Innkauparáð - Fundur nr. 1607

Innkauparáð

STJÓRN INNKAUPASTOFNUNAR

Ár 2002, mánudaginn 8. apríl kl. 9:00 f.h., var haldinn 1607 fundur í stjórn Innkaupastofnunar Reykjavíkurborgar að Fríkirkjuvegi 3. Viðstaddir voru auk forstjóra, Sjafnar Kristjánsdóttur: Alfreð Þorsteinsson, Helgi Pétursson, Jóhanna Sigríður Eyjólfsdóttir, Haukur Leósson og Jóna Gróa Sigurðardóttir. Fundarritari var Marinó Þorsteinsson.

Þetta gerðist:

Lagt fram bréf Gatnamálastofu Reykjavíkur, dags. 4. þ.m., varðandi tilboð í endbætur á göngum undir Austurberg og lagfæringu brúar á Skothúsvegi, skv. útboði. Samþykkt að leggja til við borgarráð að tilboði Þ.G. verktaka ehf kr. 24.975.998,- verði tekið.

Lagt fram bréf Gatnamálastofu Reykjavíkur, dags. 4. þ.m., varðandi heimild til samnings við Suðurverk hf um grjótfyllingu við skolpdælistöð í Gufunesi. Samningsupphæð kr. 21.484.000,-. Samþykkt með 3 atkvæðum, J.G.S. á móti, H.L sat hjá, að leggja til við borgarráð að samningurinn verði gerður. Jóna Gróa Sigurðardóttir óskar bókað. Ég vil hnykkja á andstöðu okkar sjálfstæðismanna við grjótnámi í Geldingarnesi og vísa í fyrri bókanir okkar í þessu sambandi. Sigurður I. Skarphéðinsson mætti á fundinn vegna mála 1-2.

Lagt fram bréf Fræðslumiðstöðvar Reykjavíkur, dags. 5. þ.m., varðandi rekstrarleigu á tölvubúnaði fyrir Húsaskóla, skv. verðkönnun. Samþykkt að taka tilboði Nýherja hf að upphæð kr. 4.800.354,-. Jón Valdimarsson mætti á fundinn vegna málsins

Lagt fram bréf Fasteignastofu Reykjavíkurborgar, dags. 5. þ.m., varðandi heimild til viðbótarverksamnings við Spöng ehf um breytingar á Ártúnsskóla 1. áfanga. Frestað.

Lagt fram bréf Fasteignastofu Reykjavíkurborgar, dags. 4. þ.m., varðandi tilboð í lóðarfrágang leikskóla við Maríubaug, skv. lokuðu útboði. Samþykkt að taka tilboði Ásbergs ehf að upphæð kr. 15.776.310,-.

Lagt fram bréf Fasteignastofu Reykjavíkurborgar, dags. 27. f.m., varðandi tilboð í byggingu 6. áfanga Hlíðarskóla, skv. útboði. Samþykkt að leggja til við borgarráð að tilboði Pálmatrés ehf., kr. 179.072.917,- verði tekið. Einar Jónsson mætti á fundinn vegna mála 4-6 og nr. 11.

Lagt fram bréf Vélamiðstöðvar Reykjavíkurborgar, dags. 5. þ.m., varðandi kaup á vinnuflokkabíl af Handgert ehf., verð kr. 8.000.000,-. Samþykkt.

Lagt fram bréf Vélamiðstöðvar Reykjavíkurborgar, dags. 3. þ.m., varðandi kaup á dráttarvél, skv. verðkönnun. Samþykkt að taka tilboði G. Skaptason & Co að upphæð kr. 4.195.650,-.

Hersir Oddsson mætti á fundinn vegna mála 7-8.

Lagt fram bréf Íþrótta- og tómstundaráðs, dags. 2. þ.m., varðandi kaup á frjálsíþróttatækjum skv. verðkönnun. Samþykkt að taka tilboði Sport-Tækja ehf., að upphæð kr. 1.610.708,-.

Ómar Einarsson mætti á fundinn vegna málsins

Lagt fram bréf Upplýsinga- og tækniþjónustu Reykjavíkurborgar, dags. 5. þ.m., varðandi heimild til öflunar tilboða í víðnetstengingar. Samþykkt verðkönnun. Eggert Ólafsson og Sigurjón Kolbeins mættu á fundinn vegna málsins.

Lagt fram bréf Fasteignastofu Reykjavíkurborgar, dags. 5. þ.m., varðandi tilboð í viðgerð og viðhald á þaki C-álmu Réttarholtsskóla, skv. útboði. Samþykkt að taka tilboði Ingimundar Magnússonar að upphæð kr. 3.438.088,-.

Útboðsauglýsingar: FAS – Málun innanhúss í 4. áfanga Hólabrekkuskóla. FAS – Innanhússbreytingar – tréverk, fyrir Strætó bs. að Þönglabakka 4, efri hæð. FAS – Innanhússbreytingar – raflagnir, fyrir Strætó bs. að Þönglabakka 4, efri hæð. GAT – 30km hverfi 2002. GAT – Steyptar gangstéttir og ræktun 2002, Útboð I. FAS – Austurbæjarskóli, endurnýjun baða og búningsklefa. GAT – Garðsláttur í fossvogi 2002 – 2003. GAT – Settjarnir í Elliðaárdal. OVR - Rekstur líkamsræktarstöðvar.

Fundi slitið kl. 9:30

Alfreð Þorsteinsson
Helgi Pétursson Haukur Leósson
Jóna Gróa Sigurðardóttir
Jóhanna Siguríður Eyjólfsdóttir