Innkauparáð - Fundur nr. 417

Innkauparáð

INNKAUPARÁÐ

Ár 2018, föstudaginn 16. febrúar var haldinn 417. fundur innkauparáðs. Fundurinn var haldinn í Borgartúni 12-14 og hófst kl. 11:20. Viðstödd voru Dóra Magnúsdóttir, Magnea Guðmundsdóttir og Björn Gíslason. Auk þeirra sat Jóna Björg Sætran áheyrnarfulltrúi fundinn. 

Fundarritari var Guðbjörg Eggertsdóttir.

Þetta gerðist:

1.    Lagt fram erindi umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar, dags. 13. febrúar sl., þar sem lagt er til að gengið verði að tilboði lægstbjóðanda Gröfu og grjóts ehf. í útboði nr. 14125 Æfingasvæði Víkings. Endurbætur. R18010110.

Samþykkt.

Ámundi Brynjólfsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

2.    Lagt fram erindi umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar, dags. 12. febrúar sl., þar sem lagt er til að gengið verði að tilboði Gleipni verktaka ehf. sem átti lægsta gilda tilboð í útboði nr. 14136 Suðurlandsbraut milli Engjavegar og Langholtsvegar. Göngu- og hjólastígar. Endurbætur. R18010211.

Samþykkt.

Ámundi Brynjólfsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

3.    Lagt fram yfirlit skrifstofu miðlægrar stjórnsýslu Reykjavíkurborgar varðandi einstök innkaup yfir 1. m.kr. á 4. ársfjórðungi 2017. R17010075.

Innkauparáð gerir ekki athugasemdir við framlagt yfirlit.

4.    Lagt fram yfirlit innkaupadeildar Reykjavíkurborgar yfir verkefni innkaupadeildar f.h. skrifstofa og sviða í janúar 2018. R18010001.

Innkauparáð gerir ekki athugasemdir við framlagt yfirlit.

Fundi slitið kl. 11:49

Dóra Magnúsdóttir [sign]

Magnea Guðmundsdóttir [sign]    Björn Gíslason [sign]