Innkaupa- og framkvæmdaráð - Fundur nr. 5

Innkaupa- og framkvæmdaráð

Ár 2020, fimmtudaginn 25. júní var haldinn 5. fundur innkaupa- og framkvæmdaráðs. Fundurinn var haldinn í Borgartúni 12-14 og hófst kl. 13:00. Viðstödd voru Alexandra Briem, Elín Oddný Sigurðardóttir, Björn Gíslason, Jórunn Pála Jónasdóttir og Þorkell Heiðarsson. Einnig sat fundinn Eyþóra K. Geirsdóttir frá embætti borgarlögmanns og Jóhanna E. Hilmarsdóttir frá Innkaupaskrifstofu. 
Fundarritari var Jóhanna E. Hilmarsdóttir.

Þetta gerðist:

  1. Lagt fram erindi umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar, dags. 22. júní 2020, þar sem lagt er til að gengið verði að tilboði Eflu hf. sem átti lægsta gilda tilboð í útboði nr. 14870 Tryggvagata og Naustin. Endurgerð 2020-2021 - Eftirlit. R20050093+

    Samþykkt.

    Ámundi Brynjólfsson og Hildur Freysdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  2. Lagt fram til kynningar erindi umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar, dags. 23. júní 2020, varðandi skilamat fyrir framkvæmdir við Klettaskóla.

    Innkaupa og framkvæmdaráð leggur fram svohljóðndi bókun:

    Innkaupa- og framkvæmdaráð þakkar yfirferð á málinu. Ljóst er að stærstur hluti kostnaðarauka við framkvæmdina var vegna verka sem best væru skilgreind sem viðbótarverk eða viðhaldsverk, og ekki var gert ráð fyrir í upphaflegri kostnaðaráætlun. Miðað við nýjar innkaupareglur Reykjavíkurborgar hefðu þau verk fengið sitt eigið bókhaldsnúmer, og ljóst er að sú breyting mun vera til bóta.

    Ámundi Brynjólfsson og Hildur Freysdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið.

    -    Kl. 13:21 tekur Þorkell Heiðarsson sæti á fundinum.

    Fylgigögn

  3. Lögð fram að nýju kvörtun Draupni lögmannsþjónustu f.h. Vörðubergs ehf., dags. 2. júní 2020, varðandi niðurstöðu í útboði nr. 14782 Hverfið mitt 2020 - Austur. Grafarvogur, sbr. 4. lið fundargerðar innkaupa- og framkvæmdaráðs frá 11. júní 2020, ásamt umsögn embættis borgarlögmanns, dags. 23. júní 2020. R20030249

    Innkaupa- og framkvæmdaráð hafnar kröfu Vörðubergs ehf. um endurskoðun þeirrar ákvörðunar að hafna tilboði félagsins í útboði 14782 með vísan í framlagða umsögn embættis borgarlögmanns.

    Fylgigögn

Fundi slitið klukkan 13:43

Alexandra Briem

PDF útgáfa fundargerðar
innkaupa_og_framkvaemdarad_2506.pdf