Íþrótta- og tómstundaráð - Fundur nr. 4

Íþrótta- og tómstundaráð

ÍÞRÓTTA- OG TÓMSTUNDARÁÐ

Ár 2005, fimmtudaginn 17. febrúar var haldinn 4. fundur Íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn í Hinu Húsinu og hófst kl.13:45. Viðstaddir voru: Anna Kristinsdóttir formaður, Andrés Jónsson, Benedikt Geirsson, Kjartan Magnússon, Bolli Thoroddsen og Svandís Svavarsdóttir. Jafnframt sátu fundinn Agnar Freyr Helgason, Frímann Ari Ferdinardsson, Ómar Einarsson sviðsstjóri og Helga Björnsdóttir skrifstofustjóri sem skrifaði fundargerð.


Þetta gerðist:

1. Lögð fram fundargerð íþrótta- og tómstundaráðs frá síðasta fundi.

2. Skipan í þjóðhátíðarnefnd. Frá R-listanum Anna Kristinsdóttir formaður og Svandís Svavarsdóttir. Frá Sjálfstæðisflokknum Kjartan Magnússon.

3. Lagt fram að nýju bréf Knattspyrnufélagsins Víkings dags. 20. janúar sbr. 9. lið fundargerðar ÍTR frá 4. febrúar sl. varðandi tennisvelli ásamt viðbótar-upplýsingum.
Vísað til sviðsstjóra ÍTR og til gerðar 3ja ára fjárhagsáætlunar.

4. Borgarleikar í íþróttum ungmenna.
Fulltrúar R-listans lögðu fram eftirfarandi tillögu:
Lagt er til að skipaður verði þriggja manna vinnuhópur, 2 frá ÍTR og 1 frá ÍBR til að meta möguleika á að Reykjavíkurborg sæki formlega um að halda Borgarleika í íþróttum ungmenna sumarið 2007.
Hópurinn skili greinargerð til íþrótta- og tómstundaráðs á fundi ráðsins 4. mars.
Samþykkt samhljóða.

5. Lagt fram að nýju bréf Sundfélagsins Ægis ódags. með ósk um styrk vegna alþjóðasundmóts Ægis í Laugardal sbr. 15. lið fundargerðar ÍTR frá 4. febrúar.
Vísað til sviðsstjóra ÍTR.

6. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar dags. 4. febúar sl. þar sem fram kemur að á fundi borgarráðs 3. feb. sl. hafi verið lagt fram bréf sviðsstjóra ÍTR dags. 21. jan. sl. varðandi kostnaðarþátttöku íþróttafélaga í framkvæmdum á svæðum félaganna.
Borgarráð samþykkti erindið.

7. Lagt fram bréf hverfisráðs Vesturbæjar dags. 8. feb. sl. varðandi tillögu sjálfstæðismanna á fundi hverfisráðsins 28. janúar sl. um aðstöðumál KR.
Vísað til sviðsstjóra ÍTR.

- Kl. 14:30 vék Kjartan Magnússon af fundi.
- Kl. 14:30 tóku Ingvar Sverrisson og Friðjón Friðjónsson sæti á fundinum.

8. Lagt fram bréf Smábílaklúbbs Íslands dags. 1. feb. sl. varðandi aðstöðu í Reykjavík fyrir félagið.
Samþykkt að óska eftir frekari upplýsingum frá félaginu.

9. Lagt fram bréf HSÍ dags. 3. febrúar sl. þar sem óskað er eftir stuðningi ÍTR vegna HM 21 árs og yngri í handknattleik 24.-27. mars 2005 í Laugardalshöll.
Vísað til sviðsstjóra ÍTR

10. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar dags. 4. feb. sl. vegna samþykktar borgarráðs 3. feb. sl. varðandi nýtt stjórnskipulag Reykjavíkurborgar.

11. Lagt fram bréf borgarráðs dags. 4. febrúar sl. þar sem óskað er eftir umsögn íþrótta- og tómstundaráðs um leikreglur með fjárhagsáætlun og fjárhagsáætlunarferli.
Vísað til sviðsstjóra ÍTR.

- Kl. 14:40 vék sviðsstjóri ÍTR af fundi.
- Kl. 14:40 tók aðstoðarframkvæmdastjóri ÍTR sæti á fundinum.

12. Hitt Húsið - Markús Guðmundsson forstöðumaður var með kynningu á starfsemi Hins Hússins.

- Kl. 15:10 vék Bolli Thoroddsen af fundi.

Að loknum fundi var farið í skoðunarferð um Hitt Húsið.

Fundi slitið 15:30.


Anna Kristinsdóttir

Ingvar Sverrisson Svandís Svavarsdóttir
Andrés Jónsson Benedikt Geirsson
Friðjón Friðjónsson