Innkaupa- og framkvæmdaráð - 135. fundur

Innkaupa- og framkvæmdaráð

Ár 2024, fimmtudaginn 21. mars var haldinn 135. fundur innkaupa- og framkvæmdaráðs, aukafundur. Fundurinn var haldinn í Varmadal og hófst kl. 13:00. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum með rafrænum hætti með vísan til heimildar í 1. málsl. 1. mgr. 54. gr. sveitarstjórnarlaga sbr. 4. málsl. 1. mgr. 13. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar Kristinn Jón Ólafsson. Hjálmar Sveinsson, Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir og Björn Gíslason sátu fundinn í fundarsal. Einnig sat fundinn Þórhildur Lilja Ólafsdóttir með fjarfundarbúnaði og Jóhanna Eirný Hilmarsdóttir og Eva Björk Hickey í fundarsal.

Fundarritari var Margrét Lilja Gunnarsdóttir.

Þetta gerðist:

  1. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs dags. 15. mars 2024, merkt USK24030177 þar sem lagt er til að gengið yrði að lægsta gilda tilboði í hverjum hluta, SG Dúkari ehf, Garðar dúkari ehf. OG ehf. Jökull Þorleifsson ehf. og Ólafur Jónsson dúkalagningam. ehf. í útboði 15968 – Dúkalagnir 2024 í fasteignum Reykjavíkurborgar.

    Samþykkt.

    Rúnar Ingi Guðjónsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið. 

    Fylgigögn

  2. Lagt fram bréf fjármála og áhættustýringarsvið dags. 12. mars 2024, merkt FAS24010050 þar sem lagt er til að gengið yrði að tilboði frá Ísfugl ehf, Matfugl ehf og Reykjagarður hf.  í rammasamningsútboði nr. 15958 - Rammasamningur um alifuglakjöt.

    Samþykkt.

    Fylgigögn

  3. Lagt fram yfirlit velferðarsviðs, dags 4. mars 2024, varðandi einstök innkaup yfir 5. mkr. fyrir tímabilið janúar til desember 2023 með vísan í 3. og 4. mgr. 37. gr. innkaupareglna Reykjavíkurborgar.

    Fylgigögn

Fundi slitið kl. 13:33

Hjálmar Sveinsson Kristinn Jón Ólafsson

Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Björn Gíslason

PDF útgáfa fundargerðar
Fundargerð innkaupa- og framkvæmdaráðs frá 21. mars 2024