Innkaupa- og framkvæmdaráð
Ár 2024, fimmtudaginn 4. apríl var haldinn 136. fundur innkaupa- og framkvæmdaráðs. Fundurinn var haldinn í Varmadal og hófst kl. 13:00. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum með rafrænum hætti með vísan til heimildar í 1. málsl. 1. mgr. 54. gr. sveitarstjórnarlaga sbr. 4. málsl. 1. mgr. 13. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar Sara Björg Sigurðardóttir, Sandra Hlíf Ocares. Hjálmar Sveinsson, Pawel Bartoszek, og Þorkell Sigurlaugsson sátu fundinn í fundarsal. Einnig sat fundinn Theodór Kjartansson með fjarfundarbúnaði.
Fundarritari var Margrét Lilja Gunnarsdóttir.
Þetta gerðist:
-
Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs dags. 2. apríl 2024, merkt USK24030319 þar sem lagt er til að gengið yrði að tilboði lægstbjóðanda Fortis ehf. í útboði 15964 – Leikskólinn Laugasól – Endurgerð húss og lóðar.
Samþykkt.
Hreinn Ólafsson, Ámundi Brynjólfsson og Einar Hjálmar Jónsson taka sæti á fundinum undir þessum lið.
Fylgigögn
-
Lagt fram yfirlit umhverfis- og skipulagssviðs dags 26. mars 2024, varðandi innkaup umhverfis- og skipulagssviðs janúar 2023 – desember 2023, með vísan í 2. málsgrein 7. gr. innkaupareglna Reykjavíkurborgar.
Hreinn Ólafsson og Ámundi Brynjólfsson, Einar Hjálmar Jónsson taka sæti á fundinum undir þessum lið
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf eignaskrifstofu, dags. 26. mars 2024, merkt FAS23060033 þar sem tilkynnt er um samningsgerð við Veraldarvini félagasamtök í samningskaupum nr. 15893 – Sunnutorg – Samkeppnisviðræður. Langholtsvegi 70, Reykjavíkurborg.
Helena Rós Sigmarsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði.
kl. 13:44 – víkur Sandra Hlíf Ocares af fundinum.
Fylgigögn
-
Lagt fram kynning á umsögn dags 15. mars 2024, merkt MSS24030042, um drög að frumvarpi til laga um breytingu á lögum um opinber innkaup.
Fylgigögn
Fundi slitið kl. 14:05
Sara Björg Sigurðardóttir Hjálmar Sveinsson
Þorkell Sigurlaugsson Pawel Bartoszek
PDF útgáfa fundargerðar
Fundargerð innkaupa- og framkvæmdaráðs frá 4. apríl 2024