Íþrótta- og tómstundaráð – starfaði til 2022 - og tómstundaráð

Íþrótta- og tómstundaráð – starfaði til 2022

ÍÞRÓTTA- OG TÓMSTUNDARÁÐ

Ár 2013, föstudaginn 10. maí var haldinn 185. fundur íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn í Höfðatorgi og hófst hann kl. 11:00. Viðstödd: Eva Einarsdóttir formaður, Eva H. Baldursdóttir, Margrét Kristín Blöndal, Björn Gíslason og Marta Guðjónsdóttir. Einnig: Hermann Valsson áheyrnarfulltrúi VG, Ómar Einarsson framkvæmdastjóri, Steinþór Einarsson skrifstofustjóri og Gísli Árni Eggertsson skrifstofustjóri sem skrifaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Lagt fram að nýju bréf Klifurfélgsins dags. 24. apríl sl., sbr. fundargerð 184. fundar lið 7. Einnig lagt fram minnisblað framkvæmdastjóra dags. 7. maí sl. vegna málsins. Íþrótta- og tómstundaráð samþykkir viðbótarstuðning við félagið vegna húsnæðismála þess og vísar erindinu til gerðar fjárhagsáætlunar. Kl. 11.10 kom Bjarni Þór Sigurðsson á fundinn.

Kl. 11.15 kom Óttar Guðlaugsson á fundinn

2. Lagt fram að nýju bréf skrifstofu borgarstjórnar dags. 4. mars sl. með ósk um umsögn um umhverfis- og auðlindastefnu Reykjavíkurborgar sbr. fundargerð 183. fundar lið 5. Einnig lögð fram að nýju tillaga að umhverfis- og auðlindastefnu Reykjavíkurborgar. Formaður lagði fram svofellda umsögn um tillöguna:

Samfe´lagið i´ dag kallar eftir aukinni umhverfisvitund og því fagnar Íþrótta- og tómstundaráð nýrri umhverfis- og auðlindastefnu Reykjavíkurborgar. Sundlaugarnar eiga mikinn þa´tt i´ að efla hverfisvitund borgarinnar og eru gjarnan staðsettar með annarri starfsemi i´ þjo´nustukjo¨rnum i´bu´ðahverfa. Aðgangur I´slendinga að heitu jarðhitavatni gerir okkur kleift að bjo´ða upp a´ u´tisundlaugar allt a´rið um kring. Fa´ar þjo´ðir geta sta´tað sig af þessu a´ jafn umhverfisvænan ma´ta.
Hugmyndir hafa verið uppi að byggja eigi „grænar laugar“. I´ þvi´ felst að stefnt verður á vistvænar samgöngur í nágrenni lauga. Þess ma´ geta að innleiðing a´ Grænu skrefunum er hafin i´ laugum borgarinnar en mikilvægt er að innleiða þau sem fyrst, að si´ðustu a´rið 2015. Aðrar starfstöðvar eins og Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn og starfstöðvarnar Ylströnd og Siglunes í Nauthólsvík hafa einnig stigið fyrstu skrefin. I´ tveimur sundlaugum borgarinnar, Laugardalslaug og i´ Sundho¨llinni er nu´ hafin klo´rframleiðsla sem sinnir þeirri klo´rnotkun sem er nauðsynleg fyrir starfsemina. Þetta fyrirkomulag hefur reynst mjo¨g vel og er mun umhverfisvænna. Klo´r er framleiddur a´ staðnum með matarsalti og rafgreiningu. Þvi´ er ekki um ræða neina flutninga eða meðho¨ndlun starfsmanna a´ klo´r. Eini kostnaður er salt og raforka. Mjo¨g mikilvægt er fyrir Reykjavi´kurborg sem stærsta rekstraraðila sundlauga a´ landinu að vera i´ fararbroddi i´ þessum ma´lum.
Kostir þess meðal annars að framleiða klo´r við hverja laug eru:
• Umhverfisvænt
• Enginn flutningur a´ klo´r milli staða
• Li´till framleiðslukostnaður. A´ður var keyptur klo´r fyrir laugina i´
Laugardal fyrir 1,5 milljo´n a´ a´ri og kolsy´ra fyrir um 800 þu´sund. Kostnaður við framleiðsluna fyrir innilauginni a´ a´ri er um 500 þu´sund og notkun a´ kolsy´ru hefur minnkað um 40#PR.
• Klo´rlykt hverfur
• Vistvænt fyrir starfsfo´lk
Íþrótta- og tómstundarráð einsetur sér að kynna sér ítarlega erlend umhverfis- og vottunarkerfi fyrir sundstaði. Þó er ljóst að sérstaða íslenskra sundlauga með jarðhita í huga gerir það í verkum að ekki eiga öll vottunarkerfi við. Einnig skal skoða í samstarfi við Íþróttabandalag Reykjavíkur að auka umhverfisáherslur hjá íþróttafélögum.

Samþykkt.

3. Lagt fram yfirlit yfir afgreiðslutíma sundstaða í sumar. Formaður lagði fram svofellda tillögu:

Íþrótta- og tómstundaráð samþykkir að breyta afgreiðslutíma hverfissundlauganna í sumar þannig að opið verði á laugardögum og sunnudögum til kl. 19.00 í stað 18.00. Tilraun þessi taki mið af tímabilinu 1. júní til og með 1. september og verði í Árbæjarlaug, Vesturbæjarlaug, Breiðholtslaug og Grafarvogslaug.

Samþykkt.

Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins lögðu fram svofellda bókun:

Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins fagna því að afgreiðslutími sundlauganna verður lengdur um klukkustund yfir sumartímann en benda þó á að enn er ekki búið að færa afgreiðslutímann til fyrra horfs og enn er afgreiðslutíminn verulega skertur á föstudögum.

4. Starfsdagur ÍTR. Ákveðið að halda starfsdag 24. maí nk.

5. Lögð fram dagskrá norrænnar höfuðborgaráðstefnu sem haldin verður í Reykjavík 31. maí – 1. júní nk.

6. Lagt fram skriflegt svar Umhverfis- og skipulagssviðs við fyrirspurn fulltrúa Sjálfstæðisflokksins varðandi íþróttagólf í Austurbergi sbr. fundargerð 183. fundar, lið 16.

7. Lagður fram ársreikningur ÍTR 2012.

8. Lögð fram hugmynd af samráðsvefnum Betri Reykjavík dags. 30. apríl sl. varðandi vatnsleikjagarð við Laugardalslaug.
Íþrótta- og tómstundaráð þakkar fyrir ábendinguna um Laugardalslaug en vekur athygli á þeim miklu framkvæmdum sem fram hafa farið í Laugardalslaug á síðustu misserum til að bæta aðstöðu og þjónustu í lauginni.

9. Lögð fram endurskoðuð tímaáætlun vegna fjárhagsáætlunar 2014.

10. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins lögðu fram svofellda fyrirspurn:

Óskað er eftir upplýsingum um ásigkomulag keppnisvalla og grasæfingasvæða íþróttafélaganna í Reykjavík og yfirliti um hvernig þessi svæði hafa komið undan vetri.

11. EHB lagði fram svofellda fyrirspurn:

Íþrótta- og tómstundaráð óskar eftir upplýsingum um tímaáætlun vegna fyrirhugaðra framkvæmda í Sundhöllinni og Breiðholtslaug, m.a. dagsetningar á útboðum og upphaf og lok framkvæmda.

Fundi slitið kl. 12:10

Eva Einarsdóttir

Eva H. Baldursdóttir Marta Guðjónsdóttir
Bjarni Þór Sigurðsson Björn Gíslason
Margrét Kristín Blöndal Óttar Guðlaugsson