Íþrótta- og tómstundaráð – starfaði til 2022 - og tómstundaráð

Íþrótta- og tómstundaráð – starfaði til 2022

ÍÞRÓTTA- OG TÓMSTUNDARÁÐ

Ár 2013, föstudaginn 24. maí var haldinn 186. fundur íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn í Höfðatorgi og hófst hann kl. 11:05.
Viðstaddir: Eva Einarsdóttir formaður, Diljá Ámundadóttir, Björn Gíslason og Marta Guðjónsdóttir.
Einnig: Hermann Valsson áheyrnarfulltrúi VG, Ómar Einarsson framkvæmdastjóri, Steinþór Einarsson skrifstofustjóri, Bragi Þór Bjarnason og Gísli Árni Eggertsson skrifstofustjóri sem skrifaði fundargerð.


Þetta gerðist:

1. Rætt um fjárhagsáætlun 2014. Á fundinn komu Birgir Björn Sigurjónsson fjármálastjóri, Haldóra Káradóttir skrifstofustjóri og Ásgeir Westergren sérfræðingur og fóru yfir helstu forsendur áætlunarinnar og vinnulag.

Kl. 11.15 kom Kjartan Magnússon á fundinn.
Kl. 11.30 kom Bjarni Þór Sigurðsson á fundinn.

2. Lagt fram svar framkvæmdastjóra ÍTR dags. 17. maí sl. vegna fyrirspurnar Evu H. Baldursdóttur um framkvæmdir við sundlaugar.

3. Lagt fram svar skrifstofustjóra rekstrar- og þjónustu dags. 21. maí sl. vegna fyrirspurnar fulltrúa Sjálfstæðisflokksins um ásigkomulag knattspyrnuvalla.

4. Rætt um þriggja mánaða uppgjör ÍTR.

5. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar dags. 16. maí sl. varðandi skýrslu úttektarnefndar á stjórnkerfi og stjórnsýslu Reykjavíkurborgar. Skýrslan er send fagráðum til greiningar og úrvinnslu.

6. Starfsdagur ÍTR. Til umræðu voru tekin ýmis mál er varða starfsemi ÍTR.




Fundi slitið kl. 14:00


Eva Einarsdóttir

Diljá Ámundadóttir Kjartan Magnússon
Bjarni Þór Sigurðsson Marta Guðjónsdóttir
Björn Gíslason