Innkaupa- og framkvæmdaráð
Ár 2023, fimmtudaginn 2. febrúar var haldinn 100. fundur innkaupa- og framkvæmdaráðs. Fundurinn var haldinn í Varmadal og hófst kl. 13:00. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum með rafrænum hætti með vísan til heimildar í 1. málsl. 1. mgr. 54. gr. sveitarstjórnarlaga sbr. 4. málsl. 1. mgr. 13. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar: Sandra Hlíf Ocares, Pawel Bartoszek. Hjálmar Sveinsson, Kristinn Jón Ólafsson, Björn Gíslason sátu fundinn í fundarsal. Einnig sat fundinn með fjarfundarbúnaði Elín Hrefna Ólafsdóttir frá borgarlögmanni. Jóhanna Eirný Hilmarsdóttir frá innkaupaskrifstofu sat fundinn í fundarsal. Fundarritari var Margrét Lilja Gunnarsdóttir.
Þetta gerðist:
-
Lagt fram að nýju bréf velferðartæknismiðju, velferðarsviðs, merkt UFAS22100048, dags. 30. janúar 2023, útboð nr. EES 15679 - Sjálfvirkir lyfjaskammtarar fyrir velferðarþjónustu Reykjavíkurborgar sem frestað var sbr. 2 lið 97. fundar Innkaupa- og framkvæmaráðs 5. janúar 2023. Lagt er til við innkaupa- og framkvæmdaráð að gengið verði að lægsta gilda tilboði Icepharma hf. að fjárhæð 116.649.600, kr.
Samþykkt.
Kristín Sigurðardóttir og Svanhildur Jónsdóttir taka sæti undir þessum fundarlið. FAS22100048
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf eignaskrifstofu, fjármála- og áhættustýringarsviðs, merkt FAS22120014, dags. 30. janúar 2023, EES útboð nr. 15704 „Ræsting í hluta af hverfismiðstöðinni í Úlfarsárdal". Lagt er til við innkaupa- og framkvæmdaráð að gengið verði að lægsta gilda tilboði Hreint ehf. að fjárhæð 15.364.290, kr. á ári.
Samþykkt.
Helga Friðriksdóttir tekur sæti undir þessum fundarlið. FAS22120014
Fylgigögn
Fundi slitið kl. 13:19
Hjálmar Sveinsson Kristinn Jón Ólafsson
Björn Gíslason Sandra Hlíf Ocares
Pawel Bartoszek
PDF útgáfa fundargerðar
Fundargerð innkaupa- og framkvæmdaráðs frá 2. febrúar 2023