Íbúaráð Vesturbæjar - Fundur nr. 13

Íbúaráð Vesturbæjar

Ár 2021, miðvikudagur, 17. mars var haldinn 13. fundur íbúaráðs Vesturbæjar. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavikur – Tjarnarbúð og með fjarfundarbúnaði, hófst kl. 15.05. Viðstaddur var Birgir Þröstur Jóhannsson, Líf Magneudóttir og Ásta Olga Magnúsdóttir. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum með fjarfundarbúnaði með vísan til heimilda í auglýsingu nr. 1076/2020 um ákvörðun samgöngu- og sveitastjórnarráðherra skv. VI. bráðabirgðarákvæðis sveitarstjórnarlaga, nr. 138/2011: Hildur Björnsdóttir, Ásta Olga Magnúsdóttir, Björn Karlsson og Salvör Ísberg. Fundinn sat einnig Heimir Snær Guðmundsson sem ritaði fundargerð og Hörður Heiðar Guðbjörnsson sem sat fundinn með fjarfundarbúnaði.

Þetta gerðist:

  1. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar dags. 17. febrúar 2021 - Heimildir til frávika frá skilyrðum sveitarstjórnarlaga vegna neyðarástands í sveitarfélagi - notkun fjarfundabúnaðar, ásamt fylgiskjölum.

    Fylgigögn

  2. Lögð fram drög að umsögn íbúaráðs Vesturbæjar dags. 19. febrúar 2021 um Stefnu um framtíðarskipan tónlistarnáms í Reykjavík til 2030.

    Samþykkt.

    Fylgigögn

  3. Lögð fram drög að umsögn íbúaráðs Vesturbæjar dags. 8. mars 2021 um drög að reglum um bílastæðakort íbúa í Reykjavík. 

    Samþykkt.

    Fulltrúi Vinstri grænna og fulltrúi Sjálfstæðisflokks sitja hjá við afgreiðslu málsins. 

    Fylgigögn

  4. Fram fer kynning á Loftslagsáætlun Reykjavíkurborgar 2021-2025.

    -    15.31 tekur Sigþrúður Erla Arnardóttir sæti á fundinum með fjarfundarbúnaði. 

    Fylgigögn

  5. Fram fer umræða um endurgerð gatna og stíga samhliða endurgerð lagna í Vesturbæ. 

    Íbúaráð Vesturbæjar leggur fram svohljóðandi bókun: 

    Íbúaráð leggur til að meira samráð verði haft milli Veitna, borgarhönnunar og íbúa með mögulegar betrumbætur á umhverfinu, að markmiði og til að koma í veg fyrir tvíverknað, þegar farið er í stórar framkvæmdir í hverfinu. Betrumbætur eru sem dæmi, aukin þjónusta við íbúa, göngugötur, aðgengi fyrir alla, upplyft gatnamót, leiksvæði, hjólastígar, græn svæði og loftslagsvænar framkvæmdir.

  6. Fram fer umræða um grasslátt, snjómokstur og hreinsun gatna í borgarhlutanum auk yfirferðar með borgarvefsjá.

    Fylgigögn

  7. Lögð fram tillaga borgarstjóra dags. 16. febrúar 2021 í borgarráði um Borgina okkar 2021, þar sem gert er ráð fyrir 30 milljón kr. umsóknarpotti vegna viðburða í hverfunum sem íbúaráð úthluta.

    Fylgigögn

  8. Lagt fram erindi stýrihóps um aðgengisstefnu dags. 3. mars 2021 vegna vinnu við aðgengisstefnu og opnun samráðsvettvangs á betrireykjavik.is.

    Fylgigögn

  9. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs dags. 19. febrúar 2021 vegna draga að breytingu á aðalskipulagi Reykjavíkur vegna tillögu að legu Borgarlínu og tillögu að staðsetningu kjarnastöðva.  

    -    16.17 Líf Magneudóttir víkur af fundi.

    Fylgigögn

  10. Fram fer umræða um málefni hverfisins.

Fundi slitið klukkan 16:32

Hildur Björnsdóttir

PDF útgáfa fundargerðar
ibuarad_vesturbaejar_1703.pdf