Íbúaráð Miðborgar og Hlíða - Fundur nr. 20

Íbúaráð Miðborgar og Hlíða

Ár 2021, þriðjudagur 24. ágúst, var haldinn 20. fundur íbúaráðs Miðborgar og Hlíða. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur - Tjarnarbúð með fjarfundarbúnaði og hófst kl. 17.01. Viðstödd voru Margrét Norðdahl, Sigfús Ómar Höskuldsson og Hanna Björk Valsdóttir. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum með fjarfundarbúnaði með vísan til heimilda í auglýsingu nr. 894/2021 um ákvörðun samgöngu- og sveitastjórnarráðherra skv. VI. bráðabirgðarákvæðis sveitarstjórnarlaga, nr. 138/2011: Diljá Ámundadóttir Zoega og Örn Þórðarson. Fundinn sat einnig Heimir Snær Guðmundsson sem ritaði fundargerð og Sigþrúður Erla Arnardóttir sem sat fundinn með fjarfundarbúnaði.

Þetta gerðist:

  1. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar dags. 12. ágúst 2021 - Heimildir til frávika frá skilyrðum sveitarstjórnarlaga vegna neyðarástands í sveitarfélagi - notkun fjarfundabúnaðar, ásamt fylgiskjölum.

    Fylgigögn

  2. Lagt fram bréf mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu dags. 7. júlí 2021 vegna draga að lýðræðisstefnu Reykjavíkurborgar.

    Samþykkt að fela formanni í samvinnu við ráðið að gera tilraun til að ná saman um umsögn og skila fyrir tilskilinn frest þann 1. september næstkomandi. 

    Íbúaráð Miðborgar og Hlíða leggur fram svohljóðandi bókun: 

    Íbúaráð Miðborgar og Hlíða þakka fyrir góða kynningu á drögum að nýrri Lýðræðisstefnu. Íbúaráðinu þykja drögin til sóma. Til mikils er að vinna að auka lýðræðislega þátttöku íbúa í borginni. Við fögnum því sérstaklega að auka á aðgengi fólks á ólíkum aldri, barna og fullorðinna, fólks með ólíkan uppruna og ólíka færni og og að styðja fólk til þátttöku. Það er afar mikilvægt að ,,raddir'' allskonar fólks fái að heyrast í lýðræðissamfélagi og að það sé mælt sérstaklega hvort að því markmiði sé náð í öllum þeim málaflokkum sem snerta líf borgarbúa, sem eru jú allskonar.

    Sigurlauga Anna Jóhannsdóttir, Dóra Björt Guðjónsdóttir og Marta Guðjónsdóttir tóku sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði. 

    Fylgigögn

  3. Lagt fram bréf mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu dags. 3. ágúst 2021 vegna tillagna stýrihóps um innleiðingu íbúaráða.

    Samþykkt að fela formanni að boða til fundar með stýrihóp um innleiðingu íbúaráða og í kjölfarið að skila umsögn fyrir tilskilinn frest þann 1. september næstkomandi.

    Dóra Björt Guðjónsdóttir og Marta Guðjónsdóttir tóku sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði. 

    Fylgigögn

  4. Lagt fram fundadagatal íbúaráðs Miðborgar og Hlíða haustið 2021.

    Samþykkt.

    Fylgigögn

  5.     Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagsviðs  dags. 16. júní 2021 og 13. ágúst 2021 vegna auglýsingar tillögu að aðalskipulagi Reykjavíkur til 2040 og framlengds athugasemdarfrests til 31. ágúst.

    Samþykkt að fela formanni í samvinnu við ráðið að gera tilraun til að ná saman um umsögn og skila fyrir tilskilinn frest þann 31. ágúst næstkomandi.

    Fylgigögn

  6. Lögð fram útskrift úr gerðabók skipulags- og samgönguráðs frá 23. júní 2021 – Laugavegur 168-176.

  7. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs dags. 21. júlí 2021 vegna auglýsingu á tillögu að breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar Heklureitur. nánar tiltekið lóðirnar við Laugaveg 168-174a.

    Samþykkt að fela fulltrúa íbúasamtaka í samvinnu við ráðið að gera tilraun til að ná saman um umsögn og skila fyrir tilskilinn frest þann 6. september næstkomandi.

    Fylgigögn

  8. Fram fer umræða um rútuumferð í miðborginni. 

    Samþykkt að óska eftir því að skrifstofa samgöngustjóra boði til samráðsfundar með hagsmunaaðilum þ.m.t. íbúaráði Miðborgar og Hlíða um skipulag rútuumferðar í miðborginni. 

    Fylgigögn

  9. Lagt fram svar skóla- og frístundasviðs dags. 29. júní 2021 við fyrirspurn íbúaráðs Miðborgar og Hlíða um battavelli í hverfinu. 

    Samþykkt að fela fulltrúa foreldrafélaga að hefja samtal við skólastjórnendur og stjórnendur frístundamiðstöðvar um málið.

    Fylgigögn

  10. Lagt fram erindi íbúa í hverfinu dags. 24. ágúst 2021 um stígamál á og við Klambratún.

    Samþykkt að fela starfsmanni íbúaráða að afla svara vegna stígamála við Klambratún auk þess að afla svara við hugmyndum bréfritara um gönguleið frá Snorrabraut að Klambratúni. 

    Fylgigögn

  11. Fram fer umræða um málefni hverfisins.

Fundi slitið klukkan 19:05

PDF útgáfa fundargerðar
ibuarad_midborgar_og_hlida_2408.pdf