No translated content text
Innkauparáð
INNKAUPARÁÐ
Ár 2014, miðvikudaginn 2. júlí var haldinn 325. fundur s. Fundurinn var haldinn í Borgartúni 12-14 og hófst kl. 14:00. Viðstaddir voru Kjartan Valgarðsson og Kristján Freyr Halldórsson. Auk þeirra sat fundinn Ásgerður Jóna Flosadóttir áheyrnarfulltrúi. Einnig sátu fundinn Eyþóra K. Geirsdóttir lögfræðingur hjá embætti borgarlögmanns, Jóhanna Eirný Hilmarsdóttir deildarstjóri innkaupadeildar og Guðbjörg Eggertsdóttir innkaupadeild sem jafnframt ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
1. Innkauparáð ákveður að varaformaður ráðsins skuli vera Magnea Guðmunsdóttir.
2. Lagt fram erindi umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar dags. 16. júní sl., þar sem lagt er til að gengið verði að tilboði lægstbjóðanda, Steinmótunar ehf, í útboði nr. 13239 Hjólastígar. Endurnýjun gönguleiða í Reykjavík 2014. R14050124.
Samþykkt.
3. Lagt fram erindi umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar dags. 24. júní sl., þar sem lagt er til að gengið verði að tilboði lægstbjóðanda, Garðyrkjuþjónustunnar ehf, í útboði nr. 13230 Betri hverfi 2014 - Vesturhluti. R14050150.
Samþykkt.
4. Lagt fram erindi umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar dags. 24. júní sl., þar sem lagt er til að gengið verði að tilboði lægstbjóðanda, Loftorku Reykjavík ehf, í útboði nr. 13251 Breiðholtsbraut við Norðlingaholt. Göngubrú og stígar. R14050149.
Samþykkt.
5. Lagt fram erindi umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar dags. 1. júlí sl., þar sem lagt er til að gengið verði að tilboði lægstbjóðanda, Spangar ehf, í útboði nr. 13188 Árbæjarsafn, nýtt varðveisluhús. R14040043.
Samþykkt.
Magnús Haraldsson og Ólafur M. Stefánsson umhverfis- og skipulagssviði sátu fundinn við afgreiðslu mála 1 - 4.
Fundi slitið kl. 14:20
Kjartan Valgarðsson (sign)
Kristján Freyr Halldórsson (sign)