Innkauparáð - Fundur nr. 209

Innkauparáð

INNKAUPARÁÐ

Ár 2010, miðvikudaginn 10. febrúar var haldinn 209. fundur innkauparáðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 12.05. Viðstaddir voru Hallur Magnússon, Vilhjálmur Andri Kjartansson og Stefán Jóhann Stefánsson. Jafnframt sátu fundinn Ólafur Jónsson innkaupastjóri á innkaupaskrifstofu, Eyþóra K. Geirsdóttir lögfræðingur á skrifstofu borgarlögmanns og Helgi Bogason deildarstjóri á innkaupaskrifstofu sem jafnframt ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Lagt fram erindi innkaupaskrifstofu Reykjavíkurborgar dags 5. febrúar sl., varðandi heimild til framlengingar á Rammasamningi nr. 12190 Kaup á þurrvöru við eftirtalda birgja: Ekruna ehf., Eggert Kristjánsson hf., Garra ehf., Innnes ehf., Ó. Johnson & Kaaber ehf., Stórkaup og Ölgerð Egils Skallagrímssonar ehf. til 1. ágúst 2010. R08090192.
Samþykkt.

- Alma B. Hafsteinsdóttir innkaupaskrifstofu sat fundinn vegna málsins.

2. Erindi framkvæmda- og eignasviðs dags. 15. janúar sl. varðandi heimild til framlengingar á samningi Vegamálunar ehf. á yfirborðsmerkingum gatna um eitt ár, eða til 15. október 2010. R09020022.
Samþykkt.

3. Lagt fram afrit af svarbréfi framkvæmda- og eignasviðs dags. 5. febrúar sl. vegna minnisblaðs Hreinsitækni ehf., sem lagt var fram á fundi þann 26. janúar sl. R06090033.

- Sighvatur Arnarsson og Guðbjartur Sigfússon framkvæmda- og eignasviði sátu fundinn vegna mála 2-3.

4. Lagt fram yfirlit innkaupaskrifstofu Reykjavíkurborgar dags. 3. febrúar sl. yfir viðskipti við skrifstofuna í janúar 2010. R10010159.

5. Innkauparáð leggur fram eftirfarandi fyrirspurn til fjármálaskrifstofu:

Óskað er eftir upplýsingum frá fjármálaskrifstofu Reykjavíkurborgar um það hvernig fjármálaráðgjöf við borgina hefur verið háttað frá miðju ári 2006 til miðs árs 2009. Óskað er svara við eftirtöldum spurningum:
1. Hvaða þjónustuaðilar gáfu ráðgjöf um lántökur borgarsjóðs fyrirfram eða gáfu álit eftirá um hagkvæmni innlendra og erlendra lána?
2. Hver tók ákvörðun um að leita þjónustu viðkomandi aðila?
3. Á hvað grunni var ákvörðun tekin um að leita þjónustu viðkomandi aðila?
4. Hver var kostnaður við þjónustu viðkomandi aðila?

6. Rætt um skýrslu innri endurskoðunar “Framkvæmda og eignasvið. Innra eftirlit”. Innkauparáð óskar þess að innri endurskoðandi mæti á næsta fund ráðsins.

Fundi slitið kl. 12.42

Hallur Magnússon
Vilhjálmur Andri Kjartansson Stefán Jóhann Stefánsson