Innkaupa- og framkvæmdaráð
Ár 2024, fimmtudaginn 21. mars var haldinn 135. fundur innkaupa- og framkvæmdaráðs, aukafundur. Fundurinn var haldinn í Varmadal og hófst kl. 13:00. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum með rafrænum hætti með vísan til heimildar í 1. málsl. 1. mgr. 54. gr. sveitarstjórnarlaga sbr. 4. málsl. 1. mgr. 13. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar Kristinn Jón Ólafsson. Hjálmar Sveinsson, Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir og Björn Gíslason sátu fundinn í fundarsal. Einnig sat fundinn Þórhildur Lilja Ólafsdóttir með fjarfundarbúnaði og Jóhanna Eirný Hilmarsdóttir og Eva Björk Hickey í fundarsal.
Fundarritari var Margrét Lilja Gunnarsdóttir.
Þetta gerðist:
-
Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs dags. 15. mars 2024, merkt USK24030177 þar sem lagt er til að gengið yrði að lægsta gilda tilboði í hverjum hluta, SG Dúkari ehf, Garðar dúkari ehf. OG ehf. Jökull Þorleifsson ehf. og Ólafur Jónsson dúkalagningam. ehf. í útboði 15968 – Dúkalagnir 2024 í fasteignum Reykjavíkurborgar.
Samþykkt.
Rúnar Ingi Guðjónsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf fjármála og áhættustýringarsvið dags. 12. mars 2024, merkt FAS24010050 þar sem lagt er til að gengið yrði að tilboði frá Ísfugl ehf, Matfugl ehf og Reykjagarður hf. í rammasamningsútboði nr. 15958 - Rammasamningur um alifuglakjöt.
Samþykkt.
Fylgigögn
-
Lagt fram yfirlit velferðarsviðs, dags 4. mars 2024, varðandi einstök innkaup yfir 5. mkr. fyrir tímabilið janúar til desember 2023 með vísan í 3. og 4. mgr. 37. gr. innkaupareglna Reykjavíkurborgar.
Fylgigögn
Fundi slitið kl. 13:33
Hjálmar Sveinsson Kristinn Jón Ólafsson
Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Björn Gíslason
PDF útgáfa fundargerðar
Fundargerð innkaupa- og framkvæmdaráðs frá 21. mars 2024