Íbúaráð Miðborgar og Hlíða - Fundur nr. 31

Íbúaráð Miðborgar og Hlíða

Ár 2022, miðvikudagurinn 28. september, var haldinn 31. fundur íbúaráðs Miðborgar og Hlíða. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur Tjarnarbúð og hófst kl. 16.35. Fundinn sátu: Pétur Marteinn Urbancic Tómasson, Geir Finnsson, Ásdís Káradóttir, , Hanna Björk Valsdóttir og Kolbrún Jarlsdóttir. Fundin sátu einnig Heimir Snær Guðmundsson sem ritaði fundargerð og Hörður Heiðar Guðbjörnsson sem sat fundinn með fjarfundarbúnaði.

Þetta gerðist:

  1. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar dags. 9. júní 2022 um kosningu þriggja fulltrúa  og þriggja til vara í íbúaráð Miðborgar og Hlíða. Pétur Marteinn Urbancic Tómasson var kosin formaður íbúaráðs Miðborgar og Hlíða. MSS22060062  

    -    16:36 tekur Sigfús Ómar Höskuldsson sæti á fundinum. 

    -    16:37 tekur Þórey Björk Sigurðardóttir sæti á fundinum. 

    Fylgigögn

  2. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar dags. 21. september 2022 um að borgarstjórn hafi samþykkt að Þórður Gunnarsson taki sæti í íbúaráði Miðborgar og Hlíða í stað Söndru Hlífar Ocares og Sandra Hlíf taki sæti varamanns í ráðinu í stað Þórðar. MSS22060062

    Fylgigögn

  3. Lögð fram tilnefning íbúasamtaka í íbúaráð Miðborgar og Hlíða. Íbúasamtök Miðborgar tilnefna Sigrúnu Tryggvadóttur í íbúaráð Miðborgar og Hlíða og Ásdísi Káradóttur til vara. Íbúasamtök þriðja hverfis tilnefna Sigfús Ómar Höskuldsson í íbúaráð Miðborgar og Hlíða og Sunnu Dögg Ásgeirsdóttur til vara. MSS22080029

    Fylgigögn

  4. Lögð fram tilnefning foreldrafélaga í íbúaráð Miðborgar og Hlíða. Foreldrafélag Austurbæjarskóla tilnefnir Hönnu Björk Valsdóttur og Jóhönnu Símonardóttur. Foreldrafélög í Hlíðum tilnefna Þóreyju Björk Sigurðardóttur í íbúaráð Miðborgar og Hlíða og Atla Thorstensen til vara. MSS22080029

    Fylgigögn

  5. Lagt fram slembival í íbúaráði Miðborgar og Hlíða. Kolbrún Jarlsdóttir tekur sæti sem slembivalinn fulltrúi og Sólrún Birna Færseth til vara. MSS22080029

    Fylgigögn

  6. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar dags. 10. febrúar 2022 um samþykkt borgarráðs á tillögum stýrihóps um innleiðingu íbúaráða, ásamt fylgiskjölum. MSS21120181

    Fylgigögn

  7. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar dags. 12. september 2022, um samþykkt borgarstjórnar  á tillögu að breytingum á samþykkt fyrir íbúaráð, sbr. 3. liður fundargerðar borgarstjórnar 6. september. MSS22080241

    Fylgigögn

  8. Lagt fram til afgreiðslu fundadagatal íbúaráðs Miðborgar og Hlíða. MSS22080127

    Samþykkt.

    Fylgigögn

  9. Fram fer umræða um aukið veggjakrot í miðborg. MSS22090158

  10. Fram fer umræða um Römpum upp Ísland og ábendingar í Miðborg og Hlíðum. MSS22020088

    Samþykkt að fela formanni í samvinnu við ráðið að safna ábendingum í hverfunum og leggja fram á októberfundi. 

  11. Lagt fram bréf skrifstofu samgöngustjóra og borgarhönnunar dags. 17. ágúst 2022 um umferðaröryggisaðgerðir 2022. USK22080011

    Fylgigögn

  12. Lagt fram bréf mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu dags. 12. september 2022 um hugmyndasöfnun í Hverfið mitt 2022-2023. MSS22020075

    Fylgigögn

  13. Fram fer umræða um Hverfissjóð Reykjavíkurborgar. MSS22040019

    Fylgigögn

  14. Fram fer umræða um Borgin okkar 2022 – hverfin. MSS22040042

  15. Fram fer umræða um málefni hverfisins. MSS22090031

  16. Lögð fram greinargerð vegna styrks úr Hverfissjóði. 

    A)    Foreldrafélag Háteigsskóla/Vorhátíð Háteigsskóla. 

  17. Lagðar fram til afgreiðslu umsóknir í Hverfissjóð Reykjavíkurborgar. Þessi liður fundarins er lokaður. MSS22040019

    Frestað.

    Fylgigögn

Fundi slitið kl. 18:23

Pétur Marteinn Urbancic Tómasson Geir Finnsson

Sigfús Ómar Höskuldsson Ásdís Káradóttir

Hanna Björk Valsdóttir Þórey Björk Sigurðardóttir

Kolbrún Jarlsdóttir

PDF útgáfa fundargerðar
31. Fundargerð Íbúaráðs Miðborgar og Hlíða 28. september 2022.pdf