Innkaupa- og framkvæmdaráð - Fundur nr. 100

Innkaupa- og framkvæmdaráð

Ár 2023, fimmtudaginn 2. febrúar var haldinn 100. fundur innkaupa- og framkvæmdaráðs. Fundurinn var haldinn í Varmadal og hófst kl. 13:00. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum með rafrænum hætti með vísan til heimildar í 1. málsl. 1. mgr. 54. gr. sveitarstjórnarlaga sbr. 4. málsl. 1. mgr. 13. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar: Sandra Hlíf Ocares, Pawel Bartoszek. Hjálmar Sveinsson, Kristinn Jón Ólafsson, Björn Gíslason sátu fundinn í fundarsal. Einnig sat fundinn með fjarfundarbúnaði Elín Hrefna Ólafsdóttir frá borgarlögmanni. Jóhanna Eirný Hilmarsdóttir frá innkaupaskrifstofu sat fundinn í fundarsal. Fundarritari var Margrét Lilja Gunnarsdóttir.

Þetta gerðist:

 1. Lagt fram að nýju bréf  velferðartæknismiðju, velferðarsviðs, merkt UFAS22100048, dags. 30. janúar 2023, útboð nr. EES 15679 - Sjálfvirkir lyfjaskammtarar fyrir velferðarþjónustu Reykjavíkurborgar sem frestað var sbr. 2 lið 97. fundar Innkaupa- og framkvæmaráðs 5. janúar 2023. Lagt er til við innkaupa- og framkvæmdaráð að gengið verði að lægsta gilda tilboði Icepharma hf. að fjárhæð 116.649.600, kr.

  Samþykkt.

  Kristín Sigurðardóttir og Svanhildur Jónsdóttir taka sæti undir þessum fundarlið. FAS22100048

  Fylgigögn

 2. Lagt fram bréf  eignaskrifstofu, fjármála- og áhættustýringarsviðs, merkt FAS22120014, dags. 30. janúar 2023, EES útboð nr. 15704 „Ræsting í hluta af hverfismiðstöðinni í Úlfarsárdal". Lagt er til við innkaupa- og framkvæmdaráð að gengið verði að lægsta gilda tilboði Hreint ehf. að fjárhæð 15.364.290, kr. á ári.

  Samþykkt.

  Helga Friðriksdóttir tekur sæti undir þessum fundarlið. FAS22120014

  Fylgigögn

Fundi slitið kl. 13:19

Hjálmar Sveinsson Kristinn Jón Ólafsson

Björn Gíslason Sandra Hlíf Ocares

Pawel Bartoszek

PDF útgáfa fundargerðar
Fundargerð innkaupa- og framkvæmdaráðs frá 2. febrúar 2023