No translated content text
Íbúaráð Vesturbæjar
Ár 2021, miðvikudagur, 17. mars var haldinn 13. fundur íbúaráðs Vesturbæjar. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavikur – Tjarnarbúð og með fjarfundarbúnaði, hófst kl. 15.05. Viðstaddur var Birgir Þröstur Jóhannsson, Líf Magneudóttir og Ásta Olga Magnúsdóttir. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum með fjarfundarbúnaði með vísan til heimilda í auglýsingu nr. 1076/2020 um ákvörðun samgöngu- og sveitastjórnarráðherra skv. VI. bráðabirgðarákvæðis sveitarstjórnarlaga, nr. 138/2011: Hildur Björnsdóttir, Ásta Olga Magnúsdóttir, Björn Karlsson og Salvör Ísberg. Fundinn sat einnig Heimir Snær Guðmundsson sem ritaði fundargerð og Hörður Heiðar Guðbjörnsson sem sat fundinn með fjarfundarbúnaði.
Þetta gerðist:
-
Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar dags. 17. febrúar 2021 - Heimildir til frávika frá skilyrðum sveitarstjórnarlaga vegna neyðarástands í sveitarfélagi - notkun fjarfundabúnaðar, ásamt fylgiskjölum.
Fylgigögn
-
Lögð fram drög að umsögn íbúaráðs Vesturbæjar dags. 19. febrúar 2021 um Stefnu um framtíðarskipan tónlistarnáms í Reykjavík til 2030.
Samþykkt.Fylgigögn
-
Lögð fram drög að umsögn íbúaráðs Vesturbæjar dags. 8. mars 2021 um drög að reglum um bílastæðakort íbúa í Reykjavík.
Samþykkt.
Fulltrúi Vinstri grænna og fulltrúi Sjálfstæðisflokks sitja hjá við afgreiðslu málsins.Fylgigögn
-
Fram fer kynning á Loftslagsáætlun Reykjavíkurborgar 2021-2025.
- 15.31 tekur Sigþrúður Erla Arnardóttir sæti á fundinum með fjarfundarbúnaði.
Fylgigögn
-
Fram fer umræða um endurgerð gatna og stíga samhliða endurgerð lagna í Vesturbæ.
Íbúaráð Vesturbæjar leggur fram svohljóðandi bókun:
Íbúaráð leggur til að meira samráð verði haft milli Veitna, borgarhönnunar og íbúa með mögulegar betrumbætur á umhverfinu, að markmiði og til að koma í veg fyrir tvíverknað, þegar farið er í stórar framkvæmdir í hverfinu. Betrumbætur eru sem dæmi, aukin þjónusta við íbúa, göngugötur, aðgengi fyrir alla, upplyft gatnamót, leiksvæði, hjólastígar, græn svæði og loftslagsvænar framkvæmdir.
-
Fram fer umræða um grasslátt, snjómokstur og hreinsun gatna í borgarhlutanum auk yfirferðar með borgarvefsjá.
Fylgigögn
-
Lögð fram tillaga borgarstjóra dags. 16. febrúar 2021 í borgarráði um Borgina okkar 2021, þar sem gert er ráð fyrir 30 milljón kr. umsóknarpotti vegna viðburða í hverfunum sem íbúaráð úthluta.
Fylgigögn
-
Lagt fram erindi stýrihóps um aðgengisstefnu dags. 3. mars 2021 vegna vinnu við aðgengisstefnu og opnun samráðsvettvangs á betrireykjavik.is.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs dags. 19. febrúar 2021 vegna draga að breytingu á aðalskipulagi Reykjavíkur vegna tillögu að legu Borgarlínu og tillögu að staðsetningu kjarnastöðva.
- 16.17 Líf Magneudóttir víkur af fundi.
Fylgigögn
-
Fram fer umræða um málefni hverfisins.
Fundi slitið klukkan 16:32
Hildur Björnsdóttir
PDF útgáfa fundargerðar
ibuarad_vesturbaejar_1703.pdf