Innkauparáð
Ár 2019, fimmtudaginn 4. júlí var haldinn 460. fundur innkauparáðs. Fundurinn var haldinn í Borgartúni 12-14 og hófst kl. 13:00. Viðstödd voru Dóra Magnúsdóttir, Rannveig Ernudóttir og Björn Gíslason. Einnig sat fundinn Theodór Kjartansson frá embætti borgarlögmanns og Jóhanna E. Hilmarsdóttir frá innkaupadeild sem einnig ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
-
Lagt fram erindi umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar, dags. 2. júlí 2019, þar sem lagt er til að gengið verði að tilboði Metatron ehf. sem átti eina tilboðið sem barst í útboði nr. 14568 Gervigrasvellir Leiknis og Þróttar - Endunýjun vallarlýsingar. R19050219.
Samþykkt.Hildur Freysdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Fylgigögn
-
Lagt fram erindi umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar, dags. 3. júlí 2019, þar sem lagt er til að gengið verði að tilboði lægstbjóðanda, Ístak hf. í útboði nr. 14576 Eggertsgata, gatnagerð og veitur 1. áfangi 2019. R19060038.
Samþykkt.Hildur Freysdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Fylgigögn
-
Lagt fram erindi upplýsingatækniþjónustu Reykjavíkurborgar (UTR) um heimild til viðbótarkaupa á afritunarþjónustu hjá Origo. á grundvelli 30. gr og b- lið 1. mgr. 44. gr. Innkaupareglna Reykjavíkurborgar. R19060193
Samþykkt.Tómas Guðmundsson, Óskar Sandholt og Friðþjófur Bergmann taka sæti á fundinum undir þessum lið
Fylgigögn
-
Lagt fram erindi innkaupaskrifstofu Reykjavíkurborgar, dags. 27. júní 2019, þar sem lagt er til að samið verði við Sensa ehf., Advania hf., Origo hf., Tölvulistann ehf., Opin kerfi hf., Egilsson ehf., Skakkaturn ehf. og Exton ehf. í EES útboði nr. 14534 Rammasamningur um tölvu- og netbúnað. R19040194.
Samþykkt.Fylgigögn
-
Lagt fram erindi innkaupaskrifstofu Reykjavíkurborgar, dags. 27. júní 2019, varðandi heimild til fyrri framlengingar á rammasamningi nr. 13929 Sorphirða og meðhöndlun úrgangs, um eitt ár til 28. júní 2020. R17030288.
Samþykkt.Fylgigögn
Fundi slitið klukkan 13:18