Íþrótta- og tómstundaráð - Fundur nr. 237

Íþrótta- og tómstundaráð

ÍÞRÓTTA- OG TÓMSTUNDARÁÐ

Ár 2016, föstudaginn 8. janúar var haldinn 237. fundur íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkur.  Fundurinn var haldinn í Hofi Höfðatorgi  og hófst kl. 12:05. Viðstaddir: Þórgnýr Thoroddsson formaður, Eva Einarsdóttir, Dóra Magnúsdóttir, Tomasz Chrapek, Marta Guðjónsdóttir og Trausti Harðarson. Einnig:  Hermann Valsson áheyrnarfulltrúi VG, Kári Arnórsson áheyrnarfulltrúi Reykjavíkurráðs ungmenna, Ingvar Sverrisson ÍBR, Andrés B. Andreasen fjármálastjóri, Ómar Einarsson sviðsstjóri og Helga Björnsdóttir skrifstofustjóri sem skrifaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Lögð fram ársskýrsla Skátasambands Reykjavíkur fyrir árið 2014.

2. Lagt fram afrit af bréfi Bandalags íslenskra skáta til borgarstjóra dags. 29. des. sl. vegna alþjóðlegrar gæðaúttektar.

kl.12:10 kom Kjartan Magnússon á fundinn.

3. Lagt fram bréf Bergenborgar dags. 21. des. sl. vegna vinabæjarráðstefnu um íþrótta- og tómstundarmál í sept. 2016.

4. Lagt fram bréf Knattspyrnufélagsins Fram dags 18. des. sl. vegna frístundaaksturs.

Lögð fram eftirfarandi bókun fulltrúa Framsóknar- og flugvallarvina:

Bókun Framsóknar og flugvallarvina

Reykjavíkurborg styrkir hverfisíþróttafélögin um 10 milljónir á ári í rekstur á frístundastrætó sem gerir allt að 1.800 þúsund á ári á hvert hverfisíþróttafélag. Auk þess hefur Fram fengið 5 milljóna króna viðbótarstyrk og fær því Fram í heild 6,8 milljónir. Hér kemur íþróttafélagið Fram og segir að það dugi ekki til og kostnaðurinn sé um 11 milljónir á ári. Fyrir hefur Ungmennafélagið Fjölnir hætt með frístundastrætó þar sem um 20% barna borgarinnar búa og bent á að kostnaður við akstur milli átta skóla hverfisins og íþróttamannvirkja kosti frá 8 til 12 milljónir á ári og 1,8 milljón krónastyrkur sé allt of lítið framlag frá borginni. Nauðsynlegt er að Reykjavíkurborg hækki fjárframlög í málaflokkinn frístundastrætó verulega þannig að virkur frístundastrætó verði í öllum hverfum borgarinnar og þá sérstaklega virðist vantar meiri fjárhagslegan stuðning fyrir frístundastrætó fyrir Fram og Fjölnir.

5. Lagt fram að nýju bréf Skóla- og frístundasviðs dags. 26. nóv. sl. vegna reglna í skóla- og frístundastarfi um kynningar, auglýsingar og gjafir.

Jafnframt lögð fram umsögn ÍBR dags. 16. des. sl. til SFS vegna reglna um kynningar og auglýsingar í skóla- og frístundastarfi.

Einnig lögð fram drög að umsögn ÍTR vegna reglna SFS um kynningar- og auglýsingar í skóla- og frístundastarfi.  Umsögnin samþykkt.

Lögð fram eftirfarandi bókun fulltrúa Sjálfstæðisflokksins:

Reglur um samskipti Reykjavíkurborgar við aðila utan borgarkerfisins, sem meirihluti Samfylkingar og Bjartrar framtíðar (áður Besta flokksins) setti á síðasta kjörtímabili, torvelda mjög kynningarstarfsemi íþrótta- og æskulýðsfélaga gagnvart börnum og unglingum og eru því til mikillar óþurftar. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins ítreka enn og aftur þá skoðun sína að mikilvægt sé að breyta umræddum reglum á þá leið að skýrt sé að íþrótta- og æskulýðsfélögum sé heimilt að kynna starfsemi sína í grunnskólum Reykjavíkur.

Lögð fram eftirfarandi bókun fulltrúa meirihluta:

Fulltrúar Samfylkingar, Bjartrar framtíðar, Pírata og Vinstrihreyfingarinnar - Grænt Framboð í íþrótta- og tómstundaráði vilja vekja athygli á að reglubreytingartillögurnar sem fyrir liggja eru einmitt til þess gerðar að auka möguleika aðila utan borgarkerfisins til að kynna sína starfsemi á vettvangi grunnskóla- og frítímastarfs borgarinnar.

6. Lagt fram bréf félaga í GR vegna árgjalda í GR fyrir eldri félaga.

Kl. 12:30 kom Steinþór Einarsson skrifstofustjóri á fundinn.

7. Lagt fram bréf Hafna- og mjúkboltafélagsins dags. 9. des. sl. vegna innanhússaðstöðu fyrir tennis.

Vísað til Umhverfis- og skipulagssviðs og skrifstofu eigna- og atvinnuþróunar.

8. Lagðar fram tillögur styrkjahóps íþrótta- og tómstundaráðs um styrkveitingar vegna ársins 2016.

Frestað.

9. Sviðsstjóri kynnti hugmyndir ÍTR um hagræðingu í rekstri sviðsins á árinu 2016.

10. Lagt fram bréf sviðsstjóra ÍTR dags. 4. jan. 2016 vegna samninga við Þrótt og Ármann vegna reksturs Laugabóls og valla í Laugardal.

Samþykkt samhljóða.

11. Lögð fram að nýju hugmynd af samráðsvefnum Betri Reykjavík dags. 30. nóv. sl. – Frítt í Fjölskyldu- og húsdýragarð.

ÍTR þakkar fyrir tillöguna. Það samræmist ekki stefnu borgarinnar að gera aðgang að garðinum ókeypis fremur en annarri þjónustu og ekki til þess fallið að halda uppi því gæðastarfi sem á sér stað í garðinum. Eins og staðan er fá öryrkjar, aldraðir og börn fjögurra og yngri ókeypis inn.

12. Lögð fram að nýju hugmynd af samráðsvefnum Betri Reykjavík dags. 30. nóv. sl. – Bæta aðstöðu til íþróttaaðstöðu hjá KR.

Íþrótta- og tómstundaráð þakkar ábendingu um íþróttaaðstöðu KR.

KR-ingar hafa sett fram ýmsar hugmyndir um svæðið til framtíðar og verða þær skoðaðar af borgaryfirvöldum í samvinnu KR, skipulagsyfirvalda og íbúa.

Lögð fram eftirfarandi bókun fulltrúa Sjálfstæðisflokksins:

Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins taka undir ábendingar af samráðsvefnum Betri Reykjavík um að bæta þurfi aðstöðu til íþróttaiðkunar barna og ungmenna í Vesturbænum með því að tryggja KR afnot af svonefndri SÍF-lóð við Keilugranda. Núverandi borgarstjórnarmeirihluti Samfylkingar, Bjartrar framtíðar, Pírata og Vinstri grænna stefnir hins vegar að því að reist verði 4-6 hæða fjölbýlishús á umræddri lóð með allt að 78 íbúðum. Sjálfstæðisflokkurinn leggst gegn þessum fyrirætlunum borgarstjórnarmeirihlutans og vill að umrædd lóð verði öll nýtt í þágu íþrótta- og æskulýðsstarfsemi í Vesturbænum. Við svo mikla þéttingu byggðar og fjölgun íbúa, sem fyrirhuguð er í Vesturbænum á næstu árum, er mikilvægt að framsýni ráði för og séð verði til þess að innviðir hverfisins geti þjónað vaxandi íbúafjölda. KR-svæðið er nú þegar orðið of lítið til að sinna núverandi þörf fyrir íþróttastarf í Vesturbænum, hvað þá þeirri fjölgun sem stefnt er að. Það er því skammsýni hjá meirihluta borgarstjórnar að skipuleggja fjölbýlishúsabyggð á síðasta svæðinu í Vesturbænum sem hentar vel fyrir stækkun íþróttasvæðis hverfisins. Raunhæfasta lausnin á aðstöðuvanda íþróttastarfs barna og unglinga í Vesturbænum er að borgin semji við KR um að betrumbæta starfsemi sína á núverandi svæði við Frostaskjól en fái að auki lóðina Keilugranda 1 til framtíðarþróunar.

13. Lögð fram hugmynd af samráðsvefnum Betri Reykjavík dags. 29. desember sl. – Að slökkva ljósin í nýju óheppilegu gufunni í Laugardalslaug.

ÍTR þakkar ábendinguna og vísar hugmyndinni til forstöðumanns Laugardalslaugarinnar.

14. Lögð fram hugmynd af samráðvegnum Betri Reykjavík dags. 29. desember sl. – Flýta byggingu sundlaugar í Grafarholti og Úlfarsárdal.

ÍTR þakkar fyrir tillöguna. Fyrir liggur hönnun á sundlauginni og gert er ráð fyrir að hefja byggingu á henni að lokinni byggingu skólans. Þessi umræða á hinsvegar fyllilega rétt á sér og vísar ráðið tillögunni til Umhverfis- og skipulagsráðs og Skrifstofu Eigna og atvinnuþróunar til meðferðar.

Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar og flugvallarvina sátu hjá við afgreiðslu málsins.

Lögð fram eftirfarandi bókun fulltrúa Sjálfstæðisflokksins:

Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins styðja erindi af samráðsvef borgarinnar um að byggingu sundlaugar í Grafarholti-Úlfarsárdal verði flýtt. Það, að börn úr þessum hverfum þurfa nú að sækja skólasund í annað sveitarfélag, sýnir svo ekki verður um villst fram á nauðsyn þess að bygging sundlaugar í Grafarholti-Úlfarsárdal sé efst á forgangslista Reykjavíkurborgar eins og borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins hafa margoft lagt til. Helsta forgangsmál núverandi borgarstjórnarmeirihluta er hins vegar að byggja viðbótarsundlaug við Sundhöll Reykjavíkur í miðborginni þótt í því hverfi sé enginn skortur á sundlaugarmannvirkjum til sundkennslu. Er þetta skólabókardæmi um forgangsröðun borgarstjórnarmeirihluta Samfylkingarinnar, Bjartrar framtíðar, Pírata og Vinstri grænna.

15. Lögð fram eftirfarandi tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins:

Íþrótta- og tómstundaráð óskar eftir því við umhverfis- og skipulagssvið að gerðar verði viðeigandi úrbætur á öryggismálum við Arnarhól, eina vinsælustu sleðabrekku borgarinnar. Æskilegt er að neðsti hluti hólsins, við Lækjargötu og e.t.v. Hverfisgötu að hluta, verði girtur af með mjúku efni til að koma í veg fyrir að börn renni á snjósleðum á mikilli ferð út á þessar miklu umferðargötur. Slík girðing gæti verið tímabundin meðan sleðafæri er á hólnum eins og dæmi eru um erlendis.

Jafnframt lagt fram bréf frá Önnu Rún Tryggvadóttur um málið ásamt þremur myndum frá Montreal af ,,mjúkri girðingu“ milli sleðabrekku og umferðargötu.

Samþykkt samhljóða.

Fundi slitið kl. 14:00 

Þórgnýr Thoroddsen

Eva Einarsdóttir Dóra Einarsdóttir

Tomasz Chrapek Kjartan Magnússon

Marta Guðjónsdóttir Trausti Harðarson

PDF útgáfa fundargerðar
Íþrótta- og tómstundaráð 8.1.2016 - prentvæn útgáfa