stefna ÍTR og ÍBR í íþróttamálum til ársins 2010 sem nefnist #GLÍþróttir á nýrri öld#GL. Þessi stefnumörkun var samþykkt í stjórn ÍTR. Í því ljósi að í gildi er sameiginleg stefna íþróttahreyfingarinnar og ÍTR er rétt að vekja athygli á nokkrum atriðum og spyrja nokkurra spurninga.
• Hvaða áherslubreytingar koma fram í þessari nýju meginstefnu ÍTR frá fyrri stefnumörkun um íþróttamál?
• Stendur fyrri stefnumörkun áfram af hálfu ÍTR?
• Er í þessari nýju meginstefnu mörkuð ný stefna í starfsemi ÍTR sem miðast að því að ÍTR hafi í auknum mæli bein samskipti við íþróttafélög í Reykjavík?
• Munu samskipti og samstarf ÍTR og ÍBR, sem félögin líta á sem sinn málsvara, og hefur ákveðið hlutverk skv. íþróttalögum, breytast eitthvað í kjölfar nýrrar stefnumótunar?
Í upphafi þegar áætlanir um að vinna stefnumörkun voru kynntar var það marg ítrekað að haft yrði samstarf við hagsmunaaðila. Var óskað eftir að ÍBR tilnefndi 3 fulltrúa til að vinna með jafnmörgum fulltrúum ÍTR að íþróttahluta stefnumótunar ÍTR. Stjórn ÍBR telur að ÍBR hafi verið afskipt í þessari vinnu. Stuttur fundur með sérfræðingi sem síðan var leystur frá verkinu og enginn fundur með þeim aðilum sem luku gerð stefnumótunarinnar er ekki fullnægjandi hafi það verið einlægur vilji ÍTR að vinna að málinu með þeim hætti sem boðað var.

Þá er vakin athygli á því að á milli ÍTR f.h. Reykjavíkurborgar og ÍBR f.h. íþróttafélaganna í Reykjavík er í gildi samningur um samskipti aðila þ.e. á hvern hátt styrkveitingum til hreyfingarinnar skuli háttað og önnur atriði sem snúa að samstarfi og samvinnu aðila. Það er mat stjórnar ÍBR að ekki hafi verið staðið við þennan samning af hálfu ÍTR á undanförnum vikum og misserum.

Formaður óskað eftir skriflegum skýringum frá áheyrnarfulltrúa ÍBR um hvaða atriði hefði ekki verið staðið við af hálfu ÍTR.

Fundi slitið kl. 12:55.

Anna Kristinsdóttir

Ingvar Sverrisson Andrés Magnússon
Svandís Svavarsdóttir Benedikt Geirsson
Kjartan Magnússon Bolli Thoroddsen